Pedersen verður áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 06:00 Pedersen þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Tyrkjum. vísir/valli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira