Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 12:53 Björn Þorvaldsson og Sigurður Einarsson. Vísir/Vihelm/Daníel Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent