Jón Ólafsson: Þarf sterkt réttarkerfi til að geta keppt við Pepsi og Coca-Cola Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 12:16 Jón Ólafsson, forstjóri Icelandic Water Holdings, fagnar niðurstöðunni. Vísir/Arnþór/Anton Hæstiréttur snéri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og féllst á kröfu Icelandic Water Holdings hf. um að fyrirtækinu Iceland Glacier Wonders ehf. yrði gert að fella úr firmaheiti sínu vörumerki Icelandic Wather Holdings, ICELAND GLACIER. Vísir fjallaði um málið í gær. Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá Tego, hafði samband við Vísi í morgun. Minnti hún á að Icelandic Water Holdings hefði lagt aðaláherslu á kröfu um að Iceland Glacier Wonders fengi ekki að nota vörumerkið ICELAND GLACIER. Því liti fyrirtækið á niðurstöðu gærdagsins sem sigur. Féllst Hæstiréttur þannig á að ruglingshætta væri milli firmaheitisins og skráðs vörumerkis Icelandic Water Holdings, ICELAND GLACIER, þar sem hætta væri á að tengsl væru með fyrirtækjunum. Var Iceland Glacier Wonders ehf. því bannað að nota auðkennið ICELAND GLACIER í firmaheiti sínu og gert að afmá það að viðlögðum dagsektum. Iceland Water Holdings hf. hafði einnig áfrýjað dómi héraðsdóms þar sem fellt var úr gildi lögbann sýslumanns við notkun Iceland Glacier Wonders ehf. á auðkenninu ICELAND GLACIER, þ.m.t. á kynningarefni og vatnsflöskum. Taldi Hæstiréttur að ekki væri hætta á ruglingi milli auðkennisins ICELAND GLACIER og vara Iceland Glacier Wonders ehf. þar sem félagið notaði einnig annað vörumerki, SNO, með áberandi hætti. Var dómur héraðsdóms því staðfestur.Málskostnaður á víxl Iceland Water Holdings þarf að greiða 500 þúsund krónur vegna málskostnaðar í lögbannsmálinu en Icelandic Glacier Wonders 1200 þúsund krónur í hinu málinu. Iceland Glacier Wonders ehf. þarf að breyta heiti sínu og þar af leiðandi umbúðum sínum þar sem nafnið kemur fram að sögn Jóns Ólafssonar. „Við fögnum því að íslenskt réttarkerfi virðist í auknu mæli viðurkenna mikilvægi þess að vernda íslensk vörumerki, koma í veg fyrir misnotkun á hugverkaréttindum og styðja við ný fyrirtæki. Aðeins með sterkt réttarkerfi heima fyrir getum við byggt upp nægjanlega sterk fyrirtæki til að geta keppt við alþjóðleg fyrirtæki á borð við Nestle, Pepsi og Coca-Cola,“ segir Jón Ólafsson í fréttatilkynningu frá Iceland Water Holdings hf. „Þessi dómur er því mikið fagnaðarefni enda hefur notkun samkeppnisaðila okkar á þessu firmaheiti skapað rugling þar sem vörur hans hafa ranglega verið tengdar við Iceland Water Holdings hf. Því mun vonandi linna nú. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu“. Tengdar fréttir Jón Ólafsson tapar lögbannsmáli í Hæstarétti Fyrirtækið Iceland Glacier Wonders fær að nota vörumerkið „Iceland Glacier.“ 4. júní 2015 19:22 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hæstiréttur snéri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og féllst á kröfu Icelandic Water Holdings hf. um að fyrirtækinu Iceland Glacier Wonders ehf. yrði gert að fella úr firmaheiti sínu vörumerki Icelandic Wather Holdings, ICELAND GLACIER. Vísir fjallaði um málið í gær. Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur hjá Tego, hafði samband við Vísi í morgun. Minnti hún á að Icelandic Water Holdings hefði lagt aðaláherslu á kröfu um að Iceland Glacier Wonders fengi ekki að nota vörumerkið ICELAND GLACIER. Því liti fyrirtækið á niðurstöðu gærdagsins sem sigur. Féllst Hæstiréttur þannig á að ruglingshætta væri milli firmaheitisins og skráðs vörumerkis Icelandic Water Holdings, ICELAND GLACIER, þar sem hætta væri á að tengsl væru með fyrirtækjunum. Var Iceland Glacier Wonders ehf. því bannað að nota auðkennið ICELAND GLACIER í firmaheiti sínu og gert að afmá það að viðlögðum dagsektum. Iceland Water Holdings hf. hafði einnig áfrýjað dómi héraðsdóms þar sem fellt var úr gildi lögbann sýslumanns við notkun Iceland Glacier Wonders ehf. á auðkenninu ICELAND GLACIER, þ.m.t. á kynningarefni og vatnsflöskum. Taldi Hæstiréttur að ekki væri hætta á ruglingi milli auðkennisins ICELAND GLACIER og vara Iceland Glacier Wonders ehf. þar sem félagið notaði einnig annað vörumerki, SNO, með áberandi hætti. Var dómur héraðsdóms því staðfestur.Málskostnaður á víxl Iceland Water Holdings þarf að greiða 500 þúsund krónur vegna málskostnaðar í lögbannsmálinu en Icelandic Glacier Wonders 1200 þúsund krónur í hinu málinu. Iceland Glacier Wonders ehf. þarf að breyta heiti sínu og þar af leiðandi umbúðum sínum þar sem nafnið kemur fram að sögn Jóns Ólafssonar. „Við fögnum því að íslenskt réttarkerfi virðist í auknu mæli viðurkenna mikilvægi þess að vernda íslensk vörumerki, koma í veg fyrir misnotkun á hugverkaréttindum og styðja við ný fyrirtæki. Aðeins með sterkt réttarkerfi heima fyrir getum við byggt upp nægjanlega sterk fyrirtæki til að geta keppt við alþjóðleg fyrirtæki á borð við Nestle, Pepsi og Coca-Cola,“ segir Jón Ólafsson í fréttatilkynningu frá Iceland Water Holdings hf. „Þessi dómur er því mikið fagnaðarefni enda hefur notkun samkeppnisaðila okkar á þessu firmaheiti skapað rugling þar sem vörur hans hafa ranglega verið tengdar við Iceland Water Holdings hf. Því mun vonandi linna nú. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu“.
Tengdar fréttir Jón Ólafsson tapar lögbannsmáli í Hæstarétti Fyrirtækið Iceland Glacier Wonders fær að nota vörumerkið „Iceland Glacier.“ 4. júní 2015 19:22 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón Ólafsson tapar lögbannsmáli í Hæstarétti Fyrirtækið Iceland Glacier Wonders fær að nota vörumerkið „Iceland Glacier.“ 4. júní 2015 19:22