Lýðræðisást eða hræðsla Felix Felixson skrifar 11. september 2015 09:43 Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Áhugavert var að fylgjast með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sérstaka náði Birgitta Jónsdóttir athygli minni þegar hún hjólaði í Ólaf Ragnar vegna ræðu hans fyrr um daginn. Það hefur örugglega verið takmarkið en lyktaði af populisma að mínu mati. Ólafur Ragnar varaði við því að hafa kosningar vegna breytinga á stjórnarskrá á sama tíma og forsetakosningarnar á næsta ári. Hætta væri á því að þær kosningar snérust eingöngu um stjórnarskránna og álit forsetaefna á henni en ekki um að velja hæfasta einstaklinginn til forseta. Birgitta tók þetta til sín og ákvað að setja ofan í forsetan. Hún sagði að það væri langbest að tengja stjórnarskrárkosningar við aðrar þjóðkosningar þvi þá væri meiri líkur á því að nægur meirihluti fengist til að mæta á kjörstað. Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni. Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst? Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei. Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun