Tiger: Ég er á réttri leið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“ Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“
Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17