Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2015 16:00 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. Íslenska landsliðið hefur eytt síðustu fimm dögum í Berlín en alvaran byrjar á morgun og Jón Arnór er spenntur. „Þetta er loksins að byrja á morgun og maður er nú búinn að bíða svolítið lengi eftir þessu. Þetta er orðið mjög raunverulegt núna," segir Jón Arnór sem hefur gaman af því að vera á hóteli með öllum liðunum í riðli Íslands. „Það er gaman að vera komnir inn á hótel og í kringum hin liðin. Þetta er þessi mótstemning sem maður hefur saknað svolítið síðan að maður var yngri þar sem allir eru á sama staðnum," segir Jón Arnór. „Það eru allir mjög spenntir og það er brjálaður fiðringur í maganum í bland við stress og annað. Við erum bara að reyna að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir þennan leik," segir Jón Arnór. Hann sjálfur þekkir marga af verðandi mótherjum íslenska liðsins á Eurobasket. „Ég er búinn að hitta mjög mikið af strákum sem ég hef spilað með í gegnum tíðina og þá hef ég spilað á móti mörgum leikmönnum líka og þjálfurum. Það er fullt af liði sem maður þekkir sem er mjög gaman," segir Jón Arnór og bætir við: „Það skapast mjög skemmtileg stemning í kringum svona mót. Ég fatta það líka í leiðinni hvað ég er búinn að vera lengi í þessu. Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki. Ég er orðinn þvílíkur reynslubolti greinilega," segir Jón Arnór og hlær. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 13.00 á morgun að íslenskum tíma og það verður fylgst með leiknum hér inn á Vísi. EM 2015 í Berlín Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. Íslenska landsliðið hefur eytt síðustu fimm dögum í Berlín en alvaran byrjar á morgun og Jón Arnór er spenntur. „Þetta er loksins að byrja á morgun og maður er nú búinn að bíða svolítið lengi eftir þessu. Þetta er orðið mjög raunverulegt núna," segir Jón Arnór sem hefur gaman af því að vera á hóteli með öllum liðunum í riðli Íslands. „Það er gaman að vera komnir inn á hótel og í kringum hin liðin. Þetta er þessi mótstemning sem maður hefur saknað svolítið síðan að maður var yngri þar sem allir eru á sama staðnum," segir Jón Arnór. „Það eru allir mjög spenntir og það er brjálaður fiðringur í maganum í bland við stress og annað. Við erum bara að reyna að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir þennan leik," segir Jón Arnór. Hann sjálfur þekkir marga af verðandi mótherjum íslenska liðsins á Eurobasket. „Ég er búinn að hitta mjög mikið af strákum sem ég hef spilað með í gegnum tíðina og þá hef ég spilað á móti mörgum leikmönnum líka og þjálfurum. Það er fullt af liði sem maður þekkir sem er mjög gaman," segir Jón Arnór og bætir við: „Það skapast mjög skemmtileg stemning í kringum svona mót. Ég fatta það líka í leiðinni hvað ég er búinn að vera lengi í þessu. Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki. Ég er orðinn þvílíkur reynslubolti greinilega," segir Jón Arnór og hlær. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 13.00 á morgun að íslenskum tíma og það verður fylgst með leiknum hér inn á Vísi.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira