Persónuleikar Atli Sævar Guðmundsson skrifar 5. október 2015 10:37 Við mannfólk skilgreinum okkur út frá persónuleika, sem er að mestu leyti myndaður á mótunarárunum. Flest erum við t.d. alin upp við að við eigum að vera góð við dýrin og það er stór hluti af persónuleika okkar. Flest erum við líka alin upp við að borða kjöt og afurðir dýranna sem við eigum að vera góð við. Þessi tvískinnungur er að verða vandræðalegri með hverjum deginum, meðfram batnandi vitneskju okkar á hvað er innifalið í matnum okkar. Þegar við kaupum dýraafurð erum við að greiða atkvæði með því að dýr séu notuð gegn þeirra vilja, sem inniheldur alltaf þjáningar og endar alltaf með slátrun. Við erum ekki að vera góð við dýrin á meðan við styðjum við óþarfa misnotkun þeirra. Þvert á móti, erum við að taka þátt í mestu grimmd sögunnar. Meira en 150 milljarðar dýra eru drepin í dýraafurðaiðnaðinum á hverju ári. Þau hafa öll persónuleika eins og hundar og kettir og aðrar dýrategundir sem við höfum fengið að kynnast og vingast við. Þau hafa öll sömu getu og við til að upplifa gleði og vellíðan, sársauka og eymd. Það vilja fáir vera vondir við dýr en átta sig ekki á hversu slæm áhrif þeir eru að hafa á líf þessara einstaklinga. Dýraafurðaiðnaðurinn hefur með streitulausum herferðum plantað í okkur ímyndum af glöðum kúm og brosandi svínum og við höldum að það sé komið fram við dýrin af mannúð og virðingu, en raunveruleikinn er allt annar. Meira en 99% af dýraafurðum koma úr verksmiðjuframleiddum einstaklingum. Iðnaðarstaðlar eru meðal annars að skera gogga af hænum, hakka niður dags gamla hanaunga, aðskilja kálf og kú í síðasta lagi daginn eftir fæðingu og skorða óléttar gyltur svo þröngt að þær geta ekki snúið sér. Nýlega höfum við fengið innlendar fréttir af slíkri meðferð. Sorglega algengur misskilningur er að við þurfum á dýraafurðum að halda til að fá ákveðin næringarefni úr fæðunni, en staðreyndin er sú að við getum verið fullkomlega heilsuhraust án allra dýraafurða, þó að rannsóknir sem dýraafurðaiðnaðurinn hefur kostað ríkulega segi annað. Þar að auki er dýraafurðaiðnaðurinn fáránlega umhverfisspillandi. Meira en helmingur allrar mengunar af okkar völdum stafar af dýraafurðaiðnaðinum. Þriðjungur af landsvæði jarðar fer í að rækta fóður fyrir dýrin sem við borðum og fer vaxandi. Til að framleiða 1kg af kjöti þurfum við a.m.k. 14 sinnum meira landsvæði en það sem fer í að framleiða sama magn af baunum, ávöxtum og grænmeti. Einn af hverjum níu af mannkyninu lifir við hungursneyð og árlega deyja meira en 3 milljónir barna úr hungri. Ef við myndum hætta að borða dýraafurðir, gætum við nýtt landið margfalt betur og gætum því útrýmt hungursneyð og í leiðinni snarminnkað gróðurhúsaáhrifin. En best af öllu, við gætum hætt að hafa samviskubit yfir því að koma illa fram við dýrin.Niðurstaða: Persónuleikar okkar eru jafn mismunandi og þeir eru margir, en langflest okkar eru á þeirri skoðun að við eigum að vera góð við aðra, menn og dýr. A.m.k. ættum við að gera okkar besta til að komast hjá því að skaða aðra. Það besta sem hægt er að gera fyrir dýrin, jörðina og okkur sjálf, er að hætta stuðningi við framleiðslu dýraafurða. Og ef við pælum í því, þá er það í fullkomnum takti við persónuleika okkar. Verum góð. Verum réttlát. Verum vegan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Við mannfólk skilgreinum okkur út frá persónuleika, sem er að mestu leyti myndaður á mótunarárunum. Flest erum við t.d. alin upp við að við eigum að vera góð við dýrin og það er stór hluti af persónuleika okkar. Flest erum við líka alin upp við að borða kjöt og afurðir dýranna sem við eigum að vera góð við. Þessi tvískinnungur er að verða vandræðalegri með hverjum deginum, meðfram batnandi vitneskju okkar á hvað er innifalið í matnum okkar. Þegar við kaupum dýraafurð erum við að greiða atkvæði með því að dýr séu notuð gegn þeirra vilja, sem inniheldur alltaf þjáningar og endar alltaf með slátrun. Við erum ekki að vera góð við dýrin á meðan við styðjum við óþarfa misnotkun þeirra. Þvert á móti, erum við að taka þátt í mestu grimmd sögunnar. Meira en 150 milljarðar dýra eru drepin í dýraafurðaiðnaðinum á hverju ári. Þau hafa öll persónuleika eins og hundar og kettir og aðrar dýrategundir sem við höfum fengið að kynnast og vingast við. Þau hafa öll sömu getu og við til að upplifa gleði og vellíðan, sársauka og eymd. Það vilja fáir vera vondir við dýr en átta sig ekki á hversu slæm áhrif þeir eru að hafa á líf þessara einstaklinga. Dýraafurðaiðnaðurinn hefur með streitulausum herferðum plantað í okkur ímyndum af glöðum kúm og brosandi svínum og við höldum að það sé komið fram við dýrin af mannúð og virðingu, en raunveruleikinn er allt annar. Meira en 99% af dýraafurðum koma úr verksmiðjuframleiddum einstaklingum. Iðnaðarstaðlar eru meðal annars að skera gogga af hænum, hakka niður dags gamla hanaunga, aðskilja kálf og kú í síðasta lagi daginn eftir fæðingu og skorða óléttar gyltur svo þröngt að þær geta ekki snúið sér. Nýlega höfum við fengið innlendar fréttir af slíkri meðferð. Sorglega algengur misskilningur er að við þurfum á dýraafurðum að halda til að fá ákveðin næringarefni úr fæðunni, en staðreyndin er sú að við getum verið fullkomlega heilsuhraust án allra dýraafurða, þó að rannsóknir sem dýraafurðaiðnaðurinn hefur kostað ríkulega segi annað. Þar að auki er dýraafurðaiðnaðurinn fáránlega umhverfisspillandi. Meira en helmingur allrar mengunar af okkar völdum stafar af dýraafurðaiðnaðinum. Þriðjungur af landsvæði jarðar fer í að rækta fóður fyrir dýrin sem við borðum og fer vaxandi. Til að framleiða 1kg af kjöti þurfum við a.m.k. 14 sinnum meira landsvæði en það sem fer í að framleiða sama magn af baunum, ávöxtum og grænmeti. Einn af hverjum níu af mannkyninu lifir við hungursneyð og árlega deyja meira en 3 milljónir barna úr hungri. Ef við myndum hætta að borða dýraafurðir, gætum við nýtt landið margfalt betur og gætum því útrýmt hungursneyð og í leiðinni snarminnkað gróðurhúsaáhrifin. En best af öllu, við gætum hætt að hafa samviskubit yfir því að koma illa fram við dýrin.Niðurstaða: Persónuleikar okkar eru jafn mismunandi og þeir eru margir, en langflest okkar eru á þeirri skoðun að við eigum að vera góð við aðra, menn og dýr. A.m.k. ættum við að gera okkar besta til að komast hjá því að skaða aðra. Það besta sem hægt er að gera fyrir dýrin, jörðina og okkur sjálf, er að hætta stuðningi við framleiðslu dýraafurða. Og ef við pælum í því, þá er það í fullkomnum takti við persónuleika okkar. Verum góð. Verum réttlát. Verum vegan.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun