Viðskipti innlent

Álverið í Straumsvík fór áður fram á hið gagnstæða

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Gylfi Arnbjörsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörsson, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm
Álverið í Straumsvík óskaði sjálft eftir því í upphafi rekstrar að tryggja starfsöryggi starfsmanna með því að setja takmarkanir á verktöku í kjarasamningum. Nú strandar gerð kjarasamninga á kröfum fyrirtækisins um aukna verktöku.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir kröfuna þýða færri störf og lægri laun. Segir hann að oft hafi verið tekist á um ákvæði um verktöku í kjarasamningum starfsmanna í álverinu.

Sjónarmið stjórnenda fyrirtækisins eru þau að fyrirtækið búi við einna þrengstu skorður allra fyrirtækja á Íslandi hvað varðar heimildir til verktöku. Nú vilja stjórnendur fyrirtækisins rýmri heimildir og allt að hundrað launamenn hjá fyrirtækinu gætu orðið verktakar.

Í því samhengi minnir Gylfi á að það hafi verið ósk fyrirtækisins sjálfs að setja þessar þröngu skorður í upphafi.

„Það var að ósk Ísal að vera með svolítið lokað umhverfi. Það var þannig í upphafi þessarar verksmiðju að vilja hafa þetta umhverfi svolítið öðruvísi en á íslenskum vinnumarkaði, líka hvað varðar afgreiðslu kjarasamninga og annað. Það var ýmislegt sem fyrirtækið fékk í staðinn. Starfsmenn fengu líka ýmis ákvæði þar á meðal að þeir stæðu ekki frammi fyrir svona hótunum,“ segir Gylfi og segist skilja sjónarmið og reiði starfsmanna álversins í baráttu sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×