Jordan Spieth tryggði sér Fed-Ex bikarinn 27. september 2015 22:39 Spieth hafði ríka ástæðu til að brosa í kvöld. Getty Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu. Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu.
Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira