Airbus sækir um einkaleyfi fyrir nýjar „Concorde-þotur“ Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2015 11:16 Mynd af Concorde MSN1 á flugsafninu í Blagnac í suðvesturhluta Frakklands. Vísir/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skilað inn umsókn um einkaleyfi fyrir „nýjar Concorde-þotur“. Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund í stað þeirra sjö sem það tekur nú.Í frétt Business Insider segir að hámarkshraði þotunnar verði Mach 4,5 eða rúmlega fjórfaldur hljóðhraði. Í fimmtán gráðu lofthita samsvarar það um 4.900 kílómetra hraða.Concorde tekin út umferð 2003 Síðustu Concorde-þoturnar voru teknar úr umferð árið 2003 en með þeim tók um þrjá og hálfan tíma að fljúga milli London og New York. Ástæður þess að hætt var að nota vélina má að stærstum hluta rekja til flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns fórust.Einungis tuttugu farþegar Nýja þotan á einungis að taka tuttugu farþega, sem bendir til að reynt verði að höfða til mjög takmarkaðs hóps ferðamnna. Verði ráðist í gerð þotnanna munu þær taka lóðrétt á loft og vera með þrjá ólíkar gerðir af hreyflum knúnum gasi. Flughæðin á að vera um 30 þúsund metrar, en „venjulegar“ flugfélar fljúga flestar í um 10 þúsund metra hæð. Að neðan má sjá myndband af YouTube þar sem rýnt er í þotuna. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skilað inn umsókn um einkaleyfi fyrir „nýjar Concorde-þotur“. Verði þoturnar að veruleika verður hægt að fljúga milli London og New York á einni klukkustund í stað þeirra sjö sem það tekur nú.Í frétt Business Insider segir að hámarkshraði þotunnar verði Mach 4,5 eða rúmlega fjórfaldur hljóðhraði. Í fimmtán gráðu lofthita samsvarar það um 4.900 kílómetra hraða.Concorde tekin út umferð 2003 Síðustu Concorde-þoturnar voru teknar úr umferð árið 2003 en með þeim tók um þrjá og hálfan tíma að fljúga milli London og New York. Ástæður þess að hætt var að nota vélina má að stærstum hluta rekja til flugslyss í París árið 2000 þar sem 113 manns fórust.Einungis tuttugu farþegar Nýja þotan á einungis að taka tuttugu farþega, sem bendir til að reynt verði að höfða til mjög takmarkaðs hóps ferðamnna. Verði ráðist í gerð þotnanna munu þær taka lóðrétt á loft og vera með þrjá ólíkar gerðir af hreyflum knúnum gasi. Flughæðin á að vera um 30 þúsund metrar, en „venjulegar“ flugfélar fljúga flestar í um 10 þúsund metra hæð. Að neðan má sjá myndband af YouTube þar sem rýnt er í þotuna.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira