Formúla 1

Gastaldi: Ekki trúa neikvæðum kjaftasögum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Federico Gastaldi er búinn að fá sig fullsaddan af neikvæðum kjaftasögum.
Federico Gastaldi er búinn að fá sig fullsaddan af neikvæðum kjaftasögum. Vísir/getty
Aðstoðar liðsstjóri Lotus liðsins, Federico Gastaldi svara neikvæðisröddum um framtíð og fjármál Lotus fullum hálsi.

Lögfræðilegt deilumál Lotus við fyrrum ökumann liðsins, Charles Pic varð til þess að bílar liðsins voru kyrrsettir eftir belgíska kappaksturinn.

Sú deila leystist hratt. Nýlega var liðið fyrir dómstólum vegna skattskulda í Bretlandi. Það mál heldur áfram í næstu viku.

Gastaldi er viss um að framtíð liðsins sé örugg og gefur lítið fyrir neikvæðar kjaftasögur.

„Við trúum á liðið; við trúum á Formúlu 1 og við trúum því að við verðum áfram í baráttunni þar út tímabilið og inn í framtíðina,“ sagði Gastaldi.

„Ekki trúa neikvæðum kjaftasögum. Við erum með stjórn á hlutunum. Vissulega er lítið til aukalega í ár, ég myndi ekki vilja hafa minna að spinna úr. En sem betur fer erum við með frábæra samstarfsaðila sem skilja aðstæðurnar sem við erum í og veita okkur mikinn stuðning,“ bætti Gastaldi við.

„Ég vil leiðrétta einn misskilning, allir styrktaraðilar og samstarfsaðilar hafa borgað á réttum tíma, sumir jafnvel fram í tímann. Við erum langt frá því að synda í seðlum - ólíkt sumum keppinautum okkar - en við gerum það sem þarf að gera til að liðið geti orðið skilvirkara og skynsamara í framtíðinni,“ sagði Gastaldi að lokum.


Tengdar fréttir

Webber: Maldonado er ekki nógu góður fyrir F1

Mark Webber fyrrum ökumaður Red Bull liðsins í Formúlu 1 segir vissan hóp ökumanna sem nú aka í Formúlu 1 ekki nógu góða til að verðskulda sæti þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×