Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2015 08:00 Tímabilið er búið hjá Þorgerði Önnu Atladóttur. Vísir/Anton „Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna. Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna.
Handbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira