Jón Ólafsson: Þarf sterkt réttarkerfi til að geta keppt við Pepsi og Coca-Cola Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 12:16 Jón Ólafsson, forstjóri Icelandic Water Holdings, fagnar niðurstöðunni. Vísir/Arnþór/Anton Hæstiréttur snéri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og féllst á kröfu Icelandic Water Holdings hf. um að fyrirtækinu Iceland Glacier Wonders ehf. yrði gert að fella úr firmaheiti sínu vörumerki Icelandic Wather Holdings, ICELAND GLACIER. Vísir fjallaði um málið í gær. Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá Tego, hafði samband við Vísi í morgun. Minnti hún á að Icelandic Water Holdings hefði lagt aðaláherslu á kröfu um að Iceland Glacier Wonders fengi ekki að nota vörumerkið ICELAND GLACIER. Því liti fyrirtækið á niðurstöðu gærdagsins sem sigur. Féllst Hæstiréttur þannig á að ruglingshætta væri milli firmaheitisins og skráðs vörumerkis Icelandic Water Holdings, ICELAND GLACIER, þar sem hætta væri á að tengsl væru með fyrirtækjunum. Var Iceland Glacier Wonders ehf. því bannað að nota auðkennið ICELAND GLACIER í firmaheiti sínu og gert að afmá það að viðlögðum dagsektum. Iceland Water Holdings hf. hafði einnig áfrýjað dómi héraðsdóms þar sem fellt var úr gildi lögbann sýslumanns við notkun Iceland Glacier Wonders ehf. á auðkenninu ICELAND GLACIER, þ.m.t. á kynningarefni og vatnsflöskum. Taldi Hæstiréttur að ekki væri hætta á ruglingi milli auðkennisins ICELAND GLACIER og vara Iceland Glacier Wonders ehf. þar sem félagið notaði einnig annað vörumerki, SNO, með áberandi hætti. Var dómur héraðsdóms því staðfestur.Málskostnaður á víxl Iceland Water Holdings þarf að greiða 500 þúsund krónur vegna málskostnaðar í lögbannsmálinu en Icelandic Glacier Wonders 1200 þúsund krónur í hinu málinu. Iceland Glacier Wonders ehf. þarf að breyta heiti sínu og þar af leiðandi umbúðum sínum þar sem nafnið kemur fram að sögn Jóns Ólafssonar. „Við fögnum því að íslenskt réttarkerfi virðist í auknu mæli viðurkenna mikilvægi þess að vernda íslensk vörumerki, koma í veg fyrir misnotkun á hugverkaréttindum og styðja við ný fyrirtæki. Aðeins með sterkt réttarkerfi heima fyrir getum við byggt upp nægjanlega sterk fyrirtæki til að geta keppt við alþjóðleg fyrirtæki á borð við Nestle, Pepsi og Coca-Cola,“ segir Jón Ólafsson í fréttatilkynningu frá Iceland Water Holdings hf. „Þessi dómur er því mikið fagnaðarefni enda hefur notkun samkeppnisaðila okkar á þessu firmaheiti skapað rugling þar sem vörur hans hafa ranglega verið tengdar við Iceland Water Holdings hf. Því mun vonandi linna nú. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu“. Tengdar fréttir Jón Ólafsson tapar lögbannsmáli í Hæstarétti Fyrirtækið Iceland Glacier Wonders fær að nota vörumerkið „Iceland Glacier.“ 4. júní 2015 19:22 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Hæstiréttur snéri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og féllst á kröfu Icelandic Water Holdings hf. um að fyrirtækinu Iceland Glacier Wonders ehf. yrði gert að fella úr firmaheiti sínu vörumerki Icelandic Wather Holdings, ICELAND GLACIER. Vísir fjallaði um málið í gær. Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá Tego, hafði samband við Vísi í morgun. Minnti hún á að Icelandic Water Holdings hefði lagt aðaláherslu á kröfu um að Iceland Glacier Wonders fengi ekki að nota vörumerkið ICELAND GLACIER. Því liti fyrirtækið á niðurstöðu gærdagsins sem sigur. Féllst Hæstiréttur þannig á að ruglingshætta væri milli firmaheitisins og skráðs vörumerkis Icelandic Water Holdings, ICELAND GLACIER, þar sem hætta væri á að tengsl væru með fyrirtækjunum. Var Iceland Glacier Wonders ehf. því bannað að nota auðkennið ICELAND GLACIER í firmaheiti sínu og gert að afmá það að viðlögðum dagsektum. Iceland Water Holdings hf. hafði einnig áfrýjað dómi héraðsdóms þar sem fellt var úr gildi lögbann sýslumanns við notkun Iceland Glacier Wonders ehf. á auðkenninu ICELAND GLACIER, þ.m.t. á kynningarefni og vatnsflöskum. Taldi Hæstiréttur að ekki væri hætta á ruglingi milli auðkennisins ICELAND GLACIER og vara Iceland Glacier Wonders ehf. þar sem félagið notaði einnig annað vörumerki, SNO, með áberandi hætti. Var dómur héraðsdóms því staðfestur.Málskostnaður á víxl Iceland Water Holdings þarf að greiða 500 þúsund krónur vegna málskostnaðar í lögbannsmálinu en Icelandic Glacier Wonders 1200 þúsund krónur í hinu málinu. Iceland Glacier Wonders ehf. þarf að breyta heiti sínu og þar af leiðandi umbúðum sínum þar sem nafnið kemur fram að sögn Jóns Ólafssonar. „Við fögnum því að íslenskt réttarkerfi virðist í auknu mæli viðurkenna mikilvægi þess að vernda íslensk vörumerki, koma í veg fyrir misnotkun á hugverkaréttindum og styðja við ný fyrirtæki. Aðeins með sterkt réttarkerfi heima fyrir getum við byggt upp nægjanlega sterk fyrirtæki til að geta keppt við alþjóðleg fyrirtæki á borð við Nestle, Pepsi og Coca-Cola,“ segir Jón Ólafsson í fréttatilkynningu frá Iceland Water Holdings hf. „Þessi dómur er því mikið fagnaðarefni enda hefur notkun samkeppnisaðila okkar á þessu firmaheiti skapað rugling þar sem vörur hans hafa ranglega verið tengdar við Iceland Water Holdings hf. Því mun vonandi linna nú. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu“.
Tengdar fréttir Jón Ólafsson tapar lögbannsmáli í Hæstarétti Fyrirtækið Iceland Glacier Wonders fær að nota vörumerkið „Iceland Glacier.“ 4. júní 2015 19:22 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Jón Ólafsson tapar lögbannsmáli í Hæstarétti Fyrirtækið Iceland Glacier Wonders fær að nota vörumerkið „Iceland Glacier.“ 4. júní 2015 19:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun