Vill nýjar höfuðstöðvar fyrir WOW á Kársnesi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. október 2015 08:00 „Markmið WOW air er að byggja glæsilegar höfuðstöðvar,“ segir í bréfi Skúla Mogensen forstjóra til Kópavogsbæjar. vísir/vilhelm Flugfélagið WOW air hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði miðað við fullbyggða lóð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Bréfið var til umræðu á bæjarráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar WOW eru núna í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru samtals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa nú 200 manns á sumrin. Ekki náðist í Skúla Mogensen í gær en í bréfi hans segir að gert sé ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW air verði opin veitingasala með ókeypis nettengingu til afnota fyrir almenning. Opið rými gæti nýst fyrir listsýningar og aðra menningarviðburði. Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arkitektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrirhugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþreyingu. „Félagið sér fyrir sér að við eða undir húsinu verði aðstaða fyrir smábáta og kajaka og að á lóðinni verði komið fyrir listaverkum úr safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi Skúla sem er þekktur listaverkasafnari.Ármann Kr. ÓlafssonÁrmann bæjarstjóri segir að Kársnesið sé í þróun. Meginbreytingin muni felast í því að í kringum höfnina sé að aukast byggð á kostnað atvinnuhúsnæðis. „Og það hefur nú verið talað um að höfnin verði yndishöfn þar sem verði byggðarkjarni í kring og tækifærin sem höfnin gefur til útivistar og að njóta þess að vera í nágrenni við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann. En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á Kársnesi sem ekki verði hróflað við. „Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúðabyggðar og atvinnusvæðis.“ Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð undir byggingu níu þúsund fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæðis við sjávarsíðuna á Kársnesi. Fyrsti áfangi hússins á að vera tilbúinn á árinu 2017 eða 2018. Áætluð bílastæðaþörf er 200 stæði miðað við fullbyggða lóð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins, til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Bréfið var til umræðu á bæjarráðsfundi í gær. Höfuðstöðvar WOW eru núna í Katrínartúni og Bríetartúni í Reykjavík og eru samtals tvö þúsund fermetrar. Þar starfa nú 200 manns á sumrin. Ekki náðist í Skúla Mogensen í gær en í bréfi hans segir að gert sé ráð fyrir að í höfuðstöðvum WOW air verði opin veitingasala með ókeypis nettengingu til afnota fyrir almenning. Opið rými gæti nýst fyrir listsýningar og aðra menningarviðburði. Þá segir að WOW air muni halda samkeppni fjögurra eða fimm arkitektastofa um hönnunina. Hugað verði að tengingum við göngu-, hlaupa- og hjólreiðastíga og fyrirhugaða Fossvogsbrú. Lóðin eigi að hluta að nýtast almenningi og geti orðið áfangastaður fyrir þá sem fara um svæðið með einhverri afþreyingu. „Félagið sér fyrir sér að við eða undir húsinu verði aðstaða fyrir smábáta og kajaka og að á lóðinni verði komið fyrir listaverkum úr safni eiganda félagsins,“ segir í bréfi Skúla sem er þekktur listaverkasafnari.Ármann Kr. ÓlafssonÁrmann bæjarstjóri segir að Kársnesið sé í þróun. Meginbreytingin muni felast í því að í kringum höfnina sé að aukast byggð á kostnað atvinnuhúsnæðis. „Og það hefur nú verið talað um að höfnin verði yndishöfn þar sem verði byggðarkjarni í kring og tækifærin sem höfnin gefur til útivistar og að njóta þess að vera í nágrenni við sjóinn verði nýtt,“ segir Ármann. En jafnframt sé atvinnuhúsnæði á Kársnesi sem ekki verði hróflað við. „Þetta býður upp á blandaða byggð og getur verið skemmtilegt að þróa tengingu á milli íbúðabyggðar og atvinnusvæðis.“
Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira