Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2015 08:00 Tímabilið er búið hjá Þorgerði Önnu Atladóttur. Vísir/Anton „Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna. Handbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
„Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna.
Handbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira