Er ég femínisti? Guðný Hjaltadóttir skrifar 28. júlí 2015 18:45 Þegar ég var yngri þótti mér svarið við þessari spurningu tiltölulega auðvelt. Auðvitað er ég femínisti. Ég veit ég ekki hversu oft ég hef fylgst með umræðum um þetta hugtak, femínisma. Þar sem einhver hendir því fram, oft af mikilli heift, að hann sé ekki femínisti. Því er þá jafnan svarað með þeim hætti hvort viðkomandi styðji ekki jafnan rétt kynjanna. Snýst umræðan þannig oftar um hvað felst í orðinu femínismi frekar en hvað sé rétt að gera í jafnréttisbaráttu, hvort rétt sé að skilgreina sig sem jafnréttissinna eða femínista. Ég er klárlega jafnréttissinni. Ég styð jafnan rétt karla, kvenna og allra annarra. Í hugum einhverra er það einmitt það sem femínismi er. Í augum þeirra er ég femínisti og það er ekkert flóknara en það. Í hugum annarra virðist sá skilningur lagður í hugtakið femínisma að hann hafni því að oft sé einnig brotið á karlmönnum. Að femínismi sé einhver andstæða réttindabaráttu karla. Er það raunin? Kynjakvóta ber jafnan á góma í tengslum við femínisma. Ég hef verið efins um þá og reyndar lent í rökræðum við vinkonur mínar um þá. Ég var til að mynda full efasemda þegar kynjakvóti var settur í Gettu betur. Ástæða þess var sú að að sá kynjakvóti virkaði með þeim hætti að stúlkur gátu komist áfram þó þær skoruðu lægra á prófi og mér fannst það slæm skilaboð til stúlkna. Mikið fannst mér nú samt gaman að sjá jafnt hlutfall kynjanna í úrslitunum. Kannski hafði ég bara rangt fyrir mér í þessu tilviki. Þeim kynjakvóta er ætlað að vera tímabundinn, kannski er það réttlætanleg tímabundin mismunun ef árangurinn er þessi. Ég er þó að jafnaði ekki hlynnt mismunun sem þessari. Ég er töluvert jákvæðari gagnvart jákvæðri mismunun, þ.e.a.s. þegar konur eða karlar njóta forgangs vegna kyns síns að því gefnu að þær eða þeir uppfylli skilyrði um jafnt hæfi. Mér þætti til að mynda mjög óréttlátt ef konur í flugnámi, með helmingi færri tíma en karlkyns umsækjendur, yrðu frekar ráðnar í stöður hjá flugfélögum vegna þess að þær væru konur. Þannig væri hætta á að karlkyns umsækjendurnir, sem búnir væru að fjárfesta helmingi meira í námi sínu, lentu alltaf aftar í röðinni. Mér finnst það óréttlætanlegt. Mismunun. Ég tel hins vegar að á öðrum sviðum væri mjög vert að skoða kynjakvóta. Til að mynda þykir mér afar óeðlilegt að 8 af 9 dómurum við Hæstarétt séu karlmenn. Í þeirri skoðun felst engin gagnrýni á viðkomandi dómara eða efasemdir um hæfni þeirra. Alls ekki. Mér finnst dómstólarnir bara einmitt vettvangur þar sem mikilvægt er að hafa konur til helminga. Reynsluheimur karla og kvenna er ekki sá sami og það getur skipt máli. Það þyrfti heldur enga beina mismunun til að bæta úr þeirri stöðu enda á Ísland fullt af hámenntuðum, reynslumiklum kvenkyns lögfræðingum til að velja úr. Þar er hæfni mun matskenndari en niðurstöður úr prófum. Það er ekkert launungamál að lengi hefur hallað mikið á karlmenn í forræðisdeilum og hefur fjöldi karlmanna í gegnum tíðina fundið sig í þeirri stöðu að þurfa að horfa á eftir börnum sínum og sætta sig við nýjan, tómlegri raunveruleika. Þessi mál eru auðvitað sérstaks eðlis að því leytinu til að þegar hagsmunir barna og réttindi foreldra eru ósamrýmanlegir verða réttindi foreldranna að víkja. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru alltof margir karlmenn hér á landi sem hafa þurft að bera harm sinn í hljóði. Ást foreldra á börnum sínum er nefnilega ekki kynbundin. Ef ég viðurkenni að það hallar oft á karlmenn, að kynferðisofbeldi sé ekki bundið við konur, get ég þá talist vera femínisti? Ef ég hef efasemdir um kynjakvóta get ég þá ekki kallað mig femínista? Spilling tungumálsins er hugtak innan heimspekinnar. Í því felst að orð missir upphaflega merkingu sína. Tökum dæmi. ,,Hann er nú meiri kommúnistinn“. Þessari setningu hefur gjarnan verið hent fram undir neikvæðum formerkjum. En hvað er kommúnismi? Hugmynd Karl Marx var, í það minnst að mati undirritaðrar, einstaklega falleg. Svo falleg að hún gerði í raun ráð fyrir að við værum öll systkini, tilbúin til að gefa náunga okkar vinnu okkar. Í upphaflegri merkingu er það kannski bara ekkert slæmt að vera kommúnisti. Með tímanum hlaut hugtakið hins vegar neikvæða merkingu. Að mati undirritaðrar er það sama uppi á teningnum með hugtakið femínisma. Innan femínismans eru margs konar hreyfingar, svo sem frjálslyndur, sósíalískur, róttækur, póstmódernískur og menningarlegur femínismi. Þó að ég skilgreini mig þannig sem femínista í hinni víðtæku merkingu, sem samheiti allra flokkanna, er augljóst að ég fell ekki undir allar hreyfingarnar. Hefur þannig hugtakið femínismi hlotið margs konar merkingar. Það sem ég á við þegar ég kalla mig femínista er alls ekki það sama og aðilinn við hliðina á mér á við. Í mínum huga er það engin spurning að ég geti kallað mig femínista. Ég skil hugtakið ekki þannig að þar með afneiti ég öllu sem viðkemur réttindum karlmanna. Að mér sé einungis annt um réttindabaráttu kvenna. Bara alls ekki. Það eru öfgar innan allra hreyfinga og mér finnst ekki rétt að öfgarnar skilgreini stefnurnar. Mér finnst það líka viss vanvirðing við formæður okkar sem gerðu það að verkum að við íslenskar konur njótum mest jafnréttis í heiminum að afneita því hugtaki sem réttindabarátta þeirra bar. Til að forðast endalaust rifrildi um hugtakið er þó kannski bara réttast að taka hugtakið femínisma úr umræðunni um stund og ræða frekar málefnin sjálf. Kannski veldur hugtakið sjálft meiri ágreiningi en málefnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Tími til aðgerða Það líður ekki sá dagur að ekki birtist fréttir utan úr heimi um hræðilegt ofbeldi gegn konum. Þar sem komið er fram við konur með svo ómannúðlegum og sadistískum hætti að maður grípur fyrir andlitið við lesturinn. Hvort sem um er að ræða hrottalegar hópnauðganir, sýruárásir, grýtingar, íkveikjur eða annað. Eru athafnirnar iðulega réttlættar á grundvelli athafna konunnar sjálfrar (e. victim blaming), menningu, laga, vangreidds heimanmundar eða öðrum álíka fjarstæðukenndum átyllum. 19. júní 2014 11:31 Má ég nafngreina kvalara minn? Bylting varð í Facebook-hópnum Beauty tips á dögunum þar sem fjöldi kvenna hefur komið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. 11. júní 2015 09:51 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri þótti mér svarið við þessari spurningu tiltölulega auðvelt. Auðvitað er ég femínisti. Ég veit ég ekki hversu oft ég hef fylgst með umræðum um þetta hugtak, femínisma. Þar sem einhver hendir því fram, oft af mikilli heift, að hann sé ekki femínisti. Því er þá jafnan svarað með þeim hætti hvort viðkomandi styðji ekki jafnan rétt kynjanna. Snýst umræðan þannig oftar um hvað felst í orðinu femínismi frekar en hvað sé rétt að gera í jafnréttisbaráttu, hvort rétt sé að skilgreina sig sem jafnréttissinna eða femínista. Ég er klárlega jafnréttissinni. Ég styð jafnan rétt karla, kvenna og allra annarra. Í hugum einhverra er það einmitt það sem femínismi er. Í augum þeirra er ég femínisti og það er ekkert flóknara en það. Í hugum annarra virðist sá skilningur lagður í hugtakið femínisma að hann hafni því að oft sé einnig brotið á karlmönnum. Að femínismi sé einhver andstæða réttindabaráttu karla. Er það raunin? Kynjakvóta ber jafnan á góma í tengslum við femínisma. Ég hef verið efins um þá og reyndar lent í rökræðum við vinkonur mínar um þá. Ég var til að mynda full efasemda þegar kynjakvóti var settur í Gettu betur. Ástæða þess var sú að að sá kynjakvóti virkaði með þeim hætti að stúlkur gátu komist áfram þó þær skoruðu lægra á prófi og mér fannst það slæm skilaboð til stúlkna. Mikið fannst mér nú samt gaman að sjá jafnt hlutfall kynjanna í úrslitunum. Kannski hafði ég bara rangt fyrir mér í þessu tilviki. Þeim kynjakvóta er ætlað að vera tímabundinn, kannski er það réttlætanleg tímabundin mismunun ef árangurinn er þessi. Ég er þó að jafnaði ekki hlynnt mismunun sem þessari. Ég er töluvert jákvæðari gagnvart jákvæðri mismunun, þ.e.a.s. þegar konur eða karlar njóta forgangs vegna kyns síns að því gefnu að þær eða þeir uppfylli skilyrði um jafnt hæfi. Mér þætti til að mynda mjög óréttlátt ef konur í flugnámi, með helmingi færri tíma en karlkyns umsækjendur, yrðu frekar ráðnar í stöður hjá flugfélögum vegna þess að þær væru konur. Þannig væri hætta á að karlkyns umsækjendurnir, sem búnir væru að fjárfesta helmingi meira í námi sínu, lentu alltaf aftar í röðinni. Mér finnst það óréttlætanlegt. Mismunun. Ég tel hins vegar að á öðrum sviðum væri mjög vert að skoða kynjakvóta. Til að mynda þykir mér afar óeðlilegt að 8 af 9 dómurum við Hæstarétt séu karlmenn. Í þeirri skoðun felst engin gagnrýni á viðkomandi dómara eða efasemdir um hæfni þeirra. Alls ekki. Mér finnst dómstólarnir bara einmitt vettvangur þar sem mikilvægt er að hafa konur til helminga. Reynsluheimur karla og kvenna er ekki sá sami og það getur skipt máli. Það þyrfti heldur enga beina mismunun til að bæta úr þeirri stöðu enda á Ísland fullt af hámenntuðum, reynslumiklum kvenkyns lögfræðingum til að velja úr. Þar er hæfni mun matskenndari en niðurstöður úr prófum. Það er ekkert launungamál að lengi hefur hallað mikið á karlmenn í forræðisdeilum og hefur fjöldi karlmanna í gegnum tíðina fundið sig í þeirri stöðu að þurfa að horfa á eftir börnum sínum og sætta sig við nýjan, tómlegri raunveruleika. Þessi mál eru auðvitað sérstaks eðlis að því leytinu til að þegar hagsmunir barna og réttindi foreldra eru ósamrýmanlegir verða réttindi foreldranna að víkja. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru alltof margir karlmenn hér á landi sem hafa þurft að bera harm sinn í hljóði. Ást foreldra á börnum sínum er nefnilega ekki kynbundin. Ef ég viðurkenni að það hallar oft á karlmenn, að kynferðisofbeldi sé ekki bundið við konur, get ég þá talist vera femínisti? Ef ég hef efasemdir um kynjakvóta get ég þá ekki kallað mig femínista? Spilling tungumálsins er hugtak innan heimspekinnar. Í því felst að orð missir upphaflega merkingu sína. Tökum dæmi. ,,Hann er nú meiri kommúnistinn“. Þessari setningu hefur gjarnan verið hent fram undir neikvæðum formerkjum. En hvað er kommúnismi? Hugmynd Karl Marx var, í það minnst að mati undirritaðrar, einstaklega falleg. Svo falleg að hún gerði í raun ráð fyrir að við værum öll systkini, tilbúin til að gefa náunga okkar vinnu okkar. Í upphaflegri merkingu er það kannski bara ekkert slæmt að vera kommúnisti. Með tímanum hlaut hugtakið hins vegar neikvæða merkingu. Að mati undirritaðrar er það sama uppi á teningnum með hugtakið femínisma. Innan femínismans eru margs konar hreyfingar, svo sem frjálslyndur, sósíalískur, róttækur, póstmódernískur og menningarlegur femínismi. Þó að ég skilgreini mig þannig sem femínista í hinni víðtæku merkingu, sem samheiti allra flokkanna, er augljóst að ég fell ekki undir allar hreyfingarnar. Hefur þannig hugtakið femínismi hlotið margs konar merkingar. Það sem ég á við þegar ég kalla mig femínista er alls ekki það sama og aðilinn við hliðina á mér á við. Í mínum huga er það engin spurning að ég geti kallað mig femínista. Ég skil hugtakið ekki þannig að þar með afneiti ég öllu sem viðkemur réttindum karlmanna. Að mér sé einungis annt um réttindabaráttu kvenna. Bara alls ekki. Það eru öfgar innan allra hreyfinga og mér finnst ekki rétt að öfgarnar skilgreini stefnurnar. Mér finnst það líka viss vanvirðing við formæður okkar sem gerðu það að verkum að við íslenskar konur njótum mest jafnréttis í heiminum að afneita því hugtaki sem réttindabarátta þeirra bar. Til að forðast endalaust rifrildi um hugtakið er þó kannski bara réttast að taka hugtakið femínisma úr umræðunni um stund og ræða frekar málefnin sjálf. Kannski veldur hugtakið sjálft meiri ágreiningi en málefnin.
Tími til aðgerða Það líður ekki sá dagur að ekki birtist fréttir utan úr heimi um hræðilegt ofbeldi gegn konum. Þar sem komið er fram við konur með svo ómannúðlegum og sadistískum hætti að maður grípur fyrir andlitið við lesturinn. Hvort sem um er að ræða hrottalegar hópnauðganir, sýruárásir, grýtingar, íkveikjur eða annað. Eru athafnirnar iðulega réttlættar á grundvelli athafna konunnar sjálfrar (e. victim blaming), menningu, laga, vangreidds heimanmundar eða öðrum álíka fjarstæðukenndum átyllum. 19. júní 2014 11:31
Má ég nafngreina kvalara minn? Bylting varð í Facebook-hópnum Beauty tips á dögunum þar sem fjöldi kvenna hefur komið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. 11. júní 2015 09:51
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun