Þorgerður Anna: Var á erfiðum stað andlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2015 23:01 Þorgerður samdi við Leipzig sumarið 2014. vísir/ole nielsen Þorgerður Anna Atladóttir, handboltakona hjá HC Leipzig í Þýskalandi, heldur úti bloggsíðu þar sem hún leyfir lesendum að fylgjast með endurhæfingu sinni eftir erfið meiðsli. Meiðsladraugurinn hefur lengi ásótt Þorgerði og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Á þessum tveimur árum hefur hún varla spilað leik, fyrst vegna alvarlegra axlarmeiðsla og svo vegna krossbandaslits sem hún er að jafna sig á núna.Sjá einnig: Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni Í nýjasti pistli sínum sem birtist í dag fer Þorgerður aðeins inn á aðrar brautir og kemur með innlegg inn í umræðuna um andlega heilsu íþróttafólks sem hefur verið áberandi að undanförnu. Skemmst er að minnast málþings um andlega líðan íþróttafólks sem Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, KSÍ og ÍSÍ efndu til í HR á miðvikudaginn. Fjallað var um málþingið í Íslandi í dag á þriðjudaginn þar sem rætt var við sálfræðinginn Hafrúnu Kristjánsdóttur og fótboltamennina Ingólf Sigurðsson og Sigurberg Elísson sem hafa báðir greint opinberlega frá glímu sinni við geðsjúkdóma.Þorgerður hefur leikið 23 landsleiki fyrir Íslands hönd.vísir/ole nielsenBrotnaði oft niður Í pistli sínum segir Þorgerður frá sinni reynslu og hvernig hún vaknaði smám saman til meðvitundar um andlegt ástand sitt. „Ég hef lengi verið meidd og því fylgir oft “ups&downs”! Síðasta árið mitt á Íslandi var erfitt líkamlega og andlega, undir lok tímabils æfði ég varla með liðinu heldur spilaði bara leikina. Það tók virkilega á og ekki síst andlega. „Inná vellinum var ég að berjast við andstæðinginn og verkinn og vildi gera allt til að hjálpa liðinu mínu, sem var virkilega erfitt þar sem ég gat ómögulega gefið allt sem ég átti vegna sársauka. Verkjatöflur, hitakrem og svo framvegis. Erfitt var líka að horfa á stelpurnar á æfingu og vera svo bara með í leikjunum, óþæginlegt fyrst og fremst. „Eftir tapleiki og eftir að þátttöku okkar í úrslitakeppninni lauk brotnaði ég oft niður og fannst ég hafa brugðist liðinu, þjálfurunum og ekki síst sjálfri mér,“ segir Þorgerður í pistlinum en hún viðurkennir að hafa haft ákveðna fordóma fyrir því að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi.Þorgerður lék síðast hér á landi með Val 2013.vísir/stefánEkkert sem maður þarf að skammast sín fyrir „Ég leitaði mér ekki hjálpar enda fannst mér þetta vera eðlilegt og ég vildi standast pressuna. Pressuna? sem var kannski ekkert tilstaðar? Það gat alveg eins bara verið í hausnum á mér,“ segir Þorgerður. „Núna þegar ég hugsa til baka hefði það kannski hjálpað mér að leita mér hjálpar? Líklega…… Þar sem ég var á erfiðum stað andlega. „Við hjá Val höfðum kost á að tala við sálfræðing og hann var til staðar ef eitthvað var, en oft finnst okkur erfitt að viðurkenna að eitthvað sé að, eða það að við þurfum hjálp. Stundum sjáum við þetta eftir á, eins og í mínu tilfelli. „Sálfræðingar eru alveg eins og venjulegir læknar og er ekkert sem maður þarf að skammast sín fyrir.“ Þorgerður segir að henni hafi verið ráðlagt, bæði af lækni og þjálfara sínum, að ræða við sálfræðing en segist hafa orðið hálf móðguð þegar þeir lögðu þetta til. „Það kom tímapunktur hjá mér þar sem ég var ekki í neitt rosalega góðu skapi og var frekar leið yfir þessu öllu saman. Aðsjálfssögðu datt mér ekki til hugar að það væri vottur af depurð eða þunglyndi,“ segir Þorgerður í pistlinum.Þorgerður ásamt á markverðinum Sunnevu Einarsdóttur á HM í Brasilíu 2011.vísir/pjeturHefði getað farið verr „Ég fæ svo símtal frá lækninum mínum þar sem hann spurði hvernig mér liði andlega og hvernig mér gengi að stilla hausinn. Ég svara að þetta sé bara eins og gengur og gerist, að allt sé í góðu. „Hann segist hafa fengið símtal frá sjúkraþjálfaranum um að það væri eitthvað að og það þyrfti að laga það sem fyrst. Læknirinn spurði hvort ég vildi hitta sálfræðing og tala við hann. Ég varð sjálf frekar móðguð og afþakkaði það. Eftir þetta hugsaði ég mikið um þetta og vellti fyrir mér hvort það gæti verið eitthvað til í þessu. „Þjálfarinn kom rétt eftir þetta til mín og sagði mér að sálfræðingurinn biði eftir því að heyra í mér. „Ég ákvað að fara að hitta hann án þess að vita í rauninni hvað vandamál mitt væri. Þetta gerði mér gott og það var ekki þannig að við töluðum um þunglyndi eða depurð mína allan tímann, við sátum á kaffihúsi og áttum gott spjall. „Sem betur fer fór að ganga betur hjá mér og ég þurfti ekki lengur að hugsa um þetta. „Ef það hefði ekki farið að ganga betur og ég sökkt mér ofaní það að ekkert gengi upp og afþakkað það að hitta hann, sett upp grímu hefði þetta getað endað á allt annan og alvarlegri hátt.“Þorgerður er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar, Arnór Atlason, hefur verið í lykilhlutverki í landsliðinu í áraraðir og faðir hennar, Atli Hilmarsson, var sömuleiðis landsliðsmaður og svo farsæll þjálfari. Þá leikur bróðir Þorgerðar, Davíð Örn, með Víkingi í Pepsi-deild karla í fótbolta.vísir/valliVerum opin og tölum um hlutina Þorgerður segir að það sé nauðsynlegt að leikmenn eigi greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. „Þetta er dæmi sem mig langaði að segja frá, þeir komu til mín þegar þeir sáu að það var eitthvað að spurðu og mæltu með að ég talaði við sálfræðinginn okkar til að koma í veg fyrir alvarlegri stöðu. „Þetta eru forréttindi og ætti í rauninni að vera svona allsstaðar. Á íslandi þarftu fyrst og fremst að díla við vandamálið sjálfur, sem er nógu erfitt, ennþá erfiðara er að koma fram og segja frá vandamálinu, ofan á þetta allt saman þarftu að finna þér sjálfræðing og í flestum tilvikum borga háar fjárhæðir fyrir einn tíma. Oftast dugir ekki einu sinni einn tími til að laga svona alvarlegt vandamál. „Þegar ég sleit krossband kom sálfræðingurinn okkar sem vinnur hjá liðinu og talaði við mig, ég fékk í rauninni engu um það valið, það gerði mér mjög gott þó svo að ég hefði það ekkert á tilfiningunni að ég þyrfti þess.“ Þorgerður lýkur pistlinum svo á þessum orðum: „Verum opin og tölum um það þegar okkur líður illa eða erum leið. Leitum okkur hjálpar!!! „Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því að okkur líði illa og teljum okkur trú um það að við þurfum enga hjálp…. „Typical Íslendingar kannski? Sem harka allt af sér?“ Handbolti Tengdar fréttir Leikurinn sem breytti lífi Magnúsar: Þetta er hrikalegur djöfull að draga Eitt atvik fyrir leik í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar 2012 vakti upp djöfla hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni sem hann hefur ekki losnað við síðan. 28. júlí 2015 10:00 Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Ísland í dag: Íþróttamenn og geðsjúkdómar Nokkrir íþróttamenn hafa stigið fram að undanförnu og tjáð sig um andleg veikindi sín. 8. september 2015 16:53 Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg Körfuboltamaðurinn og -þjálfarinn Helgi Jónas Guðfinsson bætist í hóp íþróttamanna sem greina frá baráttu sinni við þunglyndi. 2. júlí 2015 10:34 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir, handboltakona hjá HC Leipzig í Þýskalandi, heldur úti bloggsíðu þar sem hún leyfir lesendum að fylgjast með endurhæfingu sinni eftir erfið meiðsli. Meiðsladraugurinn hefur lengi ásótt Þorgerði og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Á þessum tveimur árum hefur hún varla spilað leik, fyrst vegna alvarlegra axlarmeiðsla og svo vegna krossbandaslits sem hún er að jafna sig á núna.Sjá einnig: Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni Í nýjasti pistli sínum sem birtist í dag fer Þorgerður aðeins inn á aðrar brautir og kemur með innlegg inn í umræðuna um andlega heilsu íþróttafólks sem hefur verið áberandi að undanförnu. Skemmst er að minnast málþings um andlega líðan íþróttafólks sem Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, KSÍ og ÍSÍ efndu til í HR á miðvikudaginn. Fjallað var um málþingið í Íslandi í dag á þriðjudaginn þar sem rætt var við sálfræðinginn Hafrúnu Kristjánsdóttur og fótboltamennina Ingólf Sigurðsson og Sigurberg Elísson sem hafa báðir greint opinberlega frá glímu sinni við geðsjúkdóma.Þorgerður hefur leikið 23 landsleiki fyrir Íslands hönd.vísir/ole nielsenBrotnaði oft niður Í pistli sínum segir Þorgerður frá sinni reynslu og hvernig hún vaknaði smám saman til meðvitundar um andlegt ástand sitt. „Ég hef lengi verið meidd og því fylgir oft “ups&downs”! Síðasta árið mitt á Íslandi var erfitt líkamlega og andlega, undir lok tímabils æfði ég varla með liðinu heldur spilaði bara leikina. Það tók virkilega á og ekki síst andlega. „Inná vellinum var ég að berjast við andstæðinginn og verkinn og vildi gera allt til að hjálpa liðinu mínu, sem var virkilega erfitt þar sem ég gat ómögulega gefið allt sem ég átti vegna sársauka. Verkjatöflur, hitakrem og svo framvegis. Erfitt var líka að horfa á stelpurnar á æfingu og vera svo bara með í leikjunum, óþæginlegt fyrst og fremst. „Eftir tapleiki og eftir að þátttöku okkar í úrslitakeppninni lauk brotnaði ég oft niður og fannst ég hafa brugðist liðinu, þjálfurunum og ekki síst sjálfri mér,“ segir Þorgerður í pistlinum en hún viðurkennir að hafa haft ákveðna fordóma fyrir því að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi.Þorgerður lék síðast hér á landi með Val 2013.vísir/stefánEkkert sem maður þarf að skammast sín fyrir „Ég leitaði mér ekki hjálpar enda fannst mér þetta vera eðlilegt og ég vildi standast pressuna. Pressuna? sem var kannski ekkert tilstaðar? Það gat alveg eins bara verið í hausnum á mér,“ segir Þorgerður. „Núna þegar ég hugsa til baka hefði það kannski hjálpað mér að leita mér hjálpar? Líklega…… Þar sem ég var á erfiðum stað andlega. „Við hjá Val höfðum kost á að tala við sálfræðing og hann var til staðar ef eitthvað var, en oft finnst okkur erfitt að viðurkenna að eitthvað sé að, eða það að við þurfum hjálp. Stundum sjáum við þetta eftir á, eins og í mínu tilfelli. „Sálfræðingar eru alveg eins og venjulegir læknar og er ekkert sem maður þarf að skammast sín fyrir.“ Þorgerður segir að henni hafi verið ráðlagt, bæði af lækni og þjálfara sínum, að ræða við sálfræðing en segist hafa orðið hálf móðguð þegar þeir lögðu þetta til. „Það kom tímapunktur hjá mér þar sem ég var ekki í neitt rosalega góðu skapi og var frekar leið yfir þessu öllu saman. Aðsjálfssögðu datt mér ekki til hugar að það væri vottur af depurð eða þunglyndi,“ segir Þorgerður í pistlinum.Þorgerður ásamt á markverðinum Sunnevu Einarsdóttur á HM í Brasilíu 2011.vísir/pjeturHefði getað farið verr „Ég fæ svo símtal frá lækninum mínum þar sem hann spurði hvernig mér liði andlega og hvernig mér gengi að stilla hausinn. Ég svara að þetta sé bara eins og gengur og gerist, að allt sé í góðu. „Hann segist hafa fengið símtal frá sjúkraþjálfaranum um að það væri eitthvað að og það þyrfti að laga það sem fyrst. Læknirinn spurði hvort ég vildi hitta sálfræðing og tala við hann. Ég varð sjálf frekar móðguð og afþakkaði það. Eftir þetta hugsaði ég mikið um þetta og vellti fyrir mér hvort það gæti verið eitthvað til í þessu. „Þjálfarinn kom rétt eftir þetta til mín og sagði mér að sálfræðingurinn biði eftir því að heyra í mér. „Ég ákvað að fara að hitta hann án þess að vita í rauninni hvað vandamál mitt væri. Þetta gerði mér gott og það var ekki þannig að við töluðum um þunglyndi eða depurð mína allan tímann, við sátum á kaffihúsi og áttum gott spjall. „Sem betur fer fór að ganga betur hjá mér og ég þurfti ekki lengur að hugsa um þetta. „Ef það hefði ekki farið að ganga betur og ég sökkt mér ofaní það að ekkert gengi upp og afþakkað það að hitta hann, sett upp grímu hefði þetta getað endað á allt annan og alvarlegri hátt.“Þorgerður er af mikilli íþróttafjölskyldu en bróðir hennar, Arnór Atlason, hefur verið í lykilhlutverki í landsliðinu í áraraðir og faðir hennar, Atli Hilmarsson, var sömuleiðis landsliðsmaður og svo farsæll þjálfari. Þá leikur bróðir Þorgerðar, Davíð Örn, með Víkingi í Pepsi-deild karla í fótbolta.vísir/valliVerum opin og tölum um hlutina Þorgerður segir að það sé nauðsynlegt að leikmenn eigi greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. „Þetta er dæmi sem mig langaði að segja frá, þeir komu til mín þegar þeir sáu að það var eitthvað að spurðu og mæltu með að ég talaði við sálfræðinginn okkar til að koma í veg fyrir alvarlegri stöðu. „Þetta eru forréttindi og ætti í rauninni að vera svona allsstaðar. Á íslandi þarftu fyrst og fremst að díla við vandamálið sjálfur, sem er nógu erfitt, ennþá erfiðara er að koma fram og segja frá vandamálinu, ofan á þetta allt saman þarftu að finna þér sjálfræðing og í flestum tilvikum borga háar fjárhæðir fyrir einn tíma. Oftast dugir ekki einu sinni einn tími til að laga svona alvarlegt vandamál. „Þegar ég sleit krossband kom sálfræðingurinn okkar sem vinnur hjá liðinu og talaði við mig, ég fékk í rauninni engu um það valið, það gerði mér mjög gott þó svo að ég hefði það ekkert á tilfiningunni að ég þyrfti þess.“ Þorgerður lýkur pistlinum svo á þessum orðum: „Verum opin og tölum um það þegar okkur líður illa eða erum leið. Leitum okkur hjálpar!!! „Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því að okkur líði illa og teljum okkur trú um það að við þurfum enga hjálp…. „Typical Íslendingar kannski? Sem harka allt af sér?“
Handbolti Tengdar fréttir Leikurinn sem breytti lífi Magnúsar: Þetta er hrikalegur djöfull að draga Eitt atvik fyrir leik í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar 2012 vakti upp djöfla hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni sem hann hefur ekki losnað við síðan. 28. júlí 2015 10:00 Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Ísland í dag: Íþróttamenn og geðsjúkdómar Nokkrir íþróttamenn hafa stigið fram að undanförnu og tjáð sig um andleg veikindi sín. 8. september 2015 16:53 Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg Körfuboltamaðurinn og -þjálfarinn Helgi Jónas Guðfinsson bætist í hóp íþróttamanna sem greina frá baráttu sinni við þunglyndi. 2. júlí 2015 10:34 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Leikurinn sem breytti lífi Magnúsar: Þetta er hrikalegur djöfull að draga Eitt atvik fyrir leik í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar 2012 vakti upp djöfla hjá Magnúsi Þór Gunnarssyni sem hann hefur ekki losnað við síðan. 28. júlí 2015 10:00
Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15
Ísland í dag: Íþróttamenn og geðsjúkdómar Nokkrir íþróttamenn hafa stigið fram að undanförnu og tjáð sig um andleg veikindi sín. 8. september 2015 16:53
Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg Körfuboltamaðurinn og -þjálfarinn Helgi Jónas Guðfinsson bætist í hóp íþróttamanna sem greina frá baráttu sinni við þunglyndi. 2. júlí 2015 10:34