Við viljum að það sé tekið mark á okkur! Guðrún Ágústsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar