Er kirkjan til mannsins vegna eða maðurinn hennar vegna? Þórir Stephensen skrifar 8. október 2015 07:00 Hjónavígslur samkynhneigðra eru áberandi í þjóðfélagsumræðunni nú um stundir. Kirkjan er þó fyrir allnokkrum árum búin að samþykkja hana og hefur lagt prestum í hendur ritúal fyrir slíkar athafnir. Ég veit ekki til þess, að neinum samkynhneigðum pörum hafi verið neitað um vígslu og gleðst yfir því, enda væri slíkt illa gert. En vegna ákvæðis um samviskufrelsi gæti slík neitun samt átt sér stað og er, að mínum dómi, eitthvað það fráleitasta sem prestur getur gert. Fyrir mér eru málefni samkynhneigðar afar einföld. Í samtölum við sálfræðinga og foreldra fékk mín eigin hugsun staðfestingu. Kynhneigð þessa fólks, eins og annarra, er meðfædd. Þar með verður ekki undan því vikist að viðurkenna, að hún er sköpun Guðs. Og í mínum huga á hún öll sama rétt. Svo einfalt er það og meira þarf í raun ekki að segja. En þá aftur að fyrirsögninni. Hvað er kirkja? Hún er samfélag þeirra, sem trúa á Jesú Krist sem drottin sinn og frelsara. Hún er, með öðrum orðum, samfélag manna, sem vilja lifa samkvæmt kenningu og fordæmi smiðsins Jesú Jósefssonar frá Nasaret.Sjálfsögð gjörð Hvað kenndi hann þá, og hvaða fordæmi gaf hann? Um það er margt hægt að segja, en við skulum líka einfalda það. Hinn samkynhneigði hluti mannkyns hefur átt mjög erfitt og á það enn víða. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að skapa þessu fólki jafnrétti á flestum sviðum og yfirleitt umvafið það kærleika í samfélaginu. Mér finnst það hafa verið sjálfsögð gjörð. Þeir eru bræður okkar og systur. Það er grundvallaratriði í boðskap Krists að elska þau eins og okkur sjálf. Og hvar sem manneskja á erfitt, að ég tali nú ekki um þá sem sæta ofsóknum, þá er kallið sterkast til kristinna manna um hjálp, fórnfýsi, bróðerni. Þar hefur enginn leyfi til að spyrja um þjóðerni, trúarbrögð, kynhneigð eða annað. Þegar systkini þitt er hjálparþurfi, þá er skylda þín ljós. Þú hlýtur að gleðjast ef þú átt tækifæri til að hjálpa og þar eiga engar hugrenningar aðrar að komast að. Sumir hafa fundið að orðinu „hjón“ um samkynhneigt par. Ég hef svarað því til, að fyrst hægt sé að kalla konu prest, þá sé hitt í lagi. En margt í kringum þetta er nýtt og framandi. Ég er þó viss um, að við erum að skapa því betra samfélag eftir því sem jöfnuður, skilningur og umburðarlyndi fá betri vaxtarskilyrði. Jesús sagði komið til mín allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Sá sem reynir að leggja stein í veg fyrir hamingjusama sambúð samkynhneigðra, skilur ekki rétt dýptina í þessum boðskap. Kirkjan varð til mannsins vegna. Þar eiga að gilda orðin í sálminum fallega: „Í húsi mínu rúmast allir, allir.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Hjónavígslur samkynhneigðra eru áberandi í þjóðfélagsumræðunni nú um stundir. Kirkjan er þó fyrir allnokkrum árum búin að samþykkja hana og hefur lagt prestum í hendur ritúal fyrir slíkar athafnir. Ég veit ekki til þess, að neinum samkynhneigðum pörum hafi verið neitað um vígslu og gleðst yfir því, enda væri slíkt illa gert. En vegna ákvæðis um samviskufrelsi gæti slík neitun samt átt sér stað og er, að mínum dómi, eitthvað það fráleitasta sem prestur getur gert. Fyrir mér eru málefni samkynhneigðar afar einföld. Í samtölum við sálfræðinga og foreldra fékk mín eigin hugsun staðfestingu. Kynhneigð þessa fólks, eins og annarra, er meðfædd. Þar með verður ekki undan því vikist að viðurkenna, að hún er sköpun Guðs. Og í mínum huga á hún öll sama rétt. Svo einfalt er það og meira þarf í raun ekki að segja. En þá aftur að fyrirsögninni. Hvað er kirkja? Hún er samfélag þeirra, sem trúa á Jesú Krist sem drottin sinn og frelsara. Hún er, með öðrum orðum, samfélag manna, sem vilja lifa samkvæmt kenningu og fordæmi smiðsins Jesú Jósefssonar frá Nasaret.Sjálfsögð gjörð Hvað kenndi hann þá, og hvaða fordæmi gaf hann? Um það er margt hægt að segja, en við skulum líka einfalda það. Hinn samkynhneigði hluti mannkyns hefur átt mjög erfitt og á það enn víða. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að skapa þessu fólki jafnrétti á flestum sviðum og yfirleitt umvafið það kærleika í samfélaginu. Mér finnst það hafa verið sjálfsögð gjörð. Þeir eru bræður okkar og systur. Það er grundvallaratriði í boðskap Krists að elska þau eins og okkur sjálf. Og hvar sem manneskja á erfitt, að ég tali nú ekki um þá sem sæta ofsóknum, þá er kallið sterkast til kristinna manna um hjálp, fórnfýsi, bróðerni. Þar hefur enginn leyfi til að spyrja um þjóðerni, trúarbrögð, kynhneigð eða annað. Þegar systkini þitt er hjálparþurfi, þá er skylda þín ljós. Þú hlýtur að gleðjast ef þú átt tækifæri til að hjálpa og þar eiga engar hugrenningar aðrar að komast að. Sumir hafa fundið að orðinu „hjón“ um samkynhneigt par. Ég hef svarað því til, að fyrst hægt sé að kalla konu prest, þá sé hitt í lagi. En margt í kringum þetta er nýtt og framandi. Ég er þó viss um, að við erum að skapa því betra samfélag eftir því sem jöfnuður, skilningur og umburðarlyndi fá betri vaxtarskilyrði. Jesús sagði komið til mín allir, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Sá sem reynir að leggja stein í veg fyrir hamingjusama sambúð samkynhneigðra, skilur ekki rétt dýptina í þessum boðskap. Kirkjan varð til mannsins vegna. Þar eiga að gilda orðin í sálminum fallega: „Í húsi mínu rúmast allir, allir.“
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun