Nýsköpun og velferðartækni Halldór S. Guðmundsson og Þór G. Þórarinsson skrifar 9. október 2015 07:00 Velferðartækni og nýsköpun eru leiðandi hugtök í umræðu um velferðarþjónustu samtímans. Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu snertir í raun mörg hugtök sem með ýmsum hætti lýsa tæknilegum lausnum sem hægt er að nota í þágu einstaklinga til að viðhalda eða auka færni sína, samfélagsþátttöku og lífsgæði. Norðurlöndin hafa á síðustu árum unnið markvisst að athugunum á og umfjöllun um helstu viðfangsefni velferðarþjónustunnar og þær áskoranir sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum og áratugum. Í þeirri greiningarvinnu hefur berlega komið í ljós að takast þarf á við verkefni velferðarþjónustunnar á annan hátt en verið hefur og nýta kosti nútímatækni eins og kostur er. Forsenda þróunar í nýsköpun og tækni innan velferðarþjónustunnar mun því kjarnast um breytingar á framkvæmd hennar. Hefja þarf markvissa umræðu hér á landi, sem miðar að stefnumörkun og áherslum um hvernig velferðartæknin verði sjálfsagður hluti þjónustunnar. Það þýðir að nýsköpun og tæknilegar lausnir þurfa að vera eðlilegur hluti af heildarferli eða verkfærakistu starfsfólks innan velferðarþjónustunnar. Starfsfólk þarf að hafa yfirsýn, kunnáttu og færni til að leggja mat á hentugar tæknilegar úrlausnir fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð. Tryggja þarf að hlutverk þeirra sem bera ábyrgð á framvindu verkefna á þessu sviði sé skilgreint, bæði hvað varðar útfærslu tæknilausna og innleiðingar.Notendahópurinn mun stækka Hugtakið velferðartækni (velferdsteknologi) er ekki einsleitt hugtak heldur er það notað sem samheiti yfir fjölmargar tæknitengdar lausnir. Notendamiðaðar tæknilausnir eru til þess fallnar að aðstoða einstaklinga við not á einu eða fleiri úrræðum sem starfrækt eru á vegum opinberra- eða einkaaðila. Tækni er notuð til þess að styðja við eða auka öryggi við athafnir dagslegs lífs og hreyfanleika innan og utan heimilis sem og til samskipta. Tæknilausnir hafa hingað til einna helst nýst eldri borgurum, einstaklingum með langvarandi sjúkdóma og fólki með mismunandi tegundir fötlunar. Til framtíðar litið er ljóst að notendahópurinn mun stækka sem kallar á skilvirkari notkun þekkingar og reynslu á sviðinu. Velferðarráðuneytið hefur nú lagt fram stefnuskjal á sviði velferðartækni í félagsþjónustu. Stefnuskjalið er afrakstur nefndarvinnu og aðkomu fjölmargra aðila og ætti að verða vegvísir og fyrirmynd að frekari útfærslum hjá ríki, sveitarfélögum og einkaaðilum. Flestum er ljóst að mikil tækifæri eru til að efla almennt og notendamiða velferðarþjónustuna með aukinni tækni, nýjum aðferðum og úrræðum, sérstaklega á vettvangi nærþjónustu sveitarfélaga. Stefnuskjal félags- og húsnæðismálaráðherra, gefur tóninn fyrir spennandi tíma í endurmati velferðarþjónustunnar og þróun nýrrar og tæknilegrar velferðarþjónustu. Kjarnaþættir í þeirri framtíð eru samvinna, markviss undirbúningur sem byggir á þekkingu og lausnaleit, samhliða miðlun reynslu og mati á árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Velferðartækni og nýsköpun eru leiðandi hugtök í umræðu um velferðarþjónustu samtímans. Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu snertir í raun mörg hugtök sem með ýmsum hætti lýsa tæknilegum lausnum sem hægt er að nota í þágu einstaklinga til að viðhalda eða auka færni sína, samfélagsþátttöku og lífsgæði. Norðurlöndin hafa á síðustu árum unnið markvisst að athugunum á og umfjöllun um helstu viðfangsefni velferðarþjónustunnar og þær áskoranir sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum og áratugum. Í þeirri greiningarvinnu hefur berlega komið í ljós að takast þarf á við verkefni velferðarþjónustunnar á annan hátt en verið hefur og nýta kosti nútímatækni eins og kostur er. Forsenda þróunar í nýsköpun og tækni innan velferðarþjónustunnar mun því kjarnast um breytingar á framkvæmd hennar. Hefja þarf markvissa umræðu hér á landi, sem miðar að stefnumörkun og áherslum um hvernig velferðartæknin verði sjálfsagður hluti þjónustunnar. Það þýðir að nýsköpun og tæknilegar lausnir þurfa að vera eðlilegur hluti af heildarferli eða verkfærakistu starfsfólks innan velferðarþjónustunnar. Starfsfólk þarf að hafa yfirsýn, kunnáttu og færni til að leggja mat á hentugar tæknilegar úrlausnir fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð. Tryggja þarf að hlutverk þeirra sem bera ábyrgð á framvindu verkefna á þessu sviði sé skilgreint, bæði hvað varðar útfærslu tæknilausna og innleiðingar.Notendahópurinn mun stækka Hugtakið velferðartækni (velferdsteknologi) er ekki einsleitt hugtak heldur er það notað sem samheiti yfir fjölmargar tæknitengdar lausnir. Notendamiðaðar tæknilausnir eru til þess fallnar að aðstoða einstaklinga við not á einu eða fleiri úrræðum sem starfrækt eru á vegum opinberra- eða einkaaðila. Tækni er notuð til þess að styðja við eða auka öryggi við athafnir dagslegs lífs og hreyfanleika innan og utan heimilis sem og til samskipta. Tæknilausnir hafa hingað til einna helst nýst eldri borgurum, einstaklingum með langvarandi sjúkdóma og fólki með mismunandi tegundir fötlunar. Til framtíðar litið er ljóst að notendahópurinn mun stækka sem kallar á skilvirkari notkun þekkingar og reynslu á sviðinu. Velferðarráðuneytið hefur nú lagt fram stefnuskjal á sviði velferðartækni í félagsþjónustu. Stefnuskjalið er afrakstur nefndarvinnu og aðkomu fjölmargra aðila og ætti að verða vegvísir og fyrirmynd að frekari útfærslum hjá ríki, sveitarfélögum og einkaaðilum. Flestum er ljóst að mikil tækifæri eru til að efla almennt og notendamiða velferðarþjónustuna með aukinni tækni, nýjum aðferðum og úrræðum, sérstaklega á vettvangi nærþjónustu sveitarfélaga. Stefnuskjal félags- og húsnæðismálaráðherra, gefur tóninn fyrir spennandi tíma í endurmati velferðarþjónustunnar og þróun nýrrar og tæknilegrar velferðarþjónustu. Kjarnaþættir í þeirri framtíð eru samvinna, markviss undirbúningur sem byggir á þekkingu og lausnaleit, samhliða miðlun reynslu og mati á árangri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar