Tvöfalt fleiri ferðamenn á hvert starf Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 10:52 Ferðamönnum hefur fjölgað um 225 prósent frá árinu 2010. Hér má sjá ferðamenn við Dynjanda á dögunum. vísir/pjetur Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá. Fréttir af flugi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá.
Fréttir af flugi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira