Viðskipti innlent

Bjarki Gunnlaugsson gjaldþrota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bræðurnir Arnar og Bjarki hafa verið umsvifamiklir í viðskiptum á undanförnum árum.
Bræðurnir Arnar og Bjarki hafa verið umsvifamiklir í viðskiptum á undanförnum árum.
Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn Bjarki Gunnlaugsson hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. júní og skipaði Héraðsdómur Reykjavíkur Hildi Sólveigu Pétursdóttur sem skiptastjóra.

Bjarki og Arnar tvíburabróðir hans hafa verið umfangsmiklir í viðskiptum allt frá því að atvinnuferli þeirra í knattspyrnu lauk. Þeir hafa meðal annars fjárfest í fasteignafélögum, veitingastöðum og voru með áform um að hefja rekstur spilavítis hér á landi.

Bjarki er einn sigursælasti knattspyrnumaður Íslands hér á landi en hann varð Íslandsmeistari með ÍA, KR og FH. Hann spilaði lengi sem atvinnumaður erlendis. Fyrst fóru þeir bræðurnir ungir að árum til Feyenoord í Hollandi en síðar spilaði hann með liðum í Þýskalandi, Noregi og Englandi áður en hann lauk ferlinum sem Íslandsmeistari með FH árið 2012.


Tengdar fréttir

Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu

Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×