Hæfasti dómarinn eða dómurinn? Haukur Logi Karlsson skrifar 29. september 2015 07:00 Niðurstaða dómnefndar um hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara leiðir tvennt í ljós: Annars vegar galla á hæfiskríteríunni sem leiðir nefndina til þess að gjaldfella augljóslega hæfasta kandídatinn, og hins vegar skort á fjölbreytileikakríteríu sem metur framlag einstakra kandídata til heildarþekkingar dómstólsins. Af þessum ástæðum verður niðurstaða dómnefndarinnar ekki skilin öðruvísi en sem áskorun til ráðherra um að virða niðurstöðuna að vettugi og leita til þingsins um að skipa annan hvorn þeirra kandídata sem voru niðursettir af hæfisnefndinni. Nefndinni verður að virða það til vorkunnar að hún er bundinn af lögum og venjuhelguðum mistökum sem skapast hafa um framkvæmd hæfismatsins. Hæfismatið eins og það hefur verið framkvæmt að undanförnu gefur yfirlit um nokkur atriði sem gefa til kynna reynslu viðkomandi á mismunandi starfssviðum lögfræðinga sem talin eru nýtast í störfum dómara við Hæstarétt. Eins og þetta er framkvæmt þá telur mest að hafa farið sem víðast og hafa prófað sem flest, fremur en að hafa raunverulega sérfræðiþekkingu á afmörkuðu sviði. Þannig vigtar meira að hafa verið í nokkur ár á tveimur starfssviðum, í stað þess ná því að verða alþjóðlega þekktur sérfræðingur á einu starfssviði.Vinna má bug á gallanum Hæfiskrítería sem virkar með þessum hætti setur þúsundfjalasmiðsamatörinn ofar sérfræðingnum. Vinna má bug á þessum galla með því að vigta með eðlilegum hætti mismunandi starfssvið lögfræðinga og gefa þannig þeim störfum aukið vægi í kríteríunni sem það eiga skilið. Þegar einfeldnislegum naumhyggjuhugmyndum um störf dómara sleppir, þá sjá flestir að bakgrunnur dómaranna skiptir máli við úrlausn mála. Í erfiðum úrlausnarmálum veltur niðurstaðan iðulega á afstöðu dómara til umdeildra siðferðismála. Mórölsk afstaða fólks mótast oftar en ekki af þeirri rót sem það er sprottið af. Þannig getur rökrétt niðurstaða álitamáls skarast á milli einstaklinga allt eftir því hvaða bakgrunnsupplýsingar móta staðreyndamengi viðkomandi. Þannig getur dómari í einlægni talið alla hina dómarana hafa rangt fyrir sér af þeirri ástæðu einni að staðreyndamengi hans er öðruvísi samsett en staðreyndamengi hinna dómaranna.Tvíþætt hlutverk ráðherra Hlutverk ráðherra við skipun Hæstaréttar er tvíþætt: Annars vegar að sjá til þess að hver dómari sem þar situr sé hæfur til starfans, og hins vegar að sjá til þess að stofnunin sem slík sé hæf til starfa. Færa má rök fyrir því að hámörkun hins fyrra tryggi ekki nauðsynlega hámörkun hins síðara. Mögulegt er að skipa sterka dómara sem mynda ekki sterkan dóm. Við úrlausn mála í Hæstarétti bera alltaf fleiri en einn dómari ábyrgð á niðurstöðunni. Ákvarðanir dómsins eru teknar sameiginlega, ekki í einrúmi. Það er því forgangsatriði að stofnunin sé sterk, fremur en að einstakir dómarar séu sterkir ef þetta tvennt skarast. Ákvörðunartaka í gegnum dómstóla er bundin ákveðnu formi. Dómur skal byggður á röklegri afleiðingu efnislegra og lagalegra staðreynda. Í dómsmálum er síðan gjarnan deilt um hverjar þessar staðreyndir eru. Stofnun sem hefur víða skírskotun í ólíkan reynsluheim mismunandi þjóðfélagshópa er betur til þess fallin að vera samstíga þjóðfélaginu sem hún þjónar þegar kemur að því að heimfæra lagalegar staðreyndir upp á efnislegar staðreyndir. Stofnun sem skilur ekki blæbrigðamun ólíkra hópa í upplifun þeirra af efnislega heiminum er hætt við að leiða rök að taktlausri niðurstöðu. Við skipun í Hæstarétt ætti ráðherra að gefa því gaum að skipunin styrki stofnunina sem handhafa ríkisvalds yfir okkur öllum. Það verður ekki endilega gert með því að láta sem svo að reynsluheimur kvenna skipti ekki máli við úrlausn dómsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða dómnefndar um hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara leiðir tvennt í ljós: Annars vegar galla á hæfiskríteríunni sem leiðir nefndina til þess að gjaldfella augljóslega hæfasta kandídatinn, og hins vegar skort á fjölbreytileikakríteríu sem metur framlag einstakra kandídata til heildarþekkingar dómstólsins. Af þessum ástæðum verður niðurstaða dómnefndarinnar ekki skilin öðruvísi en sem áskorun til ráðherra um að virða niðurstöðuna að vettugi og leita til þingsins um að skipa annan hvorn þeirra kandídata sem voru niðursettir af hæfisnefndinni. Nefndinni verður að virða það til vorkunnar að hún er bundinn af lögum og venjuhelguðum mistökum sem skapast hafa um framkvæmd hæfismatsins. Hæfismatið eins og það hefur verið framkvæmt að undanförnu gefur yfirlit um nokkur atriði sem gefa til kynna reynslu viðkomandi á mismunandi starfssviðum lögfræðinga sem talin eru nýtast í störfum dómara við Hæstarétt. Eins og þetta er framkvæmt þá telur mest að hafa farið sem víðast og hafa prófað sem flest, fremur en að hafa raunverulega sérfræðiþekkingu á afmörkuðu sviði. Þannig vigtar meira að hafa verið í nokkur ár á tveimur starfssviðum, í stað þess ná því að verða alþjóðlega þekktur sérfræðingur á einu starfssviði.Vinna má bug á gallanum Hæfiskrítería sem virkar með þessum hætti setur þúsundfjalasmiðsamatörinn ofar sérfræðingnum. Vinna má bug á þessum galla með því að vigta með eðlilegum hætti mismunandi starfssvið lögfræðinga og gefa þannig þeim störfum aukið vægi í kríteríunni sem það eiga skilið. Þegar einfeldnislegum naumhyggjuhugmyndum um störf dómara sleppir, þá sjá flestir að bakgrunnur dómaranna skiptir máli við úrlausn mála. Í erfiðum úrlausnarmálum veltur niðurstaðan iðulega á afstöðu dómara til umdeildra siðferðismála. Mórölsk afstaða fólks mótast oftar en ekki af þeirri rót sem það er sprottið af. Þannig getur rökrétt niðurstaða álitamáls skarast á milli einstaklinga allt eftir því hvaða bakgrunnsupplýsingar móta staðreyndamengi viðkomandi. Þannig getur dómari í einlægni talið alla hina dómarana hafa rangt fyrir sér af þeirri ástæðu einni að staðreyndamengi hans er öðruvísi samsett en staðreyndamengi hinna dómaranna.Tvíþætt hlutverk ráðherra Hlutverk ráðherra við skipun Hæstaréttar er tvíþætt: Annars vegar að sjá til þess að hver dómari sem þar situr sé hæfur til starfans, og hins vegar að sjá til þess að stofnunin sem slík sé hæf til starfa. Færa má rök fyrir því að hámörkun hins fyrra tryggi ekki nauðsynlega hámörkun hins síðara. Mögulegt er að skipa sterka dómara sem mynda ekki sterkan dóm. Við úrlausn mála í Hæstarétti bera alltaf fleiri en einn dómari ábyrgð á niðurstöðunni. Ákvarðanir dómsins eru teknar sameiginlega, ekki í einrúmi. Það er því forgangsatriði að stofnunin sé sterk, fremur en að einstakir dómarar séu sterkir ef þetta tvennt skarast. Ákvörðunartaka í gegnum dómstóla er bundin ákveðnu formi. Dómur skal byggður á röklegri afleiðingu efnislegra og lagalegra staðreynda. Í dómsmálum er síðan gjarnan deilt um hverjar þessar staðreyndir eru. Stofnun sem hefur víða skírskotun í ólíkan reynsluheim mismunandi þjóðfélagshópa er betur til þess fallin að vera samstíga þjóðfélaginu sem hún þjónar þegar kemur að því að heimfæra lagalegar staðreyndir upp á efnislegar staðreyndir. Stofnun sem skilur ekki blæbrigðamun ólíkra hópa í upplifun þeirra af efnislega heiminum er hætt við að leiða rök að taktlausri niðurstöðu. Við skipun í Hæstarétt ætti ráðherra að gefa því gaum að skipunin styrki stofnunina sem handhafa ríkisvalds yfir okkur öllum. Það verður ekki endilega gert með því að láta sem svo að reynsluheimur kvenna skipti ekki máli við úrlausn dómsmála.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun