ASÍ hefur fylgst með verðbreytingum á byggingarvörum frá því í október 2014, vegna afnáms vörugjalda um áramótin og lækkunar á virðisaukaskatti.
Á meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á könnunum sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi í október og í apríl.

Þær verslanir sem hlutfallslega lækkuðu verð oftast um 15 prósent eða meira voru Birgisson, Egill Árnason og Harðviðarval. Þær lækkuðu verðið um 15 prósent eða meira í um 66 prósenta tilvika.
Bauhaus lækkaði ekki verð í tæplega 85 prósent tilvika, Húsasmiðjan ekki í tæplega 45 prósent tilvika og verðlækkanir í Byko voru innan við fimm prósent í tæplega 90 prósent tilvika.