Viðskipti innlent

Gríðar­lega há máls­varnar­laun í markaðs­mis­notkunar­máli Kaup­þings

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verjendur við dómsuppsögu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Verjendur við dómsuppsögu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/gva
Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á íslenska ríkið, eða um 94 milljónir. Dómur féll í málinu í dag og voru sjö af níu sakborningum dæmdir til mislangrar refsingar vegna aðildar sinnar að málinu.

Hreiðar Már Sigurðsson var dæmdur til að greiða mest af þeim níu sem ákærðir voru í málinu. Alls voru verjenda hans, Herði Felix Harðarsyni, dæmdar tæpar 48 milljónir króna í málsvarnarlaun en Hreiðar þarf að greiða tvo þriðju af þeirri upphæð. Því falla um 16 milljónir á ríkissjóð.

Sigurður Einarsson þarf einnig að greiða verjanda sínum, Gesti Jónssyni, tvo þriðju af málsvarnarlaunum hans sem námu alls um 35 milljónum. Hið sama gildir um Ingólf Helgason en Grími Sigurðssyni, verjenda hans, voru dæmdar rúmar 41 milljón króna í málsvarnarlaun. Þá greiðast laun verjenda hans á fyrri stigum málsins, alls um 17 milljónir króna, úr ríkissjóði.

Einar Pálmi Sigmundsson greiðir að fullu málsvarnarlaun verjenda hans, Gizurs Bergsteinssonar. Nema þau rúmum 14 milljónum króna.

Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson greiða einnig málsvarnarlaun verjenda að fullu. Var hvorum verjanda dæmdar rúmar 24 milljónir króna.

Bjarki Diego þarf að greiða þrjá fjórðu af málsvarnarlaunum verjenda síns en alls nema málsvarnarlaunin um 25 milljónum króna.

Málsvarnarlaun verjenda Magnúsar Guðmundssonar og Bjarkar Þórarinsdóttur, sem voru þau einu sem sýknuð voru í málinu, greiðast að fullu úr ríkissjóði. Kristínu Edwald, verjanda Magnúsar, voru dæmdar tæpar 20 milljónir og Halldóri Jónssyni, verjanda Bjarkar, rúmar 10 milljónir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×