Fékk kröfuna sína í Glitni greidda að fullu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:00 Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir erlenda kröfuhafa föllnu bankanna reyna allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti slitabúanna. Vísir/Heiða/Anton Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fékk kröfu sína í slitabú Glitnis greidda að fullu rétt áður en gjaldþrotakrafa hans á hendur slitabúinu var tekin fyrir í héraðsdómi. Heiðar segist ætla að leggja fram samskonar slitabeiðni fram vegna slitabús Kaupþings banka á næstu dögum. Heiðar keypti viðurkenndar kröfur í slitabú bæði Glitnis og Kaupþings banka á síðasta ári með það fyrir augunum að fara fram á gjaldþrotaskipti slitabúanna. Gjaldþrotabeiðni vegna Glitnis var lögð fram í desember síðastliðnum. Sú beiðni verður ekki tekin fyrir þar sem krafan hefur verið greidd upp að fullu af lögmannsstofu, samkvæmt ákvæði í lögum. „Það átti að taka hana til meðferðar hjá héraðsdómi í dag og glitnir og kröfuhafar voru búnir að tefja ferlið í sex mánuði og svo loksins þegar kom að því að taka hana til meðferðar þá beittu þeir úrræði í lögum að utanaðkomandi getur komið inn og borgað upp kröfuna að fullu,“ segir Heiðar. „Þannig að kröfur sem í raun og veru ganga kaupum og sölum í dag á 30-40 prósent var greidd upp í gær 100 prósent.“ Heiðar segir að slitakrafa á hendur Kaupþingi banka sé í vinnslu hjá lögmönnum sínum. Hún verði vonandi tilbúin í dag svo að hægt sé að leggja hana fram í vikunni. Heiðar reiknar með því að fá kröfuna í Kaupþing greidda að fullu frá aðilum tengdum kröfuhöfum slitabúsins, líkt og með Glitni. En hver var það sem greiddi kröfu hans í Glitni? „Það var Réttur lögmannsstofa Ragnars Aðalsteinssonar sem hefur verið að vinna fyrir kröfuhafa í Glitni sem eiga um 66 prósent af öllum kröfunum. hún kom og greiddi upp kröfuna, væntanlega fyrir hönd þeirra aðila,“ segir hann. Heiðar segir málið fordæmisgefandi. „Ég svo sem hef ekki aðra kosti í stöðuni þá heldur en að sætta mig við það en það sem gerist er að þetta gefur mikið fordæmi; að íslenskir kröfuhafar geta fengið greitt út 100 prósent því erlendir kröfuhafar vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla og taka áhættuna af því að gömlu bankarnir verði loksins settir í þrot,“ segir hann. Heiðar segir að greiðslurnar fyrir kröfuna koma beint úr vasa erlendra kröfuhafa sem séu að reyna að gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir gjaldþrotaskipti föllnu bankanna.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira