„Sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli“ ingvar haraldsson skrifar 5. maí 2015 13:37 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir söluna á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun árið 2006 harðlega. vísir/vilhelm „Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
„Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira