Íbúðalánasjóður ónýtur í núverandi mynd að mati AGS Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. maí 2015 20:49 Íbúðalánasjóður í núverandi mynd er ónýtur og stjórnvöld ættu að stöðva nýjar lánveitingar sjóðsins og láta hann einbeita sér að því að gera upp skuldir sínar áður en nýtt fyrirkomulag húsnæðismála er tekið upp. Þetta er mat sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú hér á landi í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Í yfirlýsingu sjóðsins segir að samkomulag þurfi að nást um nýja stefnu í húsnæðismálum og láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. „Viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs er brostið. Ég held að það sé viðurkennt að það sé brostið. Það sem við eigum við með því er að Íbúðalánasjóður ætti að hætta útlánum. Hann ætti að gera upp lán sín og skuldir með tímanum. Um leið er mjög mikilvægt að einhver stofnun eða áætlun komi í staðinn,“ segir Peter Dohlman formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland. Vandamálið er hins vegar að engin stefna liggur fyrir um hvað komi í staðinn fyrir Íbúðalánasjóð. Skýrsla um framtíðarskipan húsnæðismála var kynnt í maí 2014. Ekkert frumvarp um framtíðarmálefni Íbúðalánasjóðs hefur komið frá félags- og húsnæðismálaráðherra eins og boðað hafði verið eftir að skýrslan kom út. Starfsemi sjóðsins hefur nú þegar dregist mikið saman. Að sögn Sigurðar Erlingssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafa lánveitingar sjóðsins dregist saman um þriðjung á hverju ári undanfarin fjögur ár. Síðustu mánuði hefur sjóðurinn verið að lána mjög lítið. Sigurður, sem lét af störfum um síðustu mánaðarmót, sagði að skýringin væri aðallega hörð samkeppni um lánveitingar frá bönkunum. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Íbúðalánasjóður í núverandi mynd er ónýtur og stjórnvöld ættu að stöðva nýjar lánveitingar sjóðsins og láta hann einbeita sér að því að gera upp skuldir sínar áður en nýtt fyrirkomulag húsnæðismála er tekið upp. Þetta er mat sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú hér á landi í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Í yfirlýsingu sjóðsins segir að samkomulag þurfi að nást um nýja stefnu í húsnæðismálum og láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. „Viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs er brostið. Ég held að það sé viðurkennt að það sé brostið. Það sem við eigum við með því er að Íbúðalánasjóður ætti að hætta útlánum. Hann ætti að gera upp lán sín og skuldir með tímanum. Um leið er mjög mikilvægt að einhver stofnun eða áætlun komi í staðinn,“ segir Peter Dohlman formaður sendinefndar AGS fyrir Ísland. Vandamálið er hins vegar að engin stefna liggur fyrir um hvað komi í staðinn fyrir Íbúðalánasjóð. Skýrsla um framtíðarskipan húsnæðismála var kynnt í maí 2014. Ekkert frumvarp um framtíðarmálefni Íbúðalánasjóðs hefur komið frá félags- og húsnæðismálaráðherra eins og boðað hafði verið eftir að skýrslan kom út. Starfsemi sjóðsins hefur nú þegar dregist mikið saman. Að sögn Sigurðar Erlingssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafa lánveitingar sjóðsins dregist saman um þriðjung á hverju ári undanfarin fjögur ár. Síðustu mánuði hefur sjóðurinn verið að lána mjög lítið. Sigurður, sem lét af störfum um síðustu mánaðarmót, sagði að skýringin væri aðallega hörð samkeppni um lánveitingar frá bönkunum.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira