Mun gjörbreyta tilgangi einkabílsins Sæunn Gísladóttr skrifar 4. september 2015 10:45 Innviði sjálfkeyrandi bíla verða allt önnur en í hefðbundnum bílum að sögn Herrtwich. mynd/mercedes-benz Með sjálfkeyrandi bílum framtíðarinnar, getur bíllinn skutlað þér í vinnuna, skilið þig eftir beint fyrir utan og farið og sótt einhvern annan sem er að deila bílnum með þér. Þessu greindi Ralf G. Herrtwich, hjá Mercedez-Benz, frá á Haustráðstefnu Advania í morgun.Ekki lengur frelsi til að ferðast í stórborgum Herrtwich fræddi ráðstefnugesti um þróun Mercedez-Benz á sjálfkeyrandi bílum. Einkabifreiðin lofaði fólki frelsi til að fara á milli staða. Einkabíllinn er ekki endilega fljótasta leiðin til að komast milli staða, en oft sú þægilegasta. Hins vegar eru borgir orðnar svo stórar í dag að mikil traffík hefur myndast og einstaklingurinn hefur ekki sama frelsi til að ferðast innan þeirra. Þess vegna hefur bílaframleiðandinn ákveðið að fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum.Bíllinn verður "þriðji staðurinn" Bílarnir sem Mercedez-Benz er að þróa á að verða "þriðji staðurinn" til að vera milli heimilis og vinnu. Þegar fólk getur slakað á í bílnum, unnið, eða lagt sig breytist tilgangur hans. Þá skiptir máli að bíllinn geti keyrt sig sjálfur án aðstoðar farþega. Bílaframleiðandinn er bæði að þróa sjálfkeyrandi vörubíla og einkabíla og bíla til að deila. Stærsta vandamálið við að deila bíl er að maður þarf að koma sér sjálfur að sækja hann. Sjálfkeyrandi bílar bjóða upp á mjög spennandi möguleika í deilihagkerfinu, bíllinn mun aldrei eyða tíma í bílastæðahúsi í staðinn getur hann farið á milli þess að skutla fólki og sækja það. Helstu áskoranir framundan við þróun bílanna segir Herrtwich vera að gera bílana að betri ökumönnum en mannfólki. Hann benti á að slysum og dauðsföllum á götum hafi farið fækkandi. Þrátt fyrir að eiginlega öll slys séu vegna mannlega þáttarins sé mikilvægt að einbeita sér að því sem mannfólk gerir rétt í umferðinni ekki vitlaust við þróun stýrikerfa bílanna. Menn gera mun meira rétt í umferðinni en rangt sagði Herrtwich. Þá benti hann á fjölmargar leiðir til að draga úr áhættu bílanna í umferðinni.Sjálfkeyrandi bílar verða allt öðruvísi að innan Að lokum vék Herrtwich að hönnun bílanna. Þægindi eru í fyrirrúmi í sjálfkeyrandi bílum Mercedez-Benz og það að þurfa ekki alltaf að sitja við stýrið býður upp á nýja möguleika fyrir innri hönnun bílsins. Einnig þarf að þróa betri leið til að bílarnir meðtaki merki. Til dæmis gat einn bíll í ökuprófun ekki skilið það þegar gömul kona á gangbraut reyndi að veifa honum áfram. Allt þetta er framundan hjá bílaframleiðandanum, en bílarnir þeirra verða vonandi komnir á lokaþróunarstig á næstu árum. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Með sjálfkeyrandi bílum framtíðarinnar, getur bíllinn skutlað þér í vinnuna, skilið þig eftir beint fyrir utan og farið og sótt einhvern annan sem er að deila bílnum með þér. Þessu greindi Ralf G. Herrtwich, hjá Mercedez-Benz, frá á Haustráðstefnu Advania í morgun.Ekki lengur frelsi til að ferðast í stórborgum Herrtwich fræddi ráðstefnugesti um þróun Mercedez-Benz á sjálfkeyrandi bílum. Einkabifreiðin lofaði fólki frelsi til að fara á milli staða. Einkabíllinn er ekki endilega fljótasta leiðin til að komast milli staða, en oft sú þægilegasta. Hins vegar eru borgir orðnar svo stórar í dag að mikil traffík hefur myndast og einstaklingurinn hefur ekki sama frelsi til að ferðast innan þeirra. Þess vegna hefur bílaframleiðandinn ákveðið að fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum.Bíllinn verður "þriðji staðurinn" Bílarnir sem Mercedez-Benz er að þróa á að verða "þriðji staðurinn" til að vera milli heimilis og vinnu. Þegar fólk getur slakað á í bílnum, unnið, eða lagt sig breytist tilgangur hans. Þá skiptir máli að bíllinn geti keyrt sig sjálfur án aðstoðar farþega. Bílaframleiðandinn er bæði að þróa sjálfkeyrandi vörubíla og einkabíla og bíla til að deila. Stærsta vandamálið við að deila bíl er að maður þarf að koma sér sjálfur að sækja hann. Sjálfkeyrandi bílar bjóða upp á mjög spennandi möguleika í deilihagkerfinu, bíllinn mun aldrei eyða tíma í bílastæðahúsi í staðinn getur hann farið á milli þess að skutla fólki og sækja það. Helstu áskoranir framundan við þróun bílanna segir Herrtwich vera að gera bílana að betri ökumönnum en mannfólki. Hann benti á að slysum og dauðsföllum á götum hafi farið fækkandi. Þrátt fyrir að eiginlega öll slys séu vegna mannlega þáttarins sé mikilvægt að einbeita sér að því sem mannfólk gerir rétt í umferðinni ekki vitlaust við þróun stýrikerfa bílanna. Menn gera mun meira rétt í umferðinni en rangt sagði Herrtwich. Þá benti hann á fjölmargar leiðir til að draga úr áhættu bílanna í umferðinni.Sjálfkeyrandi bílar verða allt öðruvísi að innan Að lokum vék Herrtwich að hönnun bílanna. Þægindi eru í fyrirrúmi í sjálfkeyrandi bílum Mercedez-Benz og það að þurfa ekki alltaf að sitja við stýrið býður upp á nýja möguleika fyrir innri hönnun bílsins. Einnig þarf að þróa betri leið til að bílarnir meðtaki merki. Til dæmis gat einn bíll í ökuprófun ekki skilið það þegar gömul kona á gangbraut reyndi að veifa honum áfram. Allt þetta er framundan hjá bílaframleiðandanum, en bílarnir þeirra verða vonandi komnir á lokaþróunarstig á næstu árum.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent