Þetta eru launahæstu stjörnur heims Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 09:37 Floyd Meaweather, Manny Pacquiao og Katy Perry eru í fyrstu þremur sætunum á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnurnar. vísir Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu. Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu.
Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira