„Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2015 15:36 Helgi Hrafn Gunnarsson á þingi. „Það vekur tortryggni, við megum ekki við mikið meira af henni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við umræður um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu. Gagnrýndi hann harðlega að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi ákveðið að afgreiða málið með þremur orðið: Málinu er lokið. „Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið,“ sagði Helgi Hrafn og sagði of marga lausa enda standa eftir sem hann óttast að muni vera lausir það sem eftir er af stjórnmálasögu Íslands.Brynjar NíelssonYrðu þá ummæli fjármálaráðherra rannsökuð? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði nefndina ekki geta sett sig í dómarasæti í málinu og metið hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi sagt þinginu ósatt þegar hún var spurð út í lekamálið. Sagði hann ekki hægt að meta hvort hún hafi sagt satt og rétt frá út frá þeim upplýsingum sem hún bjó yfir á sínum tíma. Hann sagði að ef fara ætti með málið lengra þyrfti að fá óháða aðila til að framkvæma rannsókn á því og það myndi setja fordæmi sem ekki sæi fyrir endann á. Hann nefndi til að mynda að fjölmargir hefðu komið að máli við hann og spurt hvort ekki ætti að rannsaka ummæli fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili sem sagður er hafa greint þinginu rangt frá stöðunni í samningaviðræðum ríkisins við kröfuhafa. Hann sagði málinu hafa lokið með dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis og þar við sitji.Alþingi má ekki við meiri tortryggni Helgi Hrafn sagði að ef það væri mat Brynjars að hefja þyrfti rannsókn vegna ósannsögli ráðherra þá yrði einfaldlega að gera það. Alþingi mætti ekki við meiri tortryggni en lekamálið hefur nú þegar skapað. Hann sagði að draga yrði lærdóm af málinu og ef því væri lokið eins og meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar heldur fram þá sé lærdómurinn af lekamálinu að þjóðinni beri að tortryggja kerfið sem hún á að treysta. Sagði hann alvarleg mistök hafa verið gert við hvert fótmál, lekinn, innri athugun rekstrarfélags stjórnarráðsins, ósamræmi dómskjala við fullyrðingar ráðherra og samskipti ráðherra við lögreglustjóra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53 Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Það vekur tortryggni, við megum ekki við mikið meira af henni,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við umræður um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu. Gagnrýndi hann harðlega að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi ákveðið að afgreiða málið með þremur orðið: Málinu er lokið. „Nei, virðulegi forseti, málinu er ekki lokið,“ sagði Helgi Hrafn og sagði of marga lausa enda standa eftir sem hann óttast að muni vera lausir það sem eftir er af stjórnmálasögu Íslands.Brynjar NíelssonYrðu þá ummæli fjármálaráðherra rannsökuð? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni, sagði nefndina ekki geta sett sig í dómarasæti í málinu og metið hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi sagt þinginu ósatt þegar hún var spurð út í lekamálið. Sagði hann ekki hægt að meta hvort hún hafi sagt satt og rétt frá út frá þeim upplýsingum sem hún bjó yfir á sínum tíma. Hann sagði að ef fara ætti með málið lengra þyrfti að fá óháða aðila til að framkvæma rannsókn á því og það myndi setja fordæmi sem ekki sæi fyrir endann á. Hann nefndi til að mynda að fjölmargir hefðu komið að máli við hann og spurt hvort ekki ætti að rannsaka ummæli fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili sem sagður er hafa greint þinginu rangt frá stöðunni í samningaviðræðum ríkisins við kröfuhafa. Hann sagði málinu hafa lokið með dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis og þar við sitji.Alþingi má ekki við meiri tortryggni Helgi Hrafn sagði að ef það væri mat Brynjars að hefja þyrfti rannsókn vegna ósannsögli ráðherra þá yrði einfaldlega að gera það. Alþingi mætti ekki við meiri tortryggni en lekamálið hefur nú þegar skapað. Hann sagði að draga yrði lærdóm af málinu og ef því væri lokið eins og meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar heldur fram þá sé lærdómurinn af lekamálinu að þjóðinni beri að tortryggja kerfið sem hún á að treysta. Sagði hann alvarleg mistök hafa verið gert við hvert fótmál, lekinn, innri athugun rekstrarfélags stjórnarráðsins, ósamræmi dómskjala við fullyrðingar ráðherra og samskipti ráðherra við lögreglustjóra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12 Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53 Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ráðuneytið lét LEX skoða grundvöll málshöfðunar á hendur blaðamönnum Annar aðstoðarmaður ráðherra tók ákvörðun í kjölfarið um að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur blaðamönnum DV. 20. apríl 2015 19:12
Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. 27. apríl 2015 19:29
„Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02
Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9. apríl 2015 14:53
Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur lokað málinu. 30. apríl 2015 11:09