Lýðræðisást eða hræðsla Felix Felixson skrifar 11. september 2015 09:43 Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun