Telur sig nálgast að finna ódýra, hreina og nánast óþrjótandi orkulind Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2015 15:25 Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan. Illugi og Orka Energy Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Íslenskur eðlisfræðingur hefur í samstarfi við sænskan prófessor birt vísindagrein þar sem skýrt er frá þeim byltingakennda möguleika, að raunhæft sé að framleiða ódýra orku í ómældu magni með því að umbreyta vatni í orku með samruna vetnis. Sífellt fleiri vísindamenn heimsins taka þátt í að þróa slíkar rannsóknir Sveinn Ólafsson, eðlisfræðingur sem starfar við Háskóla Íslands hefur í samstarfi við Leif Holmild, prófessor í eðlisfræði við Gautaborgarháskóla birt nýja ritrýnda grein með þeim niðurstöðum að hægt sé að þróa aðferð til að framleiða orku með svokölluðum köldum samruna vetnis. Greinin birtist í ritinu International Journal of Hydrogen Energy. Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. En með frekari rannsóknum og vilja vísindasamfélagsins mætti framleiða endalaust af ódýrri orku með tilheyrandi byltingu fyrir samfélög heims. Vetni er frumefni og finnst í vatni. Á einfaldan hátt má segja að með samruna vetnis, verði í ákveðnu ferli, til þéttur vetnisfasi sem sendir frá sér orku. „Þá væri þetta í rauninni voðalega mikil orka sem hægt væri að umbreyta vegna þess að eitt glas af vatni er eins og milljón lítrar af bensíni í orkuinnihaldi, það er að segja kjarnorkuinnihaldi,” segir Sveinn. Þannig sé hægt að nota vetni úr vatni til að framleiða hreina orku. Yrði það annað hvort gert með því að taka fjögur vetnisatóm og hverfa þau í helín eins og gerist í kjarna sólarinnar eða þá að nýta tvívetni. Sveinn vonast til að grein hans verði til þess að fjármagnafrekari rannsóknir á köldum samruna. Orkuframleiðslan er líkt og jarðvarmavirkjun að borholunum slepptum, segir Sveinn en nú sé verið að taka fyrstu sporin í átt að skýrari niðurstöðum. Sveinn segir að stigandi hafi verið á hverju ári í rannsóknunum á köldum samruna og að vísindasamfélagið sé að vakna til meðvitundar um að þetta sé raunhæft möguleiki. Þó er margt enn óútskýrt í rannsóknunum. Viðtal við Svein Ólafsson má hlusta í heild sinni hér að ofan.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira