Furðar sig á aðkomu Ólafs Barkar að gæsluvarðhaldsúrskurði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 11:17 Hreiðar Már Sigurðsson segist halda að eitt af skjölunum í málsgögnum sé falsað. Vísir/Pjetur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þar sem hann sat í einangrun á Litla hrauni þegar hann áttaði sig á því að Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari hafi tekið þátt í að dæma sig í einangrun. Þetta sagði hann í upphafi skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur.Sjá einnig: „Hvers konar rugl er þetta?“ Ástæðan fyrir vonbrigðum Hreiðars eru fjölskyldutengsl dómarans við Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra. „En Ólafur Börkur hefur sjálfur tekið þát afstöðu í öðrum málum að hann sé vanhæfur ef umræddur frændi tengist málum sem hann þarf að skera úr um,“ sagði Hreiðar. Í ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sagðist hann einnig telja að skjöl í málsgögnunum séu fölsuð. „Í máli þessu sem er rekið hér fyrir Héraðsdómi í dag er skjal á bls. 3.764 sem ég held að sé falsað. Á því skjali stendur að Ólafur Þór og Benedikt Bogason hafi mætt í dómshúsið við Lækjartorg og þinghald hafi farið fram þar sem Benedikt hafi veitt heimild til að hlera síma minn,“ sagði hann. „Þetta held ég að sé rangt og vil ég biðja um aðstoð háttvirts dóms að komast að hinu sanna í þessu máli.“Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Hreiðar sagði í ræðu sinni að starfsmenn Sérstaks saksóknara hefðu hringt í Benedikt Bogason héraðsdómara og beðið hann um að útvega heimild til að hlera símann sinn. Hreiðar segir að Benedikt hafi þá tjáð þeim að það væri lítið mál og best væri ef þeir kæmu einfaldlega heim til hans til að fá úrskurðinn. „Ég kærði Benedikt Bogason og Ólaf Þór Hauksson til embættis ríkissaksóknara vegna þessarar málsmeðferðar,“ sagði Hreiðar en hann segir ríkissaksóknara ekki hafa séð sér fært að rannsaka málið þar sem sakir væru fyrndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55