Forstjóri Samherja: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 22:37 Húsleit hjá Samherja árið 2012 Vísir/Pjetur „Seðlabankinn hefur misbeitt valdi sínu á fordæmalausan hátt gagnvart Samherja og starfsfólki þess. Ítrekað hefur bankinn orðið uppvís að ósannindum sem staðfest hefur verið af bæði af dómstólum og sérstökum saksóknara,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. í tilefni af yfirlýsingu sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrr í kvöld. Tilkynninguna frá Seðlabankanum má lesa hér en Þorsteinn segir hana vera „enn ein tilraun bankans til að breiða yfir eigin rangfærslur og mistök og afvegaleiða umræðuna.“ Hann segir niðurstöðu sérstaks saksóknara „ótvíræða“ og vísar í úrskurð embættisins.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Nánar tiltekið taldi embættið að það sem fram kom við rannsókn málsins um ætluð brot og atvik þeim tengd benti ekki til að hugsanleg persónuleg refsiábyrgð [mín] eða annarra kærðra einstaklinga á ætluðum brotum í málinu gæti komið til álita. Þegar af þeirri ástæðu lauk embættið meðferð sinni á viðkomandi sakarefnum málsins enda nægði hún til að útiloka að komið gæti til höfðunar sakamáls vegna ætlaðra brota.“ Þetta telur Þorsteinn vera til marks um að niðurstaða embættisins hafi verið skýr. „Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga. Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri niðurstöðu embættisins og hefur ekkert að gera með skýrleika laga líkt og bankinn heldur fram. Málatilbúnaður Seðlabankans hefur frá upphafi verið tilhæfulaus. Niðurstaða sérstaks saksóknara staðfestir það einfaldlega,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum. 6. september 2015 20:33 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
„Seðlabankinn hefur misbeitt valdi sínu á fordæmalausan hátt gagnvart Samherja og starfsfólki þess. Ítrekað hefur bankinn orðið uppvís að ósannindum sem staðfest hefur verið af bæði af dómstólum og sérstökum saksóknara,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. í tilefni af yfirlýsingu sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrr í kvöld. Tilkynninguna frá Seðlabankanum má lesa hér en Þorsteinn segir hana vera „enn ein tilraun bankans til að breiða yfir eigin rangfærslur og mistök og afvegaleiða umræðuna.“ Hann segir niðurstöðu sérstaks saksóknara „ótvíræða“ og vísar í úrskurð embættisins.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Nánar tiltekið taldi embættið að það sem fram kom við rannsókn málsins um ætluð brot og atvik þeim tengd benti ekki til að hugsanleg persónuleg refsiábyrgð [mín] eða annarra kærðra einstaklinga á ætluðum brotum í málinu gæti komið til álita. Þegar af þeirri ástæðu lauk embættið meðferð sinni á viðkomandi sakarefnum málsins enda nægði hún til að útiloka að komið gæti til höfðunar sakamáls vegna ætlaðra brota.“ Þetta telur Þorsteinn vera til marks um að niðurstaða embættisins hafi verið skýr. „Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga. Byggði niðurfelling málsins eingöngu á þeirri niðurstöðu embættisins og hefur ekkert að gera með skýrleika laga líkt og bankinn heldur fram. Málatilbúnaður Seðlabankans hefur frá upphafi verið tilhæfulaus. Niðurstaða sérstaks saksóknara staðfestir það einfaldlega,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum. 6. september 2015 20:33 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum. 6. september 2015 20:33