Hæfasti dómarinn eða dómurinn? Haukur Logi Karlsson skrifar 29. september 2015 07:00 Niðurstaða dómnefndar um hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara leiðir tvennt í ljós: Annars vegar galla á hæfiskríteríunni sem leiðir nefndina til þess að gjaldfella augljóslega hæfasta kandídatinn, og hins vegar skort á fjölbreytileikakríteríu sem metur framlag einstakra kandídata til heildarþekkingar dómstólsins. Af þessum ástæðum verður niðurstaða dómnefndarinnar ekki skilin öðruvísi en sem áskorun til ráðherra um að virða niðurstöðuna að vettugi og leita til þingsins um að skipa annan hvorn þeirra kandídata sem voru niðursettir af hæfisnefndinni. Nefndinni verður að virða það til vorkunnar að hún er bundinn af lögum og venjuhelguðum mistökum sem skapast hafa um framkvæmd hæfismatsins. Hæfismatið eins og það hefur verið framkvæmt að undanförnu gefur yfirlit um nokkur atriði sem gefa til kynna reynslu viðkomandi á mismunandi starfssviðum lögfræðinga sem talin eru nýtast í störfum dómara við Hæstarétt. Eins og þetta er framkvæmt þá telur mest að hafa farið sem víðast og hafa prófað sem flest, fremur en að hafa raunverulega sérfræðiþekkingu á afmörkuðu sviði. Þannig vigtar meira að hafa verið í nokkur ár á tveimur starfssviðum, í stað þess ná því að verða alþjóðlega þekktur sérfræðingur á einu starfssviði.Vinna má bug á gallanum Hæfiskrítería sem virkar með þessum hætti setur þúsundfjalasmiðsamatörinn ofar sérfræðingnum. Vinna má bug á þessum galla með því að vigta með eðlilegum hætti mismunandi starfssvið lögfræðinga og gefa þannig þeim störfum aukið vægi í kríteríunni sem það eiga skilið. Þegar einfeldnislegum naumhyggjuhugmyndum um störf dómara sleppir, þá sjá flestir að bakgrunnur dómaranna skiptir máli við úrlausn mála. Í erfiðum úrlausnarmálum veltur niðurstaðan iðulega á afstöðu dómara til umdeildra siðferðismála. Mórölsk afstaða fólks mótast oftar en ekki af þeirri rót sem það er sprottið af. Þannig getur rökrétt niðurstaða álitamáls skarast á milli einstaklinga allt eftir því hvaða bakgrunnsupplýsingar móta staðreyndamengi viðkomandi. Þannig getur dómari í einlægni talið alla hina dómarana hafa rangt fyrir sér af þeirri ástæðu einni að staðreyndamengi hans er öðruvísi samsett en staðreyndamengi hinna dómaranna.Tvíþætt hlutverk ráðherra Hlutverk ráðherra við skipun Hæstaréttar er tvíþætt: Annars vegar að sjá til þess að hver dómari sem þar situr sé hæfur til starfans, og hins vegar að sjá til þess að stofnunin sem slík sé hæf til starfa. Færa má rök fyrir því að hámörkun hins fyrra tryggi ekki nauðsynlega hámörkun hins síðara. Mögulegt er að skipa sterka dómara sem mynda ekki sterkan dóm. Við úrlausn mála í Hæstarétti bera alltaf fleiri en einn dómari ábyrgð á niðurstöðunni. Ákvarðanir dómsins eru teknar sameiginlega, ekki í einrúmi. Það er því forgangsatriði að stofnunin sé sterk, fremur en að einstakir dómarar séu sterkir ef þetta tvennt skarast. Ákvörðunartaka í gegnum dómstóla er bundin ákveðnu formi. Dómur skal byggður á röklegri afleiðingu efnislegra og lagalegra staðreynda. Í dómsmálum er síðan gjarnan deilt um hverjar þessar staðreyndir eru. Stofnun sem hefur víða skírskotun í ólíkan reynsluheim mismunandi þjóðfélagshópa er betur til þess fallin að vera samstíga þjóðfélaginu sem hún þjónar þegar kemur að því að heimfæra lagalegar staðreyndir upp á efnislegar staðreyndir. Stofnun sem skilur ekki blæbrigðamun ólíkra hópa í upplifun þeirra af efnislega heiminum er hætt við að leiða rök að taktlausri niðurstöðu. Við skipun í Hæstarétt ætti ráðherra að gefa því gaum að skipunin styrki stofnunina sem handhafa ríkisvalds yfir okkur öllum. Það verður ekki endilega gert með því að láta sem svo að reynsluheimur kvenna skipti ekki máli við úrlausn dómsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða dómnefndar um hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara leiðir tvennt í ljós: Annars vegar galla á hæfiskríteríunni sem leiðir nefndina til þess að gjaldfella augljóslega hæfasta kandídatinn, og hins vegar skort á fjölbreytileikakríteríu sem metur framlag einstakra kandídata til heildarþekkingar dómstólsins. Af þessum ástæðum verður niðurstaða dómnefndarinnar ekki skilin öðruvísi en sem áskorun til ráðherra um að virða niðurstöðuna að vettugi og leita til þingsins um að skipa annan hvorn þeirra kandídata sem voru niðursettir af hæfisnefndinni. Nefndinni verður að virða það til vorkunnar að hún er bundinn af lögum og venjuhelguðum mistökum sem skapast hafa um framkvæmd hæfismatsins. Hæfismatið eins og það hefur verið framkvæmt að undanförnu gefur yfirlit um nokkur atriði sem gefa til kynna reynslu viðkomandi á mismunandi starfssviðum lögfræðinga sem talin eru nýtast í störfum dómara við Hæstarétt. Eins og þetta er framkvæmt þá telur mest að hafa farið sem víðast og hafa prófað sem flest, fremur en að hafa raunverulega sérfræðiþekkingu á afmörkuðu sviði. Þannig vigtar meira að hafa verið í nokkur ár á tveimur starfssviðum, í stað þess ná því að verða alþjóðlega þekktur sérfræðingur á einu starfssviði.Vinna má bug á gallanum Hæfiskrítería sem virkar með þessum hætti setur þúsundfjalasmiðsamatörinn ofar sérfræðingnum. Vinna má bug á þessum galla með því að vigta með eðlilegum hætti mismunandi starfssvið lögfræðinga og gefa þannig þeim störfum aukið vægi í kríteríunni sem það eiga skilið. Þegar einfeldnislegum naumhyggjuhugmyndum um störf dómara sleppir, þá sjá flestir að bakgrunnur dómaranna skiptir máli við úrlausn mála. Í erfiðum úrlausnarmálum veltur niðurstaðan iðulega á afstöðu dómara til umdeildra siðferðismála. Mórölsk afstaða fólks mótast oftar en ekki af þeirri rót sem það er sprottið af. Þannig getur rökrétt niðurstaða álitamáls skarast á milli einstaklinga allt eftir því hvaða bakgrunnsupplýsingar móta staðreyndamengi viðkomandi. Þannig getur dómari í einlægni talið alla hina dómarana hafa rangt fyrir sér af þeirri ástæðu einni að staðreyndamengi hans er öðruvísi samsett en staðreyndamengi hinna dómaranna.Tvíþætt hlutverk ráðherra Hlutverk ráðherra við skipun Hæstaréttar er tvíþætt: Annars vegar að sjá til þess að hver dómari sem þar situr sé hæfur til starfans, og hins vegar að sjá til þess að stofnunin sem slík sé hæf til starfa. Færa má rök fyrir því að hámörkun hins fyrra tryggi ekki nauðsynlega hámörkun hins síðara. Mögulegt er að skipa sterka dómara sem mynda ekki sterkan dóm. Við úrlausn mála í Hæstarétti bera alltaf fleiri en einn dómari ábyrgð á niðurstöðunni. Ákvarðanir dómsins eru teknar sameiginlega, ekki í einrúmi. Það er því forgangsatriði að stofnunin sé sterk, fremur en að einstakir dómarar séu sterkir ef þetta tvennt skarast. Ákvörðunartaka í gegnum dómstóla er bundin ákveðnu formi. Dómur skal byggður á röklegri afleiðingu efnislegra og lagalegra staðreynda. Í dómsmálum er síðan gjarnan deilt um hverjar þessar staðreyndir eru. Stofnun sem hefur víða skírskotun í ólíkan reynsluheim mismunandi þjóðfélagshópa er betur til þess fallin að vera samstíga þjóðfélaginu sem hún þjónar þegar kemur að því að heimfæra lagalegar staðreyndir upp á efnislegar staðreyndir. Stofnun sem skilur ekki blæbrigðamun ólíkra hópa í upplifun þeirra af efnislega heiminum er hætt við að leiða rök að taktlausri niðurstöðu. Við skipun í Hæstarétt ætti ráðherra að gefa því gaum að skipunin styrki stofnunina sem handhafa ríkisvalds yfir okkur öllum. Það verður ekki endilega gert með því að láta sem svo að reynsluheimur kvenna skipti ekki máli við úrlausn dómsmála.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun