Launakjör starfsstétta á Íslandi Svavar T. Óskarsson skrifar 24. september 2015 08:00 Tilefni þessara skrifa eru launadeilur aðila vinnumarkaðarins almennt og þá sérstaklega heilbrigðisþjónustunnar. Ekki verður fjallað hér um þær alvarlegu afleiðingar sem þessar deilur í heilbrigðisþjónustunni hafa haft í för með sér fyrir þolendur sem margir hverjir hafa þurft að búa við mikla vanlíðan, m.a. vegna þess að þeim hefur verið neitað um bráðaþjónustu og þess í stað settir á biðlista, jafnvel allt upp í átta mánuði. Rót vandansHvers vegna getum við ekki, í okkar fámenna og auðlindaríka landi, sameinast um skilvirka og sanngjarna launastefnu? Er rót vandans sérhagsmunir ýmissa starfsstétta og atvinnurekenda hér á landi sem starfa í fákeppni eða einokunarstöðu, t.d. fjármálastarfsemi, heilbrigðis- og menntastarfsemi, eða þeirra sem nýta náttúruauðlindir, t.d. sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta? Ekki verður heldur horft fram hjá áhrifum auðvelds aðgengis sérhagsmuna að pólitískum ráðamönnum á hverjum tíma, tengslanetum og kunningsskap. Misvísandi samanburður launa og launakostnaðarEftirfarandi má finna á netinu; ASÍ. Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Þar kemur m.a. fram að laun á hinum Norðurlöndunum 2013 voru að meðaltali: • 60% hærri en á Íslandi án tillits til verðlags. • 30% hærri að teknu tilliti til verðlags. • 20% hærri að teknu tilliti til skatta og opinberra tekjujöfnunarþátta. • Dagvinnulaun verkafólks voru allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. • Heildarlaun lækna hæst á Íslandi. • Hlutfallslegur launamunur lækna og verkamanna er hæstur á Íslandi eða ríflega fjórfaldur (fyrir nýgerða leiðréttingasamninga). Samherji hf. Heimasíða 16.4. 2015 undir fyrirsögninni „EPLI OG EPLI“ fjallar fyrirtækið um launakostnað. Þar kemur m.a. fram ítarlegur samanburður á launakostnaði fyrirtækisins vegna bolfiskframleiðslu á Íslandi, í Noregi og Þýskalandi. Í samanburði fyrirtækisins er launakostnaður hæstur á á Íslandi. • Ísland 3.501 kr./klst. • Noregur 3.433 kr./klst., 2% lægri en á Íslandi. • Þýskaland 2.400 kr./kl.st., 37% lægri en á Íslandi.RÚV. Á fréttavef RÚV 18.12.2012. Í þessari stuttu frétt segir m.a.: • Meðallaun á Íslandi voru rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna árið 2010. • Stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk voru með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu. • Þjónustu- og sölufólk, iðnaðarmenn og iðnverkafólk, véla- og vélgæslufólk og ósérhæft starfsfólk var með laun yfir meðaltali í Evrópusambandinu. Laun og launakostnaður starfstétta á Íslandi?Opinberar upplýsingar um launastefnu, fyrirkomulag launasamninga, hlutfallsleg launakjör og launakostnað á milli starfsstétta á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin eru ekki auðfundnar, spurt er hvers vegna? Fyrir ekki löngu sagði fjármálaráðherra í viðtali á RÚV m.a. að ekki yrði lengur búið við óbreytt fyrirkomulag samninga um launakjör starfsstétta á Íslandi, því hljóta flestir að vera sammála. Er ekki löngu tímabært að sameinast um upplýsta launastefnu eða menningu á Íslandi, byggða á jafnrétti? Ekki í þeim skilningi að allir eigi að hafa sömu launakjör heldur hlutfallslega sömu launakjör og starfsstéttir í þeim löndum sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Þannig yrðu t.d. launakjör á milli ljósmóður og ræstitæknis á sjúkrahúsi í Reykjavík hlutfallslega þau sömu og sömu stétta á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn, við viljum jafnrétti til launa, ekki satt? Þjóðarkakan okkar er sambærileg þjóðarköku annarra Norðurlanda, auðvitað minni, en viljum við að henni sé skipt í milli starfsstétta og starfsfólks hér á landi í sömu hlutföllum og á hinum Norðurlöndunum? Nú þarf kjark og þorÉg hvet fjármálaráðherra til að fá óháða erlenda aðila til að framkvæma ítarlega úttekt á launum og launakostnaði (hlunnindum) á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin. Einnig hvet ég almenning sem neytendur, hvar í flokki sem við erum, að styðja slíka úttekt. Niðurstaða úttektar getur gagnast bæði fagaðilum og okkur almenningi til að taka upplýsta afstöðu til málsins út frá upplýstum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa eru launadeilur aðila vinnumarkaðarins almennt og þá sérstaklega heilbrigðisþjónustunnar. Ekki verður fjallað hér um þær alvarlegu afleiðingar sem þessar deilur í heilbrigðisþjónustunni hafa haft í för með sér fyrir þolendur sem margir hverjir hafa þurft að búa við mikla vanlíðan, m.a. vegna þess að þeim hefur verið neitað um bráðaþjónustu og þess í stað settir á biðlista, jafnvel allt upp í átta mánuði. Rót vandansHvers vegna getum við ekki, í okkar fámenna og auðlindaríka landi, sameinast um skilvirka og sanngjarna launastefnu? Er rót vandans sérhagsmunir ýmissa starfsstétta og atvinnurekenda hér á landi sem starfa í fákeppni eða einokunarstöðu, t.d. fjármálastarfsemi, heilbrigðis- og menntastarfsemi, eða þeirra sem nýta náttúruauðlindir, t.d. sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta? Ekki verður heldur horft fram hjá áhrifum auðvelds aðgengis sérhagsmuna að pólitískum ráðamönnum á hverjum tíma, tengslanetum og kunningsskap. Misvísandi samanburður launa og launakostnaðarEftirfarandi má finna á netinu; ASÍ. Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Þar kemur m.a. fram að laun á hinum Norðurlöndunum 2013 voru að meðaltali: • 60% hærri en á Íslandi án tillits til verðlags. • 30% hærri að teknu tilliti til verðlags. • 20% hærri að teknu tilliti til skatta og opinberra tekjujöfnunarþátta. • Dagvinnulaun verkafólks voru allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. • Heildarlaun lækna hæst á Íslandi. • Hlutfallslegur launamunur lækna og verkamanna er hæstur á Íslandi eða ríflega fjórfaldur (fyrir nýgerða leiðréttingasamninga). Samherji hf. Heimasíða 16.4. 2015 undir fyrirsögninni „EPLI OG EPLI“ fjallar fyrirtækið um launakostnað. Þar kemur m.a. fram ítarlegur samanburður á launakostnaði fyrirtækisins vegna bolfiskframleiðslu á Íslandi, í Noregi og Þýskalandi. Í samanburði fyrirtækisins er launakostnaður hæstur á á Íslandi. • Ísland 3.501 kr./klst. • Noregur 3.433 kr./klst., 2% lægri en á Íslandi. • Þýskaland 2.400 kr./kl.st., 37% lægri en á Íslandi.RÚV. Á fréttavef RÚV 18.12.2012. Í þessari stuttu frétt segir m.a.: • Meðallaun á Íslandi voru rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna árið 2010. • Stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk voru með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu. • Þjónustu- og sölufólk, iðnaðarmenn og iðnverkafólk, véla- og vélgæslufólk og ósérhæft starfsfólk var með laun yfir meðaltali í Evrópusambandinu. Laun og launakostnaður starfstétta á Íslandi?Opinberar upplýsingar um launastefnu, fyrirkomulag launasamninga, hlutfallsleg launakjör og launakostnað á milli starfsstétta á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin eru ekki auðfundnar, spurt er hvers vegna? Fyrir ekki löngu sagði fjármálaráðherra í viðtali á RÚV m.a. að ekki yrði lengur búið við óbreytt fyrirkomulag samninga um launakjör starfsstétta á Íslandi, því hljóta flestir að vera sammála. Er ekki löngu tímabært að sameinast um upplýsta launastefnu eða menningu á Íslandi, byggða á jafnrétti? Ekki í þeim skilningi að allir eigi að hafa sömu launakjör heldur hlutfallslega sömu launakjör og starfsstéttir í þeim löndum sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Þannig yrðu t.d. launakjör á milli ljósmóður og ræstitæknis á sjúkrahúsi í Reykjavík hlutfallslega þau sömu og sömu stétta á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn, við viljum jafnrétti til launa, ekki satt? Þjóðarkakan okkar er sambærileg þjóðarköku annarra Norðurlanda, auðvitað minni, en viljum við að henni sé skipt í milli starfsstétta og starfsfólks hér á landi í sömu hlutföllum og á hinum Norðurlöndunum? Nú þarf kjark og þorÉg hvet fjármálaráðherra til að fá óháða erlenda aðila til að framkvæma ítarlega úttekt á launum og launakostnaði (hlunnindum) á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin. Einnig hvet ég almenning sem neytendur, hvar í flokki sem við erum, að styðja slíka úttekt. Niðurstaða úttektar getur gagnast bæði fagaðilum og okkur almenningi til að taka upplýsta afstöðu til málsins út frá upplýstum forsendum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun