Er kirkjan til mannsins vegna eða maðurinn hennar vegna? Þórir Stephensen skrifar 8. október 2015 07:00 Hjónavígslur samkynhneigðra eru áberandi í þjóðfélagsumræðunni nú um stundir. Kirkjan er þó fyrir allnokkrum árum búin að samþykkja hana og hefur lagt prestum í hendur ritúal fyrir slíkar athafnir. Ég veit ekki til þess, að neinum samkynhneigðum pörum hafi verið neitað um vígslu og gleðst yfir því, enda væri slíkt illa gert. En vegna ákvæðis um samviskufrelsi gæti slík neitun samt átt sér stað og er, að mínum dómi, eitthvað það fráleitasta sem prestur getur gert. Fyrir mér eru málefni samkynhneigðar afar einföld. Í samtölum við sálfræðinga og foreldra fékk mín eigin hugsun staðfestingu. Kynhneigð þessa fólks, eins og annarra, er meðfædd. Þar með verður ekki undan því vikist að viðurkenna, að hún er sköpun Guðs. Og í mínum huga á hún öll sama rétt. Svo einfalt er það og meira þarf í raun ekki að segja. En þá aftur að fyrirsögninni. Hvað er kirkja? Hún er samfélag þeirra, sem trúa á Jesú Krist sem drottin sinn og frelsara. Hún er, með öðrum orðum, samfélag manna, sem vilja lifa samkvæmt kenningu og fordæmi smiðsins Jesú Jósefssonar frá Nasaret.Sjálfsögð gjörð Hvað kenndi hann þá, og hvaða fordæmi gaf hann? Um það er margt hægt að segja, en við skulum líka einfalda það. Hinn samkynhneigði hluti mannkyns hefur átt mjög erfitt og á það enn víða. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að skapa þessu fólki jafnrétti á flestum sviðum og yfirleitt umvafið það kærleika í samfélaginu. Mér finnst það hafa verið sjálfsögð gjörð. Þeir eru bræður okkar og systur. Það er grundvallaratriði í boðskap Krists að elska þau eins og okkur sjálf. Og hvar sem manneskja á erfitt, að ég tali nú ekki um þá sem sæta ofsóknum, þá er kallið sterkast til kristinna manna um hjálp, fórnfýsi, bróðerni. Þar hefur enginn leyfi til að spyrja um þjóðerni, trúarbrögð, kynhneigð eða annað. Þegar systkini þitt er hjálparþurfi, þá er skylda þín ljós. Þú hlýtur að gleðjast ef þú átt tækifæri til að hjálpa og þar eiga engar hugrenningar aðrar að komast að. Sumir hafa fundið að orðinu „hjón“ um samkynhneigt par. Ég hef svarað því til, að fyrst hægt sé að kalla konu prest, þá sé hitt í lagi. En margt í kringum þetta er nýtt og framandi. Ég er þó viss um, að við erum að skapa því betra samfélag eftir því sem jöfnuður, skilningur og umburðarlyndi fá betri vaxtarskilyrði. Jesús sagði komið til mín allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Sá sem reynir að leggja stein í veg fyrir hamingjusama sambúð samkynhneigðra, skilur ekki rétt dýptina í þessum boðskap. Kirkjan varð til mannsins vegna. Þar eiga að gilda orðin í sálminum fallega: „Í húsi mínu rúmast allir, allir.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Hjónavígslur samkynhneigðra eru áberandi í þjóðfélagsumræðunni nú um stundir. Kirkjan er þó fyrir allnokkrum árum búin að samþykkja hana og hefur lagt prestum í hendur ritúal fyrir slíkar athafnir. Ég veit ekki til þess, að neinum samkynhneigðum pörum hafi verið neitað um vígslu og gleðst yfir því, enda væri slíkt illa gert. En vegna ákvæðis um samviskufrelsi gæti slík neitun samt átt sér stað og er, að mínum dómi, eitthvað það fráleitasta sem prestur getur gert. Fyrir mér eru málefni samkynhneigðar afar einföld. Í samtölum við sálfræðinga og foreldra fékk mín eigin hugsun staðfestingu. Kynhneigð þessa fólks, eins og annarra, er meðfædd. Þar með verður ekki undan því vikist að viðurkenna, að hún er sköpun Guðs. Og í mínum huga á hún öll sama rétt. Svo einfalt er það og meira þarf í raun ekki að segja. En þá aftur að fyrirsögninni. Hvað er kirkja? Hún er samfélag þeirra, sem trúa á Jesú Krist sem drottin sinn og frelsara. Hún er, með öðrum orðum, samfélag manna, sem vilja lifa samkvæmt kenningu og fordæmi smiðsins Jesú Jósefssonar frá Nasaret.Sjálfsögð gjörð Hvað kenndi hann þá, og hvaða fordæmi gaf hann? Um það er margt hægt að segja, en við skulum líka einfalda það. Hinn samkynhneigði hluti mannkyns hefur átt mjög erfitt og á það enn víða. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að skapa þessu fólki jafnrétti á flestum sviðum og yfirleitt umvafið það kærleika í samfélaginu. Mér finnst það hafa verið sjálfsögð gjörð. Þeir eru bræður okkar og systur. Það er grundvallaratriði í boðskap Krists að elska þau eins og okkur sjálf. Og hvar sem manneskja á erfitt, að ég tali nú ekki um þá sem sæta ofsóknum, þá er kallið sterkast til kristinna manna um hjálp, fórnfýsi, bróðerni. Þar hefur enginn leyfi til að spyrja um þjóðerni, trúarbrögð, kynhneigð eða annað. Þegar systkini þitt er hjálparþurfi, þá er skylda þín ljós. Þú hlýtur að gleðjast ef þú átt tækifæri til að hjálpa og þar eiga engar hugrenningar aðrar að komast að. Sumir hafa fundið að orðinu „hjón“ um samkynhneigt par. Ég hef svarað því til, að fyrst hægt sé að kalla konu prest, þá sé hitt í lagi. En margt í kringum þetta er nýtt og framandi. Ég er þó viss um, að við erum að skapa því betra samfélag eftir því sem jöfnuður, skilningur og umburðarlyndi fá betri vaxtarskilyrði. Jesús sagði komið til mín allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Sá sem reynir að leggja stein í veg fyrir hamingjusama sambúð samkynhneigðra, skilur ekki rétt dýptina í þessum boðskap. Kirkjan varð til mannsins vegna. Þar eiga að gilda orðin í sálminum fallega: „Í húsi mínu rúmast allir, allir.“
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar