Geðræn veikindi eru raunveruleg veikindi Anna Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar 9. október 2015 07:00 Vinnuveitandi tekur upp símann. Starfsmaður tilkynnir um veikindi – þunglyndi. Óþreyjufullur segir vinnuveitandinn honum að skella í sig kaffi, fara í sturtu og drulla sér síðan í vinnuna. Annar starfsmaður tilkynnir um veikindi á hinni línunni – flensu. Samúðarfullur ávarpar vinnuveitandinn starfsmanninn með orðunum „elsku karlinn“ þannig að öllum er ljóst að hann mætir fullum skilningi vinnuveitandans á því að hann þurfi svigrúm til að hvílast og ná fullri heilsu. Þessi viðbrögð vinnuveitandans í myndbandi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um fordóma gagnvart fötluðu fólki á vinnumarkaði á www.obi.is eru ekki einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði. Því miður er alltof algengt að vinnuveitendur bregðist með öðrum hætti við geðrænum en líkamlegum veikindum starfsmanna sinna. Stundum er jafnvel gefið í skyn að geðræn veikindi séu ekki raunveruleg veikindi heldur leti eða val um að svíkjast undan. Ef tekið er mið af því að 22-25% af öllum íbúum hins vestræna heims glíma einhvern tíma á ævinni við geðröskun af einhverju tagi standa langflestir stjórnendur einhvern tíma á starfsferli sínum frammi fyrir því að bregðast við geðrænum veikindum starfsmann sinna. Brýnt er að þeir átti sig á eðli geðrænna veikinda og bregðist við þeim með sama hætti og líkamlegum veikindum.Geta haft úrslitaáhrif Viðbrögð vinnuveitenda við geðrænum veikindum starfsmanna geta haft úrslitaáhrif á líðan og bata viðkomandi starfsmanns. Öflugur stuðningur yfirmannsins auðveldar starfsmanninum að nýta sér viðeigandi úrræði, mæta gömlu vinnufélögunum að nýju og stuðla að eigin bata með því að hefja aftur störf. Meðvitund annarra starfsmanna dregur í senn úr hættunni á misskilningi og fordómum og auðveldar starfsmanninum að hefja aftur störf. Vinnuveitendur stuðla að vellíðan og góðri geðheilsu á vinnustað með því að tryggja gott starfsumhverfi, t.a.m. ákjósanlegar vinnuaðstæður, hóflegt vinnuálag, öflugt upplýsingastreymi og opna samskiptamenningu. Með sama hætti er brýnt að stjórnendur hafi vakandi auga með vísbendingum hjá starfsmönnum sínum um hugsanlega geðræna erfiðleika. Hér er t.a.m. átt við orkuleysi, óútskýrða fjarveru og tilfinningasveiflur. Síðast en ekki síst ættu stjórnendur ávallt að vera í góðum tengslum við næstu undirmenn sína til að geta veitt þeim viðeigandi stuðning án tafar þegar á þarf að halda. Fordómar gagnvart fötluðu fólki eins og lýst er í myndböndum ÖBÍ eru í senn svartur blettur á íslensku samfélagi og alvarlegt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðs fólks. Enda þótt íslensk stjórnvöld hafi skrifað undir samninginn hefur hann ekki enn verið fullgiltur. Almenningur er hvattur til skrifa undir áskorun til íslenskra stjórnvalda á www.obi.is um að fullgilda samninginn á yfirstandandi þingi og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til réttlátara og mannlegra samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Vinnuveitandi tekur upp símann. Starfsmaður tilkynnir um veikindi – þunglyndi. Óþreyjufullur segir vinnuveitandinn honum að skella í sig kaffi, fara í sturtu og drulla sér síðan í vinnuna. Annar starfsmaður tilkynnir um veikindi á hinni línunni – flensu. Samúðarfullur ávarpar vinnuveitandinn starfsmanninn með orðunum „elsku karlinn“ þannig að öllum er ljóst að hann mætir fullum skilningi vinnuveitandans á því að hann þurfi svigrúm til að hvílast og ná fullri heilsu. Þessi viðbrögð vinnuveitandans í myndbandi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um fordóma gagnvart fötluðu fólki á vinnumarkaði á www.obi.is eru ekki einsdæmi á íslenskum vinnumarkaði. Því miður er alltof algengt að vinnuveitendur bregðist með öðrum hætti við geðrænum en líkamlegum veikindum starfsmanna sinna. Stundum er jafnvel gefið í skyn að geðræn veikindi séu ekki raunveruleg veikindi heldur leti eða val um að svíkjast undan. Ef tekið er mið af því að 22-25% af öllum íbúum hins vestræna heims glíma einhvern tíma á ævinni við geðröskun af einhverju tagi standa langflestir stjórnendur einhvern tíma á starfsferli sínum frammi fyrir því að bregðast við geðrænum veikindum starfsmann sinna. Brýnt er að þeir átti sig á eðli geðrænna veikinda og bregðist við þeim með sama hætti og líkamlegum veikindum.Geta haft úrslitaáhrif Viðbrögð vinnuveitenda við geðrænum veikindum starfsmanna geta haft úrslitaáhrif á líðan og bata viðkomandi starfsmanns. Öflugur stuðningur yfirmannsins auðveldar starfsmanninum að nýta sér viðeigandi úrræði, mæta gömlu vinnufélögunum að nýju og stuðla að eigin bata með því að hefja aftur störf. Meðvitund annarra starfsmanna dregur í senn úr hættunni á misskilningi og fordómum og auðveldar starfsmanninum að hefja aftur störf. Vinnuveitendur stuðla að vellíðan og góðri geðheilsu á vinnustað með því að tryggja gott starfsumhverfi, t.a.m. ákjósanlegar vinnuaðstæður, hóflegt vinnuálag, öflugt upplýsingastreymi og opna samskiptamenningu. Með sama hætti er brýnt að stjórnendur hafi vakandi auga með vísbendingum hjá starfsmönnum sínum um hugsanlega geðræna erfiðleika. Hér er t.a.m. átt við orkuleysi, óútskýrða fjarveru og tilfinningasveiflur. Síðast en ekki síst ættu stjórnendur ávallt að vera í góðum tengslum við næstu undirmenn sína til að geta veitt þeim viðeigandi stuðning án tafar þegar á þarf að halda. Fordómar gagnvart fötluðu fólki eins og lýst er í myndböndum ÖBÍ eru í senn svartur blettur á íslensku samfélagi og alvarlegt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi fatlaðs fólks. Enda þótt íslensk stjórnvöld hafi skrifað undir samninginn hefur hann ekki enn verið fullgiltur. Almenningur er hvattur til skrifa undir áskorun til íslenskra stjórnvalda á www.obi.is um að fullgilda samninginn á yfirstandandi þingi og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til réttlátara og mannlegra samfélags.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun