10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 10:48 Bláa lónið malar gull þessi dægrin. Vísir/GVA Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45