Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:55 Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans hafi verið mjög lítil. Hann segist hvorki hafa komið nálægt því hversu mikið eigin viðskipti keyptu af hlutabréfum Kaupþings né á hvaða gengi bankinn keypti bréfin. Hreiðar er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, ásamt öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings, en starfsmenn eigin viðskipta eiga að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum að undirlagi Hreiðars, og annarra, með það að markmiði að halda bréfi verðanna uppi.Eitt heildarsvar frá Hreiðari Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Hreiðar nú út í ákæruatriðin. Á meðal þeirra gagna sem hann hefur borið undir hann eru töflur úr ákæru sem sýna viðskipti deildar eigin viðskipta í Kaupþingi með hlutabréf í Kaupþingi á hverjum degi á ákærutímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Kvaðst Hreiðar ekkert hafa kynnt þær tölur sem koma fram í töflunum og hann gæti því ekki tjáð sig um þær. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagði þá að það þyrfti ekki að spyrja hann út úr hverjum degi þar sem saksóknari fengi alltaf sama svarið. Ákærði væri í raun búinn að svara þessu með einu heildarsvari. „Mér finnst nú skrýtið að ákærði sé ekki búinn að kynna sér það sem kemur fram í ákæru. Ég er bara að spyrja hann út í ákæruatriðin,” sagði saksóknari þá. Arngrímur sagði að engin ástæða væri til að spyrja út í hvern dag fyrir sig þar sem eitt heildarsvar væri komið. „Nú, ef að dómari telur það fullnægjandi...” sagði Björn. „Það kemur bara fram í dómnum hvað dómari telur fullnægjandi,” svaraði Arngrímur.Ósmekklegasta spurningin Saksóknari ákvað þá að spyrja Hreiðar út í töflur sem sýna öll viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf Kaupþings og svaraði forstjórinn hverri spurningu á eina leið: „Ég hef ekki kynnt mér þessar tölur og get ekki gefið álit mitt á þeim.” Hreiðar var einnig spurður út í tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum sem nam 6,3 milljörðum. Hreiðar kvaðst ekki muna sérstaklega eftir umræðu um tapið. Saksóknari spurði þá hvort að tapið hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. „Þetta er ósmekklegasta spurning sem ég hef fengið,” svaraði Hreiðar. Björn dró þá spurninguna til baka en Hreiðar lét áfram í sér heyra: „Hvers konar rugl er þetta? Á ég að fara að svara með svona skætingi?” Dómsformaður áréttaði þá að spurningin hefði verið dregin til baka og fór saksóknari í næstu spurningu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara "Nei,” "Ég veit það ekki,” "Ég man það ekki,” "Þú verður að spyrja þá,” og "Þú verður að spyrja Magnús.” Svona svaraði Ingólfur Helgason flestum spurningum saksóknara í dómssal. 30. apríl 2015 11:59 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans hafi verið mjög lítil. Hann segist hvorki hafa komið nálægt því hversu mikið eigin viðskipti keyptu af hlutabréfum Kaupþings né á hvaða gengi bankinn keypti bréfin. Hreiðar er ákærður fyrir markaðsmisnotkun, ásamt öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings, en starfsmenn eigin viðskipta eiga að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum að undirlagi Hreiðars, og annarra, með það að markmiði að halda bréfi verðanna uppi.Eitt heildarsvar frá Hreiðari Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Hreiðar nú út í ákæruatriðin. Á meðal þeirra gagna sem hann hefur borið undir hann eru töflur úr ákæru sem sýna viðskipti deildar eigin viðskipta í Kaupþingi með hlutabréf í Kaupþingi á hverjum degi á ákærutímabilinu 1. nóvember 2007-8. október 2008. Kvaðst Hreiðar ekkert hafa kynnt þær tölur sem koma fram í töflunum og hann gæti því ekki tjáð sig um þær. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagði þá að það þyrfti ekki að spyrja hann út úr hverjum degi þar sem saksóknari fengi alltaf sama svarið. Ákærði væri í raun búinn að svara þessu með einu heildarsvari. „Mér finnst nú skrýtið að ákærði sé ekki búinn að kynna sér það sem kemur fram í ákæru. Ég er bara að spyrja hann út í ákæruatriðin,” sagði saksóknari þá. Arngrímur sagði að engin ástæða væri til að spyrja út í hvern dag fyrir sig þar sem eitt heildarsvar væri komið. „Nú, ef að dómari telur það fullnægjandi...” sagði Björn. „Það kemur bara fram í dómnum hvað dómari telur fullnægjandi,” svaraði Arngrímur.Ósmekklegasta spurningin Saksóknari ákvað þá að spyrja Hreiðar út í töflur sem sýna öll viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf Kaupþings og svaraði forstjórinn hverri spurningu á eina leið: „Ég hef ekki kynnt mér þessar tölur og get ekki gefið álit mitt á þeim.” Hreiðar var einnig spurður út í tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum sem nam 6,3 milljörðum. Hreiðar kvaðst ekki muna sérstaklega eftir umræðu um tapið. Saksóknari spurði þá hvort að tapið hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. „Þetta er ósmekklegasta spurning sem ég hef fengið,” svaraði Hreiðar. Björn dró þá spurninguna til baka en Hreiðar lét áfram í sér heyra: „Hvers konar rugl er þetta? Á ég að fara að svara með svona skætingi?” Dómsformaður áréttaði þá að spurningin hefði verið dregin til baka og fór saksóknari í næstu spurningu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara "Nei,” "Ég veit það ekki,” "Ég man það ekki,” "Þú verður að spyrja þá,” og "Þú verður að spyrja Magnús.” Svona svaraði Ingólfur Helgason flestum spurningum saksóknara í dómssal. 30. apríl 2015 11:59 Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Yfirheyrslu yfir Ingólfi lokið sem átti svör við fæstum spurningum saksóknara "Nei,” "Ég veit það ekki,” "Ég man það ekki,” "Þú verður að spyrja þá,” og "Þú verður að spyrja Magnús.” Svona svaraði Ingólfur Helgason flestum spurningum saksóknara í dómssal. 30. apríl 2015 11:59
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03