Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum og Kína vilja eignast Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2015 22:15 Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þrjár mínútur frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þrjár mínútur frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira