Var ekki fædd þegar Íslandsmótið vannst síðast á sigurmarki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 14:00 Lovísa Thompson. Vísir/Stefán Lovísa Thompson var hetja Gróttu í gær þegar hún tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn með því að skora sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok í fjórða leiknum við Stjörnuna. Þetta er aðeins í annað skiptið í 23 ára sögu úrslitakeppni kvenna þar sem eitt mark í blálok leiksins tryggir liði Íslandsmeistaratitilinn. Gæsahúðin er enn til staðar og augun votna af tárum þegar þetta myndband er skoðað! Hversu frábærar eru þessar stelpur og hversu stórkostlega stuðningsmenn á Grótta? Langflottasta félagið á ÍSLANDI!Posted by Grótta Handbolti on Wednesday, May 13, 2015Ragnheiður skoraði sigurmark fyrir sautján árum Það voru líka liðin sautján ár síðan að Íslandsmeistaratitill kvenna vannst á sigurmarki en Ragnheiður Stephensen tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn árið 1998 með því að skora úrslitamarkið í lokaleiknum á móti Haukum. Bikarinn er kominn á Seltjarnarnesið!! ÁFRAM GRÓTTA :)Posted by Grótta Handbolti on Tuesday, May 12, 2015Umfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Stjörnunnar 27. apríl 1998.Hrund Grétarsdóttir fiskaði þá vítakast 11 sekúndum fyrir leikslok sem Ragnheiður Stephensen skoraði úr af öryggi. Sá tími sem eftir var var of naumur fyrir Hauka að knýja fram framlengingu. „Þegar ég tók vítið hugsaði ég aðeins að maður gæti ekki sleppt þessu tækifæri. Hún var búin að verja tvö frá mér í fyrri leikjum og það þýddi bara að ég var búin að klikka," sagði Ragnheiður Stephensen í viðtali við DV eftir leikinn. Lovísa, sem er fimmtán ára Valhýsingur, verður ekki sextán ára fyrr en í október, fékk risastórt hlutverk í besta liði landsins og stóð sig vel á stóra sviðinu þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysið. Lovísa var ekki fædd þegar Ragnheiður skoraði sigurmarkið sitt 25. apríl 1998.Sjá einnig: Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, setti lokaleikkerfið upp fyrir grunnskólastelpuna og hún svaraði með því að skora með frábæru skoti framhjá markverðinum frábæra Florentinu Stanciu. Stjörnukonur höfðu ekki tíma til að fara í sókn því leiktíminn rann út stuttu eftir að boltinn lá í markinu. „Ég veit ekki hvað ég fór að hugsa þá. Annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leikinn. Það hafa verið jafnir úrslitaleikir í úrslitakeppni kvenna sem hafa unnist bæði í framlengingu og vítakeppni en þetta var í fyrsta sinn frá 1998 þar sem eitt einstakt mark færir liði Íslandsmeistaratitilinn.Lovísa Thompson er hér nýbúin að skora sigurmarkið og aðeins þrjár sekúndur standa eftir á klukkunni.Vísir/Valli Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Gróttukonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur, 24-23, í fjórða leiknum á móti Stjörnunni í úrslitareinvígi Olís-deildar kvenna. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins. 13. maí 2015 12:30 Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:39 Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu. 13. maí 2015 07:00 Kári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-24 | Sigurmark á lokasekúndunni og Grótta Íslandsmeistari Grótta brýtur blað í sögu félagsins með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna. Hin kornunga Lovísa Thompson var hetja Gróttu. 12. maí 2015 18:08 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Lovísa Thompson var hetja Gróttu í gær þegar hún tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn með því að skora sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok í fjórða leiknum við Stjörnuna. Þetta er aðeins í annað skiptið í 23 ára sögu úrslitakeppni kvenna þar sem eitt mark í blálok leiksins tryggir liði Íslandsmeistaratitilinn. Gæsahúðin er enn til staðar og augun votna af tárum þegar þetta myndband er skoðað! Hversu frábærar eru þessar stelpur og hversu stórkostlega stuðningsmenn á Grótta? Langflottasta félagið á ÍSLANDI!Posted by Grótta Handbolti on Wednesday, May 13, 2015Ragnheiður skoraði sigurmark fyrir sautján árum Það voru líka liðin sautján ár síðan að Íslandsmeistaratitill kvenna vannst á sigurmarki en Ragnheiður Stephensen tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn árið 1998 með því að skora úrslitamarkið í lokaleiknum á móti Haukum. Bikarinn er kominn á Seltjarnarnesið!! ÁFRAM GRÓTTA :)Posted by Grótta Handbolti on Tuesday, May 12, 2015Umfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Stjörnunnar 27. apríl 1998.Hrund Grétarsdóttir fiskaði þá vítakast 11 sekúndum fyrir leikslok sem Ragnheiður Stephensen skoraði úr af öryggi. Sá tími sem eftir var var of naumur fyrir Hauka að knýja fram framlengingu. „Þegar ég tók vítið hugsaði ég aðeins að maður gæti ekki sleppt þessu tækifæri. Hún var búin að verja tvö frá mér í fyrri leikjum og það þýddi bara að ég var búin að klikka," sagði Ragnheiður Stephensen í viðtali við DV eftir leikinn. Lovísa, sem er fimmtán ára Valhýsingur, verður ekki sextán ára fyrr en í október, fékk risastórt hlutverk í besta liði landsins og stóð sig vel á stóra sviðinu þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysið. Lovísa var ekki fædd þegar Ragnheiður skoraði sigurmarkið sitt 25. apríl 1998.Sjá einnig: Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, setti lokaleikkerfið upp fyrir grunnskólastelpuna og hún svaraði með því að skora með frábæru skoti framhjá markverðinum frábæra Florentinu Stanciu. Stjörnukonur höfðu ekki tíma til að fara í sókn því leiktíminn rann út stuttu eftir að boltinn lá í markinu. „Ég veit ekki hvað ég fór að hugsa þá. Annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leikinn. Það hafa verið jafnir úrslitaleikir í úrslitakeppni kvenna sem hafa unnist bæði í framlengingu og vítakeppni en þetta var í fyrsta sinn frá 1998 þar sem eitt einstakt mark færir liði Íslandsmeistaratitilinn.Lovísa Thompson er hér nýbúin að skora sigurmarkið og aðeins þrjár sekúndur standa eftir á klukkunni.Vísir/Valli
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Gróttukonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur, 24-23, í fjórða leiknum á móti Stjörnunni í úrslitareinvígi Olís-deildar kvenna. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins. 13. maí 2015 12:30 Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:39 Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu. 13. maí 2015 07:00 Kári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-24 | Sigurmark á lokasekúndunni og Grótta Íslandsmeistari Grótta brýtur blað í sögu félagsins með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna. Hin kornunga Lovísa Thompson var hetja Gróttu. 12. maí 2015 18:08 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Fyrsta félagið sem vinnur þrjá stærstu titlana í fyrsta sinn á sama árinu Gróttukonur urðu í gær Íslandsmeistarar í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur, 24-23, í fjórða leiknum á móti Stjörnunni í úrslitareinvígi Olís-deildar kvenna. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins. 13. maí 2015 12:30
Lovísa: Hugsaði bara um að skora Lovísa Thompson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvöld með páskaeggi sem hún hafði geymt frá því um páskana. Hin fimmtán ára Lovísa var hetja Gróttu en hún skoraði sigurmarkið gegn Stjörnunni í kvöld og tryggði Gróttu þar með Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:39
Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Grótta varð Íslandsmeistari í hópíþrótt í fyrsta sinn í sögu félagsins er liðið vann sigur á Stjörnunni í Mýrinni í gær. Hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson skoraði dramatískt sigurmark Gróttu. 13. maí 2015 07:00
Kári: Ólýsanleg tilfinning Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var vitanlega himinlifandi með sigur síns liðs á Stjörnunni og Íslandsmeistaratitilinn. 12. maí 2015 22:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-24 | Sigurmark á lokasekúndunni og Grótta Íslandsmeistari Grótta brýtur blað í sögu félagsins með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna. Hin kornunga Lovísa Thompson var hetja Gróttu. 12. maí 2015 18:08