Við erum ekki „eymingjavædd“! Ólafur Ólafsson skrifar 8. október 2015 10:30 Á síðustu dögum hefur orðið „veikindavæðing“ birst á síðum dagblaðanna. Við nánari skoðun kemur í ljós að strax eftir hrunið 2008 fjölgaði atvinnulausu vinnufæru fólki og þeim sem ekki náðu að framfæra fjölskylduna á þeim láglaunum sem buðust. Í ofanálag bættust við unglingar er horfið hafa úr framhaldsnámi og einnig vímuefnaneytendur. Hér er stuðst við tölur frá Reykjavík og Hafnarfirði. Afleiðingar hrunsins voru þær að margir höfðu vart til hnífs og skeiðar. Sveitarfélögin gripu því til þess ráðs að veita fólki tímabundna fjárhagsaðstoð í stað þess að þvinga fólk til örorkubóta. Þetta var óvenju skynsamleg ráðstöfun enda eðlilegt að sveitarfélögin sinni málinu en ekki læknar. Nútímavæðingu í framhaldsskólanámi sem ýmsir kennarar hafa krafist hefur þó seinkað. Nú er ljóst að í kjölfar bætts efnahagsástands hefur þeim er þurfa slíka fjárhagsaðstoð fækkað um 30 til 40%. Við þessar aðstæður er ekki úr vegi að birta nokkrar upplýsingar um mátt og megin landans.Þess má geta að greiðslur Almannatrygginga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu til aldurhópsins 55-64 ára eru næstum 3x hærri á Norðurlöndum en á Íslandi. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland lágtekjuland þrátt fyrir að neysluvörur séu dýrar. Ljóst er að Íslendingar eru óvenju vinnufúsir enda marktækt hærra hlutfall íbúa yngri sem eldri virkt í starfi í samanburði við önnur Vesturlönd. Svipaðar niðurstöður birtust í rannsókn Hjartaverndar fyrir um 35 árum. Lífeyristökualdur, þ.e. þegar fólk hverfur úr starfi, er langhæstur á Íslandi borið saman við vestræn ríki. Réttindaaldur er einna hæstur á Íslandi. Meðalvinnutími á ári er einnig langhæstur á Íslandi og þýðir að almenningur starfar næstum einn aukamánuð á ári í samanburði við önnur vestræn ríki. Að lokum má geta þess að tíðni örorku er lág á Íslandi á miðað við Norðurlönd. Að þessu má ráða að hlutfall íbúa sem vinnur lengstan vinnutíma er marktækt hærra en austan hafs og vestan. Má vera að Íslendingar séu „lengur að því“. Mikilvægt er að geta þess að lítið hefur verið gert úr framleiðni Íslendinga. Í skýrslum Hagstofu Íslands (Landshagir 2014) kemur fram að Ísland er áttunda til níunda í röðinni 25 OECD-landa er gefa upp landsframleiðslu. „Fulltrúar þjóðarinnar“ þurfa að þekkja þessar staðreyndir. Sé ég ekki ástæðu til að veikindavæða umræðuna en framhaldsskólanámið verður að nútímavæða og efla varnir gegn vímuefnanotkun. Vissulega á að hvetja fólk til starfa og jafnvel skilyrða samfélagsaðstoðina.Heimildir: Upplýsingar frá „Þróun velferðar“ 2012 eftir G.B. Eydal og Stefán Ólafsson.Global Age Watch. „Why Icelanders do not retire early“ eftir T.T. Herbertsson.Landshagir 2014. Hagstofa Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur orðið „veikindavæðing“ birst á síðum dagblaðanna. Við nánari skoðun kemur í ljós að strax eftir hrunið 2008 fjölgaði atvinnulausu vinnufæru fólki og þeim sem ekki náðu að framfæra fjölskylduna á þeim láglaunum sem buðust. Í ofanálag bættust við unglingar er horfið hafa úr framhaldsnámi og einnig vímuefnaneytendur. Hér er stuðst við tölur frá Reykjavík og Hafnarfirði. Afleiðingar hrunsins voru þær að margir höfðu vart til hnífs og skeiðar. Sveitarfélögin gripu því til þess ráðs að veita fólki tímabundna fjárhagsaðstoð í stað þess að þvinga fólk til örorkubóta. Þetta var óvenju skynsamleg ráðstöfun enda eðlilegt að sveitarfélögin sinni málinu en ekki læknar. Nútímavæðingu í framhaldsskólanámi sem ýmsir kennarar hafa krafist hefur þó seinkað. Nú er ljóst að í kjölfar bætts efnahagsástands hefur þeim er þurfa slíka fjárhagsaðstoð fækkað um 30 til 40%. Við þessar aðstæður er ekki úr vegi að birta nokkrar upplýsingar um mátt og megin landans.Þess má geta að greiðslur Almannatrygginga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu til aldurhópsins 55-64 ára eru næstum 3x hærri á Norðurlöndum en á Íslandi. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland lágtekjuland þrátt fyrir að neysluvörur séu dýrar. Ljóst er að Íslendingar eru óvenju vinnufúsir enda marktækt hærra hlutfall íbúa yngri sem eldri virkt í starfi í samanburði við önnur Vesturlönd. Svipaðar niðurstöður birtust í rannsókn Hjartaverndar fyrir um 35 árum. Lífeyristökualdur, þ.e. þegar fólk hverfur úr starfi, er langhæstur á Íslandi borið saman við vestræn ríki. Réttindaaldur er einna hæstur á Íslandi. Meðalvinnutími á ári er einnig langhæstur á Íslandi og þýðir að almenningur starfar næstum einn aukamánuð á ári í samanburði við önnur vestræn ríki. Að lokum má geta þess að tíðni örorku er lág á Íslandi á miðað við Norðurlönd. Að þessu má ráða að hlutfall íbúa sem vinnur lengstan vinnutíma er marktækt hærra en austan hafs og vestan. Má vera að Íslendingar séu „lengur að því“. Mikilvægt er að geta þess að lítið hefur verið gert úr framleiðni Íslendinga. Í skýrslum Hagstofu Íslands (Landshagir 2014) kemur fram að Ísland er áttunda til níunda í röðinni 25 OECD-landa er gefa upp landsframleiðslu. „Fulltrúar þjóðarinnar“ þurfa að þekkja þessar staðreyndir. Sé ég ekki ástæðu til að veikindavæða umræðuna en framhaldsskólanámið verður að nútímavæða og efla varnir gegn vímuefnanotkun. Vissulega á að hvetja fólk til starfa og jafnvel skilyrða samfélagsaðstoðina.Heimildir: Upplýsingar frá „Þróun velferðar“ 2012 eftir G.B. Eydal og Stefán Ólafsson.Global Age Watch. „Why Icelanders do not retire early“ eftir T.T. Herbertsson.Landshagir 2014. Hagstofa Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar