Áburðarverksmiðjur framtíðarinnar Guðni Rúnar Gíslason skrifar 30. september 2015 07:00 „Já, eru þið bara eitthvað að leika ykkur og svona?,“ segir hinn pabbinn úti á róló þegar talið berst að því að ég starfi við tölvuleikjagerð. Það er kannski ekki skrítið að það vefjist fyrir einhverjum að þeir sem skapa tölvuleiki séu raunverulega að vinna, og fái jafnvel greidd laun fyrir þetta grín og hvað þá að þeir séu að skapa verðmæti. Það getur líka komið á óvart að fjárfestar séu síðan meira en tilbúnir að setja fjármagn í slík verkefni í staðinn fyrir ríkisskuldabréf og fasteignir innan hafta. Raunveruleikinn er samt sem áður sá að tölvuleikjaiðnaðurinn er kominn til að vera á Íslandi. Ákveðið spurningaver á Laugavegi er raunar með svipaðan starfsmannafjölda og væntanlegt kísilver á Bakka. En svona bransi er auðvitað ekki án áhættu. Allir sem koma að verkefninu taka samt meðvitaða áhættu vegna þess að þeir hafa trú á því. Fjárfestar, stofnendur og starfsmenn þurfa að trúa því að teymið nái að sigla því í höfn og í gegnum þær hindranir og höft sem þarf að yfirstíga. Fjölmargar áskoranir eru fram undan fyrir tölvuleikjaiðnaðinn en þær eru yfirstíganlegar. Hvort sem þær felast í umhverfinu sem fyrirtækin starfa í eða verkefnunum sjálfum. Það er nefnilega svona sem áburðarverksmiðjur framtíðarinnar rísa, ekki með hagkvæmnisathugun ríkisins eins og sumir þingmenn virðast telja heldur að frumkvæði þeirra sem hafa trú á verkefninu og sem setja saman teymi sem drífur það áfram. Einn dag í einu, eitt skref í einu og einn leik í einu. Iðnaðurinn sjálfur og fólkið innan hans hefur líka verið að þroskast. Það er á undanhaldi að menn líti á það sem sjálfsagðan hlut að ný fyrirtæki innan iðnaðarins séu rekin áfram af krökkum í sjálfboðavinnu. Fyrirtækin eru einfaldlega orðin þróaðri og búin að koma sér upp vinnumenningu sem er miklu afkastameiri í gæðum en sjálfboðavinnan gefur af sér. Til lengri tíma litið mun það skila okkur frábærum fyrirtækjum sem bjóða upp á spennandi störf í sívaxandi iðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
„Já, eru þið bara eitthvað að leika ykkur og svona?,“ segir hinn pabbinn úti á róló þegar talið berst að því að ég starfi við tölvuleikjagerð. Það er kannski ekki skrítið að það vefjist fyrir einhverjum að þeir sem skapa tölvuleiki séu raunverulega að vinna, og fái jafnvel greidd laun fyrir þetta grín og hvað þá að þeir séu að skapa verðmæti. Það getur líka komið á óvart að fjárfestar séu síðan meira en tilbúnir að setja fjármagn í slík verkefni í staðinn fyrir ríkisskuldabréf og fasteignir innan hafta. Raunveruleikinn er samt sem áður sá að tölvuleikjaiðnaðurinn er kominn til að vera á Íslandi. Ákveðið spurningaver á Laugavegi er raunar með svipaðan starfsmannafjölda og væntanlegt kísilver á Bakka. En svona bransi er auðvitað ekki án áhættu. Allir sem koma að verkefninu taka samt meðvitaða áhættu vegna þess að þeir hafa trú á því. Fjárfestar, stofnendur og starfsmenn þurfa að trúa því að teymið nái að sigla því í höfn og í gegnum þær hindranir og höft sem þarf að yfirstíga. Fjölmargar áskoranir eru fram undan fyrir tölvuleikjaiðnaðinn en þær eru yfirstíganlegar. Hvort sem þær felast í umhverfinu sem fyrirtækin starfa í eða verkefnunum sjálfum. Það er nefnilega svona sem áburðarverksmiðjur framtíðarinnar rísa, ekki með hagkvæmnisathugun ríkisins eins og sumir þingmenn virðast telja heldur að frumkvæði þeirra sem hafa trú á verkefninu og sem setja saman teymi sem drífur það áfram. Einn dag í einu, eitt skref í einu og einn leik í einu. Iðnaðurinn sjálfur og fólkið innan hans hefur líka verið að þroskast. Það er á undanhaldi að menn líti á það sem sjálfsagðan hlut að ný fyrirtæki innan iðnaðarins séu rekin áfram af krökkum í sjálfboðavinnu. Fyrirtækin eru einfaldlega orðin þróaðri og búin að koma sér upp vinnumenningu sem er miklu afkastameiri í gæðum en sjálfboðavinnan gefur af sér. Til lengri tíma litið mun það skila okkur frábærum fyrirtækjum sem bjóða upp á spennandi störf í sívaxandi iðnaði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar