Flugfélag Íslands mun hefja áætlunarflug til Kangerlussuaq á Grænlandi í júní 2016. Kangerlussuaq, sem er á vesturströnd Grænlands, verður þá fimmti áfangastaður félagsins en það flýgur einnig til Kulusuk, Nuuk, Narsarsuaq og Ilulissat, segir í tilkynningu frá félaginu.
Á næstu mánuðum mun Flugfélag Íslands taka í notkun þrjár Bombardier Q400 flugvélar, og munu þær verða notaðar í flugið til Kangerlussuaq. Flogið verður til og frá Keflavík tvo daga í viku frá júní til loka ágúst og verða tímasetningar þannig að góðar tengingar verða við annað millilandaflug til og frá Keflavík.
Kangerlussuaq á Grænlandi nýr áfangastaður Flugfélags Íslands
