Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 09:45 Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. Vísir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm vegna Al Thani-málsin. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. „Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið viðstaddur í réttinum undanfarnar vikur til að hlusta á vitnisburði annarra sakborninga. Verjandi minn fullyrðir að ég hafi átt rétt á því að vera viðstaddur [...] En yfirvöld sáu til þess að þessi réttur minn var fótur troðinn og er það miður.“ Sigurður fór svo nokkrum orðum um Al Thani-dóminn. Hann sagði að héraðsdómi hefði „með ólíkindum“ tekist að dæma hann í 4 og hálfs árs fangelsi. Sagði Sigurður dóminn einfaldlega rangan og hann hefði því átt von á því að Hæstiréttur myndi senda málið aftur heim í hérað eða sýkna hann og aðra sakborninga í málinu. „Hæstiréttur dæmdi mig hins vegar sekan með allt öðrum rökstuðningi en héraðsdómur. [...] Það alvarlegasta fyrir okkur sem dæmdir voru í Hæstarétti er að við getum ekki áfrýjað. [...] Og ég velti fyrir mér þýðingu þessara réttarhalda hér. Skiptir nokkru máli hvað maður segir eða hver niðurstaða héraðsdóms verður? Býr Hæstiréttur ekki bara til nýjan dóm?“ Sigurður lýsti sig svo algjörlega saklausan af ákærunni í málinu og endaði mál sitt á þessum orðum: „Ég bið dómarana að virða mér til vorkunnar að traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira