Körfubolti

Markmiðið er að einn daginn verði NBA leikur í Afríku

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adam Silver með Dikembe Mutombo, fyrrum NBA-leikmanni.
Adam Silver með Dikembe Mutombo, fyrrum NBA-leikmanni. Vísir/Getty
Adam Silver, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar, segir að markmið deildarinnar sé að einn daginn fari fram leikur í NBA-deildinni í Afríku en Silver er þessa dagana í Suður-Afríku þar sem sérstakur góðgerðarleikur fer fram á sunnudaginn.

Verður þetta í fyrsta sinn sem körfuboltaleikur tengdur NBA-deildinni fer fram í heimsálfunni og er mikil spenna fyrir leiknum.

Eru margar af helstu stjörnum NBA-deildarinnar mættar og má þar á meðal nefna Chris Paul, Gasol bræðurna, Luol Deng og Serge Ibaka en þjálfararnir verða þeir Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs og þjálfari ársins á síðasta tímabili, Mike Budenholzer, þjálfari Atlanta Hawks.

Er þetta aðeins fyrsta skrefið í áætlun NBA-deildarinnar um að breiða út boðskap deildarinnar í Afríku en um árabil hafa lið deildarinnar leikið leiki á undirbúningstímabilinu út um allan heim. Þá fara tveir leikir fram árlega erlendis, einn í Mexíkó og einn í London.

„Ég er kominn hingað til að fylgjast með og sjá hvernig þetta gengur. Til þess að við getum haldið leiki hérna, hvort sem um ræðir á undirbúningstímabilinu eða á meðan tímabilinu stæði, þyrfti betri körfuknattleikshöll. Þetta er tilraun og það verður gaman að sjá hvernig þetta gengur.“

„“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×