10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 10:48 Bláa lónið malar gull þessi dægrin. Vísir/GVA Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45