Áhættan sé hjá fjárfestum en ekki almenningi Álfheiður Ingadóttir skrifar 29. september 2015 10:00 Á undanförnum árum hafa margir spáð nýju bankahruni sem hefði afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla. Ástæðan er einföld: Fjármálakerfi heimsins og skipulagi bankamála var ekki breytt í kjölfar hrunsins. Það er óbreytt og veikleikarnir þeir sömu og áður, hættan sú sama og áður. Eftir bankahrunið 2007–2008 var kallað eftir endurskipulagningu fjármálakerfisins á heimsvísu. Margir röktu hrunið til þess að bandarísku Glass-Steagall lögin voru afnumin 1999, en þau voru sett eftir heimskreppuna 1929 til að koma í veg fyrir að bankarnir gætu velt tapi af áhættusömum fjárfestingum yfir á almenna viðskiptamenn. Í kjölfarið var Glass-Steagall takmörkunum aflétt í flestum vestrænum ríkjum – þeirra á meðal á Íslandi – og þegar bólan sprakk var tapi fjárfesta velt yfir á almenning og heimili, eins og við þekkjum manna best á Íslandi. Í Bandaríkjunum og Evrópu fóru fram ítarlegar rannsóknir, kynntar voru tillögur á vegum þinga, ríkisstjórna og Evrópusambandsins til að koma í veg fyrir aðra heimskreppu og tryggja um leið að áhættan lenti á þeim sem hefðu til hennar stofnað ef kerfið hryndi. En tillögurnar hafa ekki orðið að veruleika: Eigendum bankanna hefur tekist að koma í veg fyrir fullan aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi í anda Glass Steagall. Þeir hafa þverskallast við og því er mikil hætta á að nýtt bankahrun bitni á nákvæmlega sama hátt á almennum viðskiptavinum bankanna eins og gerðist 2007–2008! Nú þegar brestir eru komnir á ný í fjármálamarkaði heimsins er augljóst að krafan um aðskilnað í bankakerfinu verður að hafa forgang á þjóðþingum í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Það má ekki lengur líða bönkunum að koma í veg fyrir þessa einföldu breytingu sem hefur þann tilgang einan að verja eignir einstaklinga og heimila fyrir áhættusæknum fjármálaspekúlöntum. Nú hafa þingmenn úr fjórum flokkum endurflutt tillögu um aðskilnað í bankakerfinu. Vonandi bregst þingið við nýjustu tíðindum af fjármálamarkaði heimsins og samþykkir hana. Það má ekki dragast lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir spáð nýju bankahruni sem hefði afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla. Ástæðan er einföld: Fjármálakerfi heimsins og skipulagi bankamála var ekki breytt í kjölfar hrunsins. Það er óbreytt og veikleikarnir þeir sömu og áður, hættan sú sama og áður. Eftir bankahrunið 2007–2008 var kallað eftir endurskipulagningu fjármálakerfisins á heimsvísu. Margir röktu hrunið til þess að bandarísku Glass-Steagall lögin voru afnumin 1999, en þau voru sett eftir heimskreppuna 1929 til að koma í veg fyrir að bankarnir gætu velt tapi af áhættusömum fjárfestingum yfir á almenna viðskiptamenn. Í kjölfarið var Glass-Steagall takmörkunum aflétt í flestum vestrænum ríkjum – þeirra á meðal á Íslandi – og þegar bólan sprakk var tapi fjárfesta velt yfir á almenning og heimili, eins og við þekkjum manna best á Íslandi. Í Bandaríkjunum og Evrópu fóru fram ítarlegar rannsóknir, kynntar voru tillögur á vegum þinga, ríkisstjórna og Evrópusambandsins til að koma í veg fyrir aðra heimskreppu og tryggja um leið að áhættan lenti á þeim sem hefðu til hennar stofnað ef kerfið hryndi. En tillögurnar hafa ekki orðið að veruleika: Eigendum bankanna hefur tekist að koma í veg fyrir fullan aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi í anda Glass Steagall. Þeir hafa þverskallast við og því er mikil hætta á að nýtt bankahrun bitni á nákvæmlega sama hátt á almennum viðskiptavinum bankanna eins og gerðist 2007–2008! Nú þegar brestir eru komnir á ný í fjármálamarkaði heimsins er augljóst að krafan um aðskilnað í bankakerfinu verður að hafa forgang á þjóðþingum í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Það má ekki lengur líða bönkunum að koma í veg fyrir þessa einföldu breytingu sem hefur þann tilgang einan að verja eignir einstaklinga og heimila fyrir áhættusæknum fjármálaspekúlöntum. Nú hafa þingmenn úr fjórum flokkum endurflutt tillögu um aðskilnað í bankakerfinu. Vonandi bregst þingið við nýjustu tíðindum af fjármálamarkaði heimsins og samþykkir hana. Það má ekki dragast lengur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun