Áhættan sé hjá fjárfestum en ekki almenningi Álfheiður Ingadóttir skrifar 29. september 2015 10:00 Á undanförnum árum hafa margir spáð nýju bankahruni sem hefði afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla. Ástæðan er einföld: Fjármálakerfi heimsins og skipulagi bankamála var ekki breytt í kjölfar hrunsins. Það er óbreytt og veikleikarnir þeir sömu og áður, hættan sú sama og áður. Eftir bankahrunið 2007–2008 var kallað eftir endurskipulagningu fjármálakerfisins á heimsvísu. Margir röktu hrunið til þess að bandarísku Glass-Steagall lögin voru afnumin 1999, en þau voru sett eftir heimskreppuna 1929 til að koma í veg fyrir að bankarnir gætu velt tapi af áhættusömum fjárfestingum yfir á almenna viðskiptamenn. Í kjölfarið var Glass-Steagall takmörkunum aflétt í flestum vestrænum ríkjum – þeirra á meðal á Íslandi – og þegar bólan sprakk var tapi fjárfesta velt yfir á almenning og heimili, eins og við þekkjum manna best á Íslandi. Í Bandaríkjunum og Evrópu fóru fram ítarlegar rannsóknir, kynntar voru tillögur á vegum þinga, ríkisstjórna og Evrópusambandsins til að koma í veg fyrir aðra heimskreppu og tryggja um leið að áhættan lenti á þeim sem hefðu til hennar stofnað ef kerfið hryndi. En tillögurnar hafa ekki orðið að veruleika: Eigendum bankanna hefur tekist að koma í veg fyrir fullan aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi í anda Glass Steagall. Þeir hafa þverskallast við og því er mikil hætta á að nýtt bankahrun bitni á nákvæmlega sama hátt á almennum viðskiptavinum bankanna eins og gerðist 2007–2008! Nú þegar brestir eru komnir á ný í fjármálamarkaði heimsins er augljóst að krafan um aðskilnað í bankakerfinu verður að hafa forgang á þjóðþingum í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Það má ekki lengur líða bönkunum að koma í veg fyrir þessa einföldu breytingu sem hefur þann tilgang einan að verja eignir einstaklinga og heimila fyrir áhættusæknum fjármálaspekúlöntum. Nú hafa þingmenn úr fjórum flokkum endurflutt tillögu um aðskilnað í bankakerfinu. Vonandi bregst þingið við nýjustu tíðindum af fjármálamarkaði heimsins og samþykkir hana. Það má ekki dragast lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir spáð nýju bankahruni sem hefði afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla. Ástæðan er einföld: Fjármálakerfi heimsins og skipulagi bankamála var ekki breytt í kjölfar hrunsins. Það er óbreytt og veikleikarnir þeir sömu og áður, hættan sú sama og áður. Eftir bankahrunið 2007–2008 var kallað eftir endurskipulagningu fjármálakerfisins á heimsvísu. Margir röktu hrunið til þess að bandarísku Glass-Steagall lögin voru afnumin 1999, en þau voru sett eftir heimskreppuna 1929 til að koma í veg fyrir að bankarnir gætu velt tapi af áhættusömum fjárfestingum yfir á almenna viðskiptamenn. Í kjölfarið var Glass-Steagall takmörkunum aflétt í flestum vestrænum ríkjum – þeirra á meðal á Íslandi – og þegar bólan sprakk var tapi fjárfesta velt yfir á almenning og heimili, eins og við þekkjum manna best á Íslandi. Í Bandaríkjunum og Evrópu fóru fram ítarlegar rannsóknir, kynntar voru tillögur á vegum þinga, ríkisstjórna og Evrópusambandsins til að koma í veg fyrir aðra heimskreppu og tryggja um leið að áhættan lenti á þeim sem hefðu til hennar stofnað ef kerfið hryndi. En tillögurnar hafa ekki orðið að veruleika: Eigendum bankanna hefur tekist að koma í veg fyrir fullan aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi í anda Glass Steagall. Þeir hafa þverskallast við og því er mikil hætta á að nýtt bankahrun bitni á nákvæmlega sama hátt á almennum viðskiptavinum bankanna eins og gerðist 2007–2008! Nú þegar brestir eru komnir á ný í fjármálamarkaði heimsins er augljóst að krafan um aðskilnað í bankakerfinu verður að hafa forgang á þjóðþingum í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Það má ekki lengur líða bönkunum að koma í veg fyrir þessa einföldu breytingu sem hefur þann tilgang einan að verja eignir einstaklinga og heimila fyrir áhættusæknum fjármálaspekúlöntum. Nú hafa þingmenn úr fjórum flokkum endurflutt tillögu um aðskilnað í bankakerfinu. Vonandi bregst þingið við nýjustu tíðindum af fjármálamarkaði heimsins og samþykkir hana. Það má ekki dragast lengur.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun