Launakjör starfsstétta á Íslandi Svavar T. Óskarsson skrifar 24. september 2015 08:00 Tilefni þessara skrifa eru launadeilur aðila vinnumarkaðarins almennt og þá sérstaklega heilbrigðisþjónustunnar. Ekki verður fjallað hér um þær alvarlegu afleiðingar sem þessar deilur í heilbrigðisþjónustunni hafa haft í för með sér fyrir þolendur sem margir hverjir hafa þurft að búa við mikla vanlíðan, m.a. vegna þess að þeim hefur verið neitað um bráðaþjónustu og þess í stað settir á biðlista, jafnvel allt upp í átta mánuði. Rót vandansHvers vegna getum við ekki, í okkar fámenna og auðlindaríka landi, sameinast um skilvirka og sanngjarna launastefnu? Er rót vandans sérhagsmunir ýmissa starfsstétta og atvinnurekenda hér á landi sem starfa í fákeppni eða einokunarstöðu, t.d. fjármálastarfsemi, heilbrigðis- og menntastarfsemi, eða þeirra sem nýta náttúruauðlindir, t.d. sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta? Ekki verður heldur horft fram hjá áhrifum auðvelds aðgengis sérhagsmuna að pólitískum ráðamönnum á hverjum tíma, tengslanetum og kunningsskap. Misvísandi samanburður launa og launakostnaðarEftirfarandi má finna á netinu; ASÍ. Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Þar kemur m.a. fram að laun á hinum Norðurlöndunum 2013 voru að meðaltali: • 60% hærri en á Íslandi án tillits til verðlags. • 30% hærri að teknu tilliti til verðlags. • 20% hærri að teknu tilliti til skatta og opinberra tekjujöfnunarþátta. • Dagvinnulaun verkafólks voru allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. • Heildarlaun lækna hæst á Íslandi. • Hlutfallslegur launamunur lækna og verkamanna er hæstur á Íslandi eða ríflega fjórfaldur (fyrir nýgerða leiðréttingasamninga). Samherji hf. Heimasíða 16.4. 2015 undir fyrirsögninni „EPLI OG EPLI“ fjallar fyrirtækið um launakostnað. Þar kemur m.a. fram ítarlegur samanburður á launakostnaði fyrirtækisins vegna bolfiskframleiðslu á Íslandi, í Noregi og Þýskalandi. Í samanburði fyrirtækisins er launakostnaður hæstur á á Íslandi. • Ísland 3.501 kr./klst. • Noregur 3.433 kr./klst., 2% lægri en á Íslandi. • Þýskaland 2.400 kr./kl.st., 37% lægri en á Íslandi.RÚV. Á fréttavef RÚV 18.12.2012. Í þessari stuttu frétt segir m.a.: • Meðallaun á Íslandi voru rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna árið 2010. • Stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk voru með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu. • Þjónustu- og sölufólk, iðnaðarmenn og iðnverkafólk, véla- og vélgæslufólk og ósérhæft starfsfólk var með laun yfir meðaltali í Evrópusambandinu. Laun og launakostnaður starfstétta á Íslandi?Opinberar upplýsingar um launastefnu, fyrirkomulag launasamninga, hlutfallsleg launakjör og launakostnað á milli starfsstétta á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin eru ekki auðfundnar, spurt er hvers vegna? Fyrir ekki löngu sagði fjármálaráðherra í viðtali á RÚV m.a. að ekki yrði lengur búið við óbreytt fyrirkomulag samninga um launakjör starfsstétta á Íslandi, því hljóta flestir að vera sammála. Er ekki löngu tímabært að sameinast um upplýsta launastefnu eða menningu á Íslandi, byggða á jafnrétti? Ekki í þeim skilningi að allir eigi að hafa sömu launakjör heldur hlutfallslega sömu launakjör og starfsstéttir í þeim löndum sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Þannig yrðu t.d. launakjör á milli ljósmóður og ræstitæknis á sjúkrahúsi í Reykjavík hlutfallslega þau sömu og sömu stétta á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn, við viljum jafnrétti til launa, ekki satt? Þjóðarkakan okkar er sambærileg þjóðarköku annarra Norðurlanda, auðvitað minni, en viljum við að henni sé skipt í milli starfsstétta og starfsfólks hér á landi í sömu hlutföllum og á hinum Norðurlöndunum? Nú þarf kjark og þorÉg hvet fjármálaráðherra til að fá óháða erlenda aðila til að framkvæma ítarlega úttekt á launum og launakostnaði (hlunnindum) á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin. Einnig hvet ég almenning sem neytendur, hvar í flokki sem við erum, að styðja slíka úttekt. Niðurstaða úttektar getur gagnast bæði fagaðilum og okkur almenningi til að taka upplýsta afstöðu til málsins út frá upplýstum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa eru launadeilur aðila vinnumarkaðarins almennt og þá sérstaklega heilbrigðisþjónustunnar. Ekki verður fjallað hér um þær alvarlegu afleiðingar sem þessar deilur í heilbrigðisþjónustunni hafa haft í för með sér fyrir þolendur sem margir hverjir hafa þurft að búa við mikla vanlíðan, m.a. vegna þess að þeim hefur verið neitað um bráðaþjónustu og þess í stað settir á biðlista, jafnvel allt upp í átta mánuði. Rót vandansHvers vegna getum við ekki, í okkar fámenna og auðlindaríka landi, sameinast um skilvirka og sanngjarna launastefnu? Er rót vandans sérhagsmunir ýmissa starfsstétta og atvinnurekenda hér á landi sem starfa í fákeppni eða einokunarstöðu, t.d. fjármálastarfsemi, heilbrigðis- og menntastarfsemi, eða þeirra sem nýta náttúruauðlindir, t.d. sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta? Ekki verður heldur horft fram hjá áhrifum auðvelds aðgengis sérhagsmuna að pólitískum ráðamönnum á hverjum tíma, tengslanetum og kunningsskap. Misvísandi samanburður launa og launakostnaðarEftirfarandi má finna á netinu; ASÍ. Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Þar kemur m.a. fram að laun á hinum Norðurlöndunum 2013 voru að meðaltali: • 60% hærri en á Íslandi án tillits til verðlags. • 30% hærri að teknu tilliti til verðlags. • 20% hærri að teknu tilliti til skatta og opinberra tekjujöfnunarþátta. • Dagvinnulaun verkafólks voru allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. • Heildarlaun lækna hæst á Íslandi. • Hlutfallslegur launamunur lækna og verkamanna er hæstur á Íslandi eða ríflega fjórfaldur (fyrir nýgerða leiðréttingasamninga). Samherji hf. Heimasíða 16.4. 2015 undir fyrirsögninni „EPLI OG EPLI“ fjallar fyrirtækið um launakostnað. Þar kemur m.a. fram ítarlegur samanburður á launakostnaði fyrirtækisins vegna bolfiskframleiðslu á Íslandi, í Noregi og Þýskalandi. Í samanburði fyrirtækisins er launakostnaður hæstur á á Íslandi. • Ísland 3.501 kr./klst. • Noregur 3.433 kr./klst., 2% lægri en á Íslandi. • Þýskaland 2.400 kr./kl.st., 37% lægri en á Íslandi.RÚV. Á fréttavef RÚV 18.12.2012. Í þessari stuttu frétt segir m.a.: • Meðallaun á Íslandi voru rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna árið 2010. • Stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk voru með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu. • Þjónustu- og sölufólk, iðnaðarmenn og iðnverkafólk, véla- og vélgæslufólk og ósérhæft starfsfólk var með laun yfir meðaltali í Evrópusambandinu. Laun og launakostnaður starfstétta á Íslandi?Opinberar upplýsingar um launastefnu, fyrirkomulag launasamninga, hlutfallsleg launakjör og launakostnað á milli starfsstétta á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin eru ekki auðfundnar, spurt er hvers vegna? Fyrir ekki löngu sagði fjármálaráðherra í viðtali á RÚV m.a. að ekki yrði lengur búið við óbreytt fyrirkomulag samninga um launakjör starfsstétta á Íslandi, því hljóta flestir að vera sammála. Er ekki löngu tímabært að sameinast um upplýsta launastefnu eða menningu á Íslandi, byggða á jafnrétti? Ekki í þeim skilningi að allir eigi að hafa sömu launakjör heldur hlutfallslega sömu launakjör og starfsstéttir í þeim löndum sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Þannig yrðu t.d. launakjör á milli ljósmóður og ræstitæknis á sjúkrahúsi í Reykjavík hlutfallslega þau sömu og sömu stétta á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn, við viljum jafnrétti til launa, ekki satt? Þjóðarkakan okkar er sambærileg þjóðarköku annarra Norðurlanda, auðvitað minni, en viljum við að henni sé skipt í milli starfsstétta og starfsfólks hér á landi í sömu hlutföllum og á hinum Norðurlöndunum? Nú þarf kjark og þorÉg hvet fjármálaráðherra til að fá óháða erlenda aðila til að framkvæma ítarlega úttekt á launum og launakostnaði (hlunnindum) á Íslandi m.v. hin Norðurlöndin. Einnig hvet ég almenning sem neytendur, hvar í flokki sem við erum, að styðja slíka úttekt. Niðurstaða úttektar getur gagnast bæði fagaðilum og okkur almenningi til að taka upplýsta afstöðu til málsins út frá upplýstum forsendum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun