Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum og Kína vilja eignast Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2015 22:15 Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis. Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis.
Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira