Íbúðalánasjóður hættir að lána og verður látinn „renna út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 19:45 Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira