Tíundu bekkingar áhyggjufullir: „Ég veit hvernig ég útskrifast úr grunnskóla en hef ekki hugmynd um hvernig ég kemst inn í framhaldsskóla“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. september 2015 09:15 Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla ræddu við blaðamann um fyrirhugaðar breytingar og óvissu sem þeim fylgir nú í byrjun skólaárs. Visir/Pjetur Þau Tristan Elvuson, Viktor Andrason, Embla Óðinsdóttir og Elfa Hlynsdóttir eru nemendur í 10. bekk í Réttarholtsskóla og hafa öll fengið fræðslu um fyrirkomulag námsmats í ár. Þau vita því hvernig þau útskrifast úr grunnskóla en ekki hvernig þau komast inn í framhaldsskóla og eru sum hrædd um að mistakast í hæfnisprófi. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir ekkert samráð hafa verið um hæfnispróf sem eru í þróun hjá Menntamálastofnun. Hún segir sérkennilegt að treysta ekki námsmati grunnskóla. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Tistan finnst að vissu leyti sanngjarnara að taka hæfnispróf en miða við bókstafaeinkunnir.Visir/PjeturMunar miklu á B í Réttó og annars staðar Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ „Ég veit það upp að vissu marki hvernig námsmat fer fram í lok vetrar en ekki alveg,“ segir Tristan. Hann segist líka hafa vitað af því að það væri stefnt að hæfnisprófum. „Ég vissi af þeim en veit ekki hvernig þau verða framkvæmd. En að vissu leyti er sanngjarnara að taka svona próf,“ bætir hann við. „Það munar svo miklu á B í Réttó og B í einhverjum öðrum skóla.“Viktor vissi af hæfnisprófum í umræðunni en ekki að búið væri að ákveða að hafa þau.visir/PjeturGæti hugsað sér að taka hæfnispróf Viktor Andrason er einnig nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Viktor segist heldur ekki vita alveg nákvæmlega hvernig árangur vetrarins verður metinn. „Ég veit aðeins það sem kennarar og skólastjórar hafa sagt okkur,“ segir Viktor. „Ég myndi hugsa um að taka hæfnispróf ef þörf væri á,“ bætir hann við. „Ég vissi ekki að það væri búið að ákveða þau en vissi samt að þau væru í umræðunni tengd ákveðnum skólum.“Embla hefur kynnt sér námsmat og inntöku í framhaldsskóla eins og hún best getur en samt finnst henni margt óljóst.Ein lítil villa getur skemmt töluvert Embla hefur kynnt sér málið afar vel og leitað eftir upplýsingum um mat á árangri. „En samt finnst mér margt mjög óskýrt í þessum efnum,“ segir Embla. „Það er óljóst hvernig sumir þættir námsins eru metnir og menntaskólar fá ekki að vita alla stöðuna. Þeir fá óskýra mynd,“ segir hún og veltir fyrir sér einkunnagjöfinni. „Ef ég fæ mörg A en eitt B og eitt C, þá fæ ég kannski C+. Styrkleikar hvers og eins eru ekki sýnilegir í samantektinni,“ segir Embla. „Ein lítil villa getur skemmt töluvert fyrir þér.“Elfa segist myndu leggja það á sig að taka hæfnispróf en segir þau ekki endilega sanngjörn.visir/pjeturAllt undir á einum degi Elfa segist mundu leggja það á sig að fara í hæfnispróf ef hún þarf. Hana langar í Menntaskólann í Hamrahlíð. „Ég veit hvernig ég útskrifast úr grunnskóla en hef ekki hugmynd um hvernig ég kemst inn í framhaldsskóla,“ segir hún. „Hæfnisprófin eru ekki endilega sanngjörn, við erum svo misjöfn. Þú gætir hitt á vondan dag þegar prófið er, kannski hefur þú verið veik eða líður illa. Á meðan annar á góðan dag.“ Mikið sé undir á prófdeginum sjálfum. „Frammistaða alls ársins er metin í einu prófi þennan eina dag,“ segir hún og segist ekki viss um að það sé góð aðferð.Þau Tristan, Viktor, Elfa og Embla eiga framtíðina fyrir sér, þau hittu blaðamann í Réttarholtsskóla. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Þau Tristan Elvuson, Viktor Andrason, Embla Óðinsdóttir og Elfa Hlynsdóttir eru nemendur í 10. bekk í Réttarholtsskóla og hafa öll fengið fræðslu um fyrirkomulag námsmats í ár. Þau vita því hvernig þau útskrifast úr grunnskóla en ekki hvernig þau komast inn í framhaldsskóla og eru sum hrædd um að mistakast í hæfnisprófi. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir ekkert samráð hafa verið um hæfnispróf sem eru í þróun hjá Menntamálastofnun. Hún segir sérkennilegt að treysta ekki námsmati grunnskóla. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Tistan finnst að vissu leyti sanngjarnara að taka hæfnispróf en miða við bókstafaeinkunnir.Visir/PjeturMunar miklu á B í Réttó og annars staðar Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ „Ég veit það upp að vissu marki hvernig námsmat fer fram í lok vetrar en ekki alveg,“ segir Tristan. Hann segist líka hafa vitað af því að það væri stefnt að hæfnisprófum. „Ég vissi af þeim en veit ekki hvernig þau verða framkvæmd. En að vissu leyti er sanngjarnara að taka svona próf,“ bætir hann við. „Það munar svo miklu á B í Réttó og B í einhverjum öðrum skóla.“Viktor vissi af hæfnisprófum í umræðunni en ekki að búið væri að ákveða að hafa þau.visir/PjeturGæti hugsað sér að taka hæfnispróf Viktor Andrason er einnig nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Viktor segist heldur ekki vita alveg nákvæmlega hvernig árangur vetrarins verður metinn. „Ég veit aðeins það sem kennarar og skólastjórar hafa sagt okkur,“ segir Viktor. „Ég myndi hugsa um að taka hæfnispróf ef þörf væri á,“ bætir hann við. „Ég vissi ekki að það væri búið að ákveða þau en vissi samt að þau væru í umræðunni tengd ákveðnum skólum.“Embla hefur kynnt sér námsmat og inntöku í framhaldsskóla eins og hún best getur en samt finnst henni margt óljóst.Ein lítil villa getur skemmt töluvert Embla hefur kynnt sér málið afar vel og leitað eftir upplýsingum um mat á árangri. „En samt finnst mér margt mjög óskýrt í þessum efnum,“ segir Embla. „Það er óljóst hvernig sumir þættir námsins eru metnir og menntaskólar fá ekki að vita alla stöðuna. Þeir fá óskýra mynd,“ segir hún og veltir fyrir sér einkunnagjöfinni. „Ef ég fæ mörg A en eitt B og eitt C, þá fæ ég kannski C+. Styrkleikar hvers og eins eru ekki sýnilegir í samantektinni,“ segir Embla. „Ein lítil villa getur skemmt töluvert fyrir þér.“Elfa segist myndu leggja það á sig að taka hæfnispróf en segir þau ekki endilega sanngjörn.visir/pjeturAllt undir á einum degi Elfa segist mundu leggja það á sig að fara í hæfnispróf ef hún þarf. Hana langar í Menntaskólann í Hamrahlíð. „Ég veit hvernig ég útskrifast úr grunnskóla en hef ekki hugmynd um hvernig ég kemst inn í framhaldsskóla,“ segir hún. „Hæfnisprófin eru ekki endilega sanngjörn, við erum svo misjöfn. Þú gætir hitt á vondan dag þegar prófið er, kannski hefur þú verið veik eða líður illa. Á meðan annar á góðan dag.“ Mikið sé undir á prófdeginum sjálfum. „Frammistaða alls ársins er metin í einu prófi þennan eina dag,“ segir hún og segist ekki viss um að það sé góð aðferð.Þau Tristan, Viktor, Elfa og Embla eiga framtíðina fyrir sér, þau hittu blaðamann í Réttarholtsskóla.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira