Körfubolti

Enginn skorar hjá Gunnleifi nema eiginkonan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson er í stuði á öllum vígstöðvum þessa dagana.
Gunnleifur Gunnleifsson er í stuði á öllum vígstöðvum þessa dagana. vísir/Stefán
Gunnleifur Gunnleifsson setti félagsmet hjá Breiðabliki í gærkvöldi þegar hann hélt hreinu fjórða leikinn í röð.

Breiðablik vann fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar liði lagði nýliða Leiknis, 2-0, í Breiðholtinu.

Þetta er fjórði leikurinn í röð sem liðið heldur hreinu, en Blikar fengu síðast á sig mark í deildinni gegn Keflavík í 1-1 jafntefli 17. maí.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, setti félagsmet í gærkvöldi, en hann er nú búinn að halda markinu hreinu í 401 mínútu.

Eiginkona hans, Hildur Einarsdóttir, sló á létta strengi á Twitter í gærkvöldi eftir að eiginmaðurinn var búinn að halda hreinu enn eina ferðina og skrifaði:

Eðlilega sló tístið í gegn, en yfir 100 manns voru búnir að merkja það sem „favorite“ í gærkvöldi.

Gunnleifur var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir leikinn gegn Tékkum fyrir frammistöðu sína í Pepsi-deildinni til þessa, en hann hefur farið vel af stað eins og Blikarnir.

Þó hann sjái um að aðrir skori ekki innan vallar virðist honum ganga ágætlega heima fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×