Persónuleikar Atli Sævar Guðmundsson skrifar 5. október 2015 10:37 Við mannfólk skilgreinum okkur út frá persónuleika, sem er að mestu leyti myndaður á mótunarárunum. Flest erum við t.d. alin upp við að við eigum að vera góð við dýrin og það er stór hluti af persónuleika okkar. Flest erum við líka alin upp við að borða kjöt og afurðir dýranna sem við eigum að vera góð við. Þessi tvískinnungur er að verða vandræðalegri með hverjum deginum, meðfram batnandi vitneskju okkar á hvað er innifalið í matnum okkar. Þegar við kaupum dýraafurð erum við að greiða atkvæði með því að dýr séu notuð gegn þeirra vilja, sem inniheldur alltaf þjáningar og endar alltaf með slátrun. Við erum ekki að vera góð við dýrin á meðan við styðjum við óþarfa misnotkun þeirra. Þvert á móti, erum við að taka þátt í mestu grimmd sögunnar. Meira en 150 milljarðar dýra eru drepin í dýraafurðaiðnaðinum á hverju ári. Þau hafa öll persónuleika eins og hundar og kettir og aðrar dýrategundir sem við höfum fengið að kynnast og vingast við. Þau hafa öll sömu getu og við til að upplifa gleði og vellíðan, sársauka og eymd. Það vilja fáir vera vondir við dýr en átta sig ekki á hversu slæm áhrif þeir eru að hafa á líf þessara einstaklinga. Dýraafurðaiðnaðurinn hefur með streitulausum herferðum plantað í okkur ímyndum af glöðum kúm og brosandi svínum og við höldum að það sé komið fram við dýrin af mannúð og virðingu, en raunveruleikinn er allt annar. Meira en 99% af dýraafurðum koma úr verksmiðjuframleiddum einstaklingum. Iðnaðarstaðlar eru meðal annars að skera gogga af hænum, hakka niður dags gamla hanaunga, aðskilja kálf og kú í síðasta lagi daginn eftir fæðingu og skorða óléttar gyltur svo þröngt að þær geta ekki snúið sér. Nýlega höfum við fengið innlendar fréttir af slíkri meðferð. Sorglega algengur misskilningur er að við þurfum á dýraafurðum að halda til að fá ákveðin næringarefni úr fæðunni, en staðreyndin er sú að við getum verið fullkomlega heilsuhraust án allra dýraafurða, þó að rannsóknir sem dýraafurðaiðnaðurinn hefur kostað ríkulega segi annað. Þar að auki er dýraafurðaiðnaðurinn fáránlega umhverfisspillandi. Meira en helmingur allrar mengunar af okkar völdum stafar af dýraafurðaiðnaðinum. Þriðjungur af landsvæði jarðar fer í að rækta fóður fyrir dýrin sem við borðum og fer vaxandi. Til að framleiða 1kg af kjöti þurfum við a.m.k. 14 sinnum meira landsvæði en það sem fer í að framleiða sama magn af baunum, ávöxtum og grænmeti. Einn af hverjum níu af mannkyninu lifir við hungursneyð og árlega deyja meira en 3 milljónir barna úr hungri. Ef við myndum hætta að borða dýraafurðir, gætum við nýtt landið margfalt betur og gætum því útrýmt hungursneyð og í leiðinni snarminnkað gróðurhúsaáhrifin. En best af öllu, við gætum hætt að hafa samviskubit yfir því að koma illa fram við dýrin.Niðurstaða: Persónuleikar okkar eru jafn mismunandi og þeir eru margir, en langflest okkar eru á þeirri skoðun að við eigum að vera góð við aðra, menn og dýr. A.m.k. ættum við að gera okkar besta til að komast hjá því að skaða aðra. Það besta sem hægt er að gera fyrir dýrin, jörðina og okkur sjálf, er að hætta stuðningi við framleiðslu dýraafurða. Og ef við pælum í því, þá er það í fullkomnum takti við persónuleika okkar. Verum góð. Verum réttlát. Verum vegan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við mannfólk skilgreinum okkur út frá persónuleika, sem er að mestu leyti myndaður á mótunarárunum. Flest erum við t.d. alin upp við að við eigum að vera góð við dýrin og það er stór hluti af persónuleika okkar. Flest erum við líka alin upp við að borða kjöt og afurðir dýranna sem við eigum að vera góð við. Þessi tvískinnungur er að verða vandræðalegri með hverjum deginum, meðfram batnandi vitneskju okkar á hvað er innifalið í matnum okkar. Þegar við kaupum dýraafurð erum við að greiða atkvæði með því að dýr séu notuð gegn þeirra vilja, sem inniheldur alltaf þjáningar og endar alltaf með slátrun. Við erum ekki að vera góð við dýrin á meðan við styðjum við óþarfa misnotkun þeirra. Þvert á móti, erum við að taka þátt í mestu grimmd sögunnar. Meira en 150 milljarðar dýra eru drepin í dýraafurðaiðnaðinum á hverju ári. Þau hafa öll persónuleika eins og hundar og kettir og aðrar dýrategundir sem við höfum fengið að kynnast og vingast við. Þau hafa öll sömu getu og við til að upplifa gleði og vellíðan, sársauka og eymd. Það vilja fáir vera vondir við dýr en átta sig ekki á hversu slæm áhrif þeir eru að hafa á líf þessara einstaklinga. Dýraafurðaiðnaðurinn hefur með streitulausum herferðum plantað í okkur ímyndum af glöðum kúm og brosandi svínum og við höldum að það sé komið fram við dýrin af mannúð og virðingu, en raunveruleikinn er allt annar. Meira en 99% af dýraafurðum koma úr verksmiðjuframleiddum einstaklingum. Iðnaðarstaðlar eru meðal annars að skera gogga af hænum, hakka niður dags gamla hanaunga, aðskilja kálf og kú í síðasta lagi daginn eftir fæðingu og skorða óléttar gyltur svo þröngt að þær geta ekki snúið sér. Nýlega höfum við fengið innlendar fréttir af slíkri meðferð. Sorglega algengur misskilningur er að við þurfum á dýraafurðum að halda til að fá ákveðin næringarefni úr fæðunni, en staðreyndin er sú að við getum verið fullkomlega heilsuhraust án allra dýraafurða, þó að rannsóknir sem dýraafurðaiðnaðurinn hefur kostað ríkulega segi annað. Þar að auki er dýraafurðaiðnaðurinn fáránlega umhverfisspillandi. Meira en helmingur allrar mengunar af okkar völdum stafar af dýraafurðaiðnaðinum. Þriðjungur af landsvæði jarðar fer í að rækta fóður fyrir dýrin sem við borðum og fer vaxandi. Til að framleiða 1kg af kjöti þurfum við a.m.k. 14 sinnum meira landsvæði en það sem fer í að framleiða sama magn af baunum, ávöxtum og grænmeti. Einn af hverjum níu af mannkyninu lifir við hungursneyð og árlega deyja meira en 3 milljónir barna úr hungri. Ef við myndum hætta að borða dýraafurðir, gætum við nýtt landið margfalt betur og gætum því útrýmt hungursneyð og í leiðinni snarminnkað gróðurhúsaáhrifin. En best af öllu, við gætum hætt að hafa samviskubit yfir því að koma illa fram við dýrin.Niðurstaða: Persónuleikar okkar eru jafn mismunandi og þeir eru margir, en langflest okkar eru á þeirri skoðun að við eigum að vera góð við aðra, menn og dýr. A.m.k. ættum við að gera okkar besta til að komast hjá því að skaða aðra. Það besta sem hægt er að gera fyrir dýrin, jörðina og okkur sjálf, er að hætta stuðningi við framleiðslu dýraafurða. Og ef við pælum í því, þá er það í fullkomnum takti við persónuleika okkar. Verum góð. Verum réttlát. Verum vegan.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar