Kvótahafar halda áfram að senda kaldar kveðjur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2015 21:00 Oddviti Djúpavogs segir að meðan Alþingi breyti ekki leikreglunum muni handhafar fiskveiðikvótans halda áfram að senda kaldar kveðjur inn í byggðarlög með því að yfirgefa þau fyrirvaralaust. Djúpivogur er eitt af þeim samfélögum þar sem fiskveiðistjórnunarkerfið hefur haft örlagaríkar breytingar í för með sér, og það aftur og aftur. Þess er skemmst að minnast þegar forsvarsmenn Vísis tilkynntu í fyrra að fiskvinnslu yrði hætt á Djúpavogi og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Heimamenn hafa reyndar náð að spyrna við fæti með byggðakvóta sem fyrirtækið Búlandstindur vinnur á staðnum, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að baráttan sé ekki búin. „Við viljum meina það að við eigum rétt á því að fá eftir sem áður aðgang að þessari auðlind vegna þess að þetta sjávarþorp, - það á mikið undir því að við getum haldið áfram hér uppi stöðugri vinnslu og veitt atvinnu áfram í kringum þetta dæmi. Við misstum þarna 90 prósent af aflaheimildum af staðnum og það er auðvitað mikið högg,“ segir Andrés.Mannvirki fiskimjölsverksmiðjunnar á Djúpavogi. Starfseminni lauk árð 2004 þegar uppsjávarkvótinn hvarf burt.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Djúpivogur átti einnig hlutdeild í síld og loðnu og þar var rekin bræðsla þar til fyrir ellefu árum. „Á einni nóttu yfirgáfu menn, - S-hópurinn frægi yfirgaf svæðið hér með einhver 30 þúsund tonn af uppsjávarheimildum þegar sveitarfélagið var nýbúið að byggja höfn fyrir þessa aðila. Þannig að kveðjurnar hafa nú verið býsna kaldar á stundum.“ Oddvitinn spáir því að menn eigi eftir að sjá fleiri slík dæmi meðan kvótakerfið er óbreytt. „Þessir aðilar spila eftir þeim leikreglum sem Alþingi setur þeim. Og meðan þessum leikreglum er ekki breytt þá munu menn halda áfram að hegða sér með þessum hætti og þjappa saman aflaheimildunum og telja fólki trú um að hagkvæmnin sé alltaf fólgin í stærðinni.“Frá Djúpavogi við Berufjörð. Fjallið Búlandstindur í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Oddviti Djúpavogs segir að meðan Alþingi breyti ekki leikreglunum muni handhafar fiskveiðikvótans halda áfram að senda kaldar kveðjur inn í byggðarlög með því að yfirgefa þau fyrirvaralaust. Djúpivogur er eitt af þeim samfélögum þar sem fiskveiðistjórnunarkerfið hefur haft örlagaríkar breytingar í för með sér, og það aftur og aftur. Þess er skemmst að minnast þegar forsvarsmenn Vísis tilkynntu í fyrra að fiskvinnslu yrði hætt á Djúpavogi og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Heimamenn hafa reyndar náð að spyrna við fæti með byggðakvóta sem fyrirtækið Búlandstindur vinnur á staðnum, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að baráttan sé ekki búin. „Við viljum meina það að við eigum rétt á því að fá eftir sem áður aðgang að þessari auðlind vegna þess að þetta sjávarþorp, - það á mikið undir því að við getum haldið áfram hér uppi stöðugri vinnslu og veitt atvinnu áfram í kringum þetta dæmi. Við misstum þarna 90 prósent af aflaheimildum af staðnum og það er auðvitað mikið högg,“ segir Andrés.Mannvirki fiskimjölsverksmiðjunnar á Djúpavogi. Starfseminni lauk árð 2004 þegar uppsjávarkvótinn hvarf burt.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Djúpivogur átti einnig hlutdeild í síld og loðnu og þar var rekin bræðsla þar til fyrir ellefu árum. „Á einni nóttu yfirgáfu menn, - S-hópurinn frægi yfirgaf svæðið hér með einhver 30 þúsund tonn af uppsjávarheimildum þegar sveitarfélagið var nýbúið að byggja höfn fyrir þessa aðila. Þannig að kveðjurnar hafa nú verið býsna kaldar á stundum.“ Oddvitinn spáir því að menn eigi eftir að sjá fleiri slík dæmi meðan kvótakerfið er óbreytt. „Þessir aðilar spila eftir þeim leikreglum sem Alþingi setur þeim. Og meðan þessum leikreglum er ekki breytt þá munu menn halda áfram að hegða sér með þessum hætti og þjappa saman aflaheimildunum og telja fólki trú um að hagkvæmnin sé alltaf fólgin í stærðinni.“Frá Djúpavogi við Berufjörð. Fjallið Búlandstindur í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01