Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum og Kína vilja eignast Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2015 22:15 Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira