Haukur Helgi: Hugsaði að við værum að fara taka þennan leik Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 15:19 Haukur Helgi í leiknum í dag. vísir/valli Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er ánægður, en samt svekktur," voru fyrstu viðbrögð Hauks Helga í samtali við blaðamann Vísis í Berlín. „Við vorum mjög nálægt þessu og mér fannst við virkilega geta unnið þetta. Sérstaklega þegar við fórum að spila okkar leik." „Við bættum aðeins í hraðann og byrjuðum að hitta vel. Þá hugsaði ég bara að við værum að fara taka þennan leik, leiðinlegt að tapa svona, en við sýndum hversu megnugir við erum og við sýndum að við erum ekkert hérna til að gefast upp." Haukur segir að þetta gefi góð fyrirheit fyrir mótið og þeir ætli sér í hvern einasta leik til að vinna - ekki bara vera með. „Já klárlega. Við ætluðum að koma hérna og sjokkera alla sem eru að horfa á þetta. Að litla Ísland eigi ekki að vera hérna - við eigum fyllilega skilið að vera hér. Við sýndum það og sönnuðum." Íslenska liðið hitti ekki vel í fyrri hálfleik, en Haukur Helgi að segir að það sé erfitt fyrir að segja hvað hefði gerst ef þeir hefðu hitt betur í fyrri hálfleik. „Maður veit aldrei hvað hefði gerst og það er erfitt að segja ef þau hefði dottið í síðari hálfleik. Þau fóru að detta í síðari hálfleik og við komum okkur í stöðu til þess að vinna og það skiptir máli. Við höldum því áfram." „Við vorum harðir fyrir. Þýskaland eru þekktir fyrir að vera harðir fyrir og við erum harðari. Það sýndi sig kannski þegar við vorum aðeins byrjaðir að lemja á þeim og unnum okkur þannig inn í leikinn," segir Haukur og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að liðið nái ekki fullri orku fyrir leikinn gegn Ítalíu á morgun: „Nei, nei. Þetta var fyrsti leikurinn og við fáum nægan tíma til þess að safna orku fyrir morgundaginn. Síðan fáum við frí á mánudaginn svo við erum góðir," sagði Haukur Helgi að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Haukur Helgi Pálssn, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, var svekktur, en stoltur af strákunum okkar í leikslok. Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 71-65 í fyrsta leik Ísland á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er ánægður, en samt svekktur," voru fyrstu viðbrögð Hauks Helga í samtali við blaðamann Vísis í Berlín. „Við vorum mjög nálægt þessu og mér fannst við virkilega geta unnið þetta. Sérstaklega þegar við fórum að spila okkar leik." „Við bættum aðeins í hraðann og byrjuðum að hitta vel. Þá hugsaði ég bara að við værum að fara taka þennan leik, leiðinlegt að tapa svona, en við sýndum hversu megnugir við erum og við sýndum að við erum ekkert hérna til að gefast upp." Haukur segir að þetta gefi góð fyrirheit fyrir mótið og þeir ætli sér í hvern einasta leik til að vinna - ekki bara vera með. „Já klárlega. Við ætluðum að koma hérna og sjokkera alla sem eru að horfa á þetta. Að litla Ísland eigi ekki að vera hérna - við eigum fyllilega skilið að vera hér. Við sýndum það og sönnuðum." Íslenska liðið hitti ekki vel í fyrri hálfleik, en Haukur Helgi að segir að það sé erfitt fyrir að segja hvað hefði gerst ef þeir hefðu hitt betur í fyrri hálfleik. „Maður veit aldrei hvað hefði gerst og það er erfitt að segja ef þau hefði dottið í síðari hálfleik. Þau fóru að detta í síðari hálfleik og við komum okkur í stöðu til þess að vinna og það skiptir máli. Við höldum því áfram." „Við vorum harðir fyrir. Þýskaland eru þekktir fyrir að vera harðir fyrir og við erum harðari. Það sýndi sig kannski þegar við vorum aðeins byrjaðir að lemja á þeim og unnum okkur þannig inn í leikinn," segir Haukur og bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að liðið nái ekki fullri orku fyrir leikinn gegn Ítalíu á morgun: „Nei, nei. Þetta var fyrsti leikurinn og við fáum nægan tíma til þess að safna orku fyrir morgundaginn. Síðan fáum við frí á mánudaginn svo við erum góðir," sagði Haukur Helgi að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira