Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 12:15 Eignarhlutur ríkisins í Arion banka var framseldur þann 3. september 2009 og hluturinn í Íslandsbanka þann 15. október 2009 með samningum sem gerðir voru við slitabú bankanna. vísir Eignarhlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka voru ekki framseldir til slitabúa bankanna fyrr en eftir að heimild fékkst til þess í lögum í desember 2009. Samningar um framsölin voru þó gerðir áður en lagaheimildin lá fyrir. Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu ríkisins um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frá því var greint í morgun að Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, hafi ekki haft lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka árið 2009. Eignarhlutur ríkisins í Arion banka var framseldur þann 3. september 2009 og hluturinn í Íslandsbanka þann 15. október 2009 með samningum sem gerðir voru við slitabú bankanna. Í umsögninni vísar bankasýslan í álit Ríkisendurskoðunar um að samkomulag ríkisins við skilanefndir bankanna um yfirtöku á eignarhlutunum teldist til ráðstöfunar á eignum ríkisins. Það hefði því þurft að afla heimildar í lögum til að framselja hlutina, samkvæmt 29. grein laga um fjárreiður ríkisins. Lög sem staðfestu breytingar á eignarhlutum ríkisins í bönkunum voru hins vegar ekki samþykkt fyrr en þann 22. desember 2009.Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar eignarhlutur ríkisins í bönkunum var framseldur. Vísir/ValliEignarhlutirnir voru framseldir eftir þann tíma, að því er fram kemur í umsögn bankasýslunnar, þó að samningarnir hafi verið gerðir áður en formleg heimild fékkst í lögum. Það sé því rangt sem fram komi í frumvarpinu annars vegar að Arion banki hafi verið í eigu ríkisins fram í nóvember 2009, og hins vegar að Íslandsbanki hafi verið í ríkiseigu til október 2009. Í umsögninni segir orðrétt: „Hið rétta er að það var ekki fyrr en 8. janúar 2010, sem 87,0% eignarhlutur ríkisins [í Arion banka] var framseldur til Kaupskila ehf., sbr. skýringu nr. 120 á bls. 73 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009. Hins vegar er eignarhlutur íslenska ríkisins 13,0% í ríkisreikningi sama árs, þar sem hann var gerður í júní 2010, þegar framsalið hafði þegar átt sér stað.“ Um framsalið til Íslandsbanka segir: „Framsal 95,0% eignarhlutar ríkisins í bankanum til Glitnis hf. átti sér ekki stað fyrr en 31. desember 2009, sbr. skýringu á bls. 3 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009.“ Tengdar fréttir Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka voru ekki framseldir til slitabúa bankanna fyrr en eftir að heimild fékkst til þess í lögum í desember 2009. Samningar um framsölin voru þó gerðir áður en lagaheimildin lá fyrir. Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu ríkisins um frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frá því var greint í morgun að Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, hafi ekki haft lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka árið 2009. Eignarhlutur ríkisins í Arion banka var framseldur þann 3. september 2009 og hluturinn í Íslandsbanka þann 15. október 2009 með samningum sem gerðir voru við slitabú bankanna. Í umsögninni vísar bankasýslan í álit Ríkisendurskoðunar um að samkomulag ríkisins við skilanefndir bankanna um yfirtöku á eignarhlutunum teldist til ráðstöfunar á eignum ríkisins. Það hefði því þurft að afla heimildar í lögum til að framselja hlutina, samkvæmt 29. grein laga um fjárreiður ríkisins. Lög sem staðfestu breytingar á eignarhlutum ríkisins í bönkunum voru hins vegar ekki samþykkt fyrr en þann 22. desember 2009.Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar eignarhlutur ríkisins í bönkunum var framseldur. Vísir/ValliEignarhlutirnir voru framseldir eftir þann tíma, að því er fram kemur í umsögn bankasýslunnar, þó að samningarnir hafi verið gerðir áður en formleg heimild fékkst í lögum. Það sé því rangt sem fram komi í frumvarpinu annars vegar að Arion banki hafi verið í eigu ríkisins fram í nóvember 2009, og hins vegar að Íslandsbanki hafi verið í ríkiseigu til október 2009. Í umsögninni segir orðrétt: „Hið rétta er að það var ekki fyrr en 8. janúar 2010, sem 87,0% eignarhlutur ríkisins [í Arion banka] var framseldur til Kaupskila ehf., sbr. skýringu nr. 120 á bls. 73 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009. Hins vegar er eignarhlutur íslenska ríkisins 13,0% í ríkisreikningi sama árs, þar sem hann var gerður í júní 2010, þegar framsalið hafði þegar átt sér stað.“ Um framsalið til Íslandsbanka segir: „Framsal 95,0% eignarhlutar ríkisins í bankanum til Glitnis hf. átti sér ekki stað fyrr en 31. desember 2009, sbr. skýringu á bls. 3 í ársreikningi bankans fyrir árið 2009.“
Tengdar fréttir Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31
Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10